Hámarkshiti maímánađa

Ţó nokkrar líkur virđast á ađ hiti nái 20 stigum einhvers stađar á landinu nćstu daga. Ţađ er ţó ekki alveg víst. Í tveggja ára gömlum pistli á vef Veđurstofunnar var fjallađ um 20 stiga mörkin og hvenćr ţeim er yfirleitt náđ á vorin. Áhugasamir mćttu gjarnan rifja hann upp.

Ţar kemur fram ađ síđustu 15 árin hefur dagsetning fyrsta 20 stiga dags ársins á mönnuđum stöđvum veriđ 29. maí. Nú fer mönnuđum stöđvum mjög fćkkandi ţannig ađ samanburđur viđ fyrri ár verđur ć erfiđari. Hins vegar er hiti mćldur fjölmörgum sjálfvirkum stöđvum, ţćr eru miklu fleiri heldur en ţćr mönnuđu voru. Í veđurstofuvefpistlinum var bent á ađ síđustu 15 árin hefur 20 stiga hita veriđ fyrst náđ ađ međaltali 23. maí á sjálfvirku stöđvunum, 6 dögum fyrr heldur en á ţeim mönnuđu.

Í ár erum viđ hins vegar í ţeirri stöđu ađ 20 stigunum er löngu náđ - ţađ gerđist 30. mars á Kvískerjum í Örćfum, nćrri tveimur mánuđum fyrr en ađ međaltali síđustu árin. Síđan hefur hiti aldrei fariđ í 20 stig. Er sennilega rétt ađ huga ađ endurnýjun pistilsins ţví hann er orđinn úreltur.

Viđ lítum hins vegar til gamans á mynd sem sýnir hćsta hita á landinu í öllum maímánuđum frá 1874 til 2011.

tx-landid-mai

Lóđrétti ásinn sýnir selsíusstig en sá lárétti markar árin. Viđ sjáum ađ talsverđ leitni reiknast á tímabilinu öllu, 2,4°C á öld. Ekki tökum viđ mikiđ mark á ţví - ađallega vegna breytinga á stöđvakerfinu. Fyrstu árin var t.d. engin stöđ inni í landi ţar sem hćsta hita í maí er oftast ađ vćnta. Viđ sjáum líka ađ útjöfnunarferill (blár) gefur til kynna ađ međalstađan sé nú svipuđ og hún var 1930 til 1960. Höfuđmáli skiptir hvađa tímabil er undir ţegar leitni er reiknuđ.

Lítiđ er af mjög háum tölum síđustu árin og hefur hiti ekki komist yfir 23 stig í maí síđan áriđ 2000. Tími til kominn ađ ţađ gerist.

Í viđhenginu má sjá listann sem notađur var viđ gerđ myndarinnar. Ţar má sjá dagsetningar og um hvađa stöđvar er ađ rćđa. Trúlega er eitthvađ af villum í listanum - en viđ skulum ekki taka allt of hart á slíku ađ ţessu sinni. Ţađ er gaman ađ sjá landfrćđilega dreifingu hámarkanna, Akureyri átti t.d. hćsta maíhitann 5 ár í röđ, 1976 til 1980 - en aldrei síđan. Skyldi ţađ vera grunsamlegt? Möđruvellir átti samfellt hćstu töluna á árunum 1916 til 1921 - ţađ eru ţó ekkert sérlega há gildi - ađeins eitt yfir 20 stigum og hin arfaslöku 13,3 stig í maí 1921 í hópnum.

En ţessi maímánuđur hefur ekki enn náđ 18 stigum - vonandi rćtist úr ţví.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 157
  • Sl. viku: 1753
  • Frá upphafi: 2348631

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1534
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband