Hlýjasta og kaldasta stöð landsins

Það gerist stöku sinnum að veðurstöð nær því að vera bæði með lægsta lágmarkshita og hæsta hámarkshita allra veðurstöðva í byggð á sama sólarhring. Það gerðist á Þingvöllum í dag, sunnudag. Frostið fór niður í -7,6 stig bæði milli kl. 3 og 4 og aftur milli kl. 4 og 5 síðastliðna nótt (aðfaranótt sunnudagsins 20. maí). Síðan hlýnaði rækilega og hiti fór í 15,3 stig milli kl. 16 og 17. Munur dags og nætur var því 22,9 stig og þegar þetta er skrifað (rétt eftir miðnætti) er hitinn á Þingvöllum aftur fallinn niður í -0,8 stiga frost.

Daggarmark er nú -4,1 stig á Þingvöllum en fyrir sólarhring (um miðnætti) var það -7,1 og við hámarkið síðdegis var daggarmarkið -6,9 stig. Ef engin loftskipti verða á staðnum breytist daggarmarkið ekki nema raki þéttist eða gufi upp. Rakaþétting skilar varma til loftsins og getur tafið hitafall verulega eða jafnvel stöðvað það alveg.

Krafan um að engin loftskipti eigi sér stað er auðvitað óraunhæf en sé daggarmark langt undir frostmarki seint að kvöldi og veður bjart og stillt er óhætt að spá næturfrosti. Sé daggarmarkið ofan frostmarks við svipaðar aðstæður er næturfrost ekki jafnvíst en náttfall líklegt.

Þegar hlýjast var á Þingvöllum í dag (sunnudag) fór rakastigið þar niður undir 20% en var uppi í tæpum 90% síðastliðna nótt. Gaddfrost á nóttu en skrælþurrkur að deginum eru varla kjöraðstæður fyrir gróður - það er kannski rétt að vökva túlípanana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1540
  • Frá upphafi: 2348785

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1343
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband