Hámarkshiti maímánaða

Þó nokkrar líkur virðast á að hiti nái 20 stigum einhvers staðar á landinu næstu daga. Það er þó ekki alveg víst. Í tveggja ára gömlum pistli á vef Veðurstofunnar var fjallað um 20 stiga mörkin og hvenær þeim er yfirleitt náð á vorin. Áhugasamir mættu gjarnan rifja hann upp.

Þar kemur fram að síðustu 15 árin hefur dagsetning fyrsta 20 stiga dags ársins á mönnuðum stöðvum verið 29. maí. Nú fer mönnuðum stöðvum mjög fækkandi þannig að samanburður við fyrri ár verður æ erfiðari. Hins vegar er hiti mældur fjölmörgum sjálfvirkum stöðvum, þær eru miklu fleiri heldur en þær mönnuðu voru. Í veðurstofuvefpistlinum var bent á að síðustu 15 árin hefur 20 stiga hita verið fyrst náð að meðaltali 23. maí á sjálfvirku stöðvunum, 6 dögum fyrr heldur en á þeim mönnuðu.

Í ár erum við hins vegar í þeirri stöðu að 20 stigunum er löngu náð - það gerðist 30. mars á Kvískerjum í Öræfum, nærri tveimur mánuðum fyrr en að meðaltali síðustu árin. Síðan hefur hiti aldrei farið í 20 stig. Er sennilega rétt að huga að endurnýjun pistilsins því hann er orðinn úreltur.

Við lítum hins vegar til gamans á mynd sem sýnir hæsta hita á landinu í öllum maímánuðum frá 1874 til 2011.

tx-landid-mai

Lóðrétti ásinn sýnir selsíusstig en sá lárétti markar árin. Við sjáum að talsverð leitni reiknast á tímabilinu öllu, 2,4°C á öld. Ekki tökum við mikið mark á því - aðallega vegna breytinga á stöðvakerfinu. Fyrstu árin var t.d. engin stöð inni í landi þar sem hæsta hita í maí er oftast að vænta. Við sjáum líka að útjöfnunarferill (blár) gefur til kynna að meðalstaðan sé nú svipuð og hún var 1930 til 1960. Höfuðmáli skiptir hvaða tímabil er undir þegar leitni er reiknuð.

Lítið er af mjög háum tölum síðustu árin og hefur hiti ekki komist yfir 23 stig í maí síðan árið 2000. Tími til kominn að það gerist.

Í viðhenginu má sjá listann sem notaður var við gerð myndarinnar. Þar má sjá dagsetningar og um hvaða stöðvar er að ræða. Trúlega er eitthvað af villum í listanum - en við skulum ekki taka allt of hart á slíku að þessu sinni. Það er gaman að sjá landfræðilega dreifingu hámarkanna, Akureyri átti t.d. hæsta maíhitann 5 ár í röð, 1976 til 1980 - en aldrei síðan. Skyldi það vera grunsamlegt? Möðruvellir átti samfellt hæstu töluna á árunum 1916 til 1921 - það eru þó ekkert sérlega há gildi - aðeins eitt yfir 20 stigum og hin arfaslöku 13,3 stig í maí 1921 í hópnum.

En þessi maímánuður hefur ekki enn náð 18 stigum - vonandi rætist úr því.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband