Sumariđ mjakast nćr

Enn er norđurhvelshringurinn viđfangsefni hungurdiska og ađ ţessu sinni er litiđ á 500 hPa hćđar- og ţykktarspá evrópureiknimiđstöđvarinnar. Hún gildir um hádegi á sunnudaginn 20. maí.

w-blogg190512

Hćgt er ađ stćkka myndina til ađ smáatriđin (t.d. tölurnar) sjáist betur. Ör bendir á Ísland og norđurskautiđ er ţar beint fyrir ofan. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar en ţykktin er mörkuđ međ litaflötum. Eins og venjulega er mćlt í dekametrum (dekametri = 10 metrar). Grćn litarbrigđi ţykktarinnar eru ţau algengustu yfir Íslandi á ţessum tíma árs (milli 5280 og 5460 metrar), en sumariđ byrjar í sandgula litnum (5460 til 5520 metrar).

Sá litur á nú ađ koma nćr okkur heldur en um nokkra hríđ, en sá blái snertir enn norđausturströndina og ef vel er ađ gáđ má ţar sjá lokađan hring um litla háloftalćgđ (kuldapoll). Ţví miđur á hann ekki ađ fara neitt - en hann hlýnar smám saman og blái litur hans hverfur. Öflugur kuldapollur er viđ Grćnland norđvestanvert og breytist ekki mikiđ.

Mikil háloftalćgđ er beint suđur af Grćnlandi. Henni fylgja ákveđnar vonir fyrir okkur - fari hún hćgt til suđausturs eins og reiknimiđstöđin spáir í dag getur hún e.t.v. dćlt til okkar talsvert hlýrra lofti og jafnvel komiđ ţykktinni upp fyrir 5500 metra. Viđ ţá ţykkt er 20 stiga hitinn ekki langt undan ţar sem sólar nýtur. En ţađ er enn fullsnemmt ađ fagna slíku - viđ gerum ţađ ţegar og ef ađ ţví kemur.

Ţessar vikurnar fer heildarflatarmál bláu litanna á kortinu minnkandi en á međan sullast ţađ fram og til baka á norđurslóđum og gerir skyndiárásir á svćđin ţar nćst sunnan viđ - eins og viđ höfum fengiđ ađ reyna upp á síđkastiđ. Ísland er ţannig í sveit sett ađ ţađ er aldrei öruggt fyrir strandhöggum kuldans - jafnvel ekki í júlí.

Á ţessu korti er kaldasta loftiđ (dekksti blái liturinn) međ ţykkt á bilinu 5100 til 5160 metrar - ţađ er sama og viđ fengum yfir okkur fyrr í ţessari viku og enn sést austan viđ land ţegar ţetta er skrifađ (seint á föstudagskvöldi 18. maí). Sjórinn í Austuríslandsstraumnum er harla kaldur og gagnast ekki mikiđ viđ ađ auka ţykktina, hitar loftiđ eins og 60 kerta pera á hvern fermetra - segir reiknimiđstöđin. Ţađ munar samt um ţađ á nokkrum dögum.

Hlýjasta svćđi kortsins er yfir Arabíuskaga. Ţar er ţykktin meiri en 5880 metrar. Hlýindin teygja sig nú langt norđur Rússland en kuldapollar ganga austur um Miđjarđarhaf. Ţar valda ţeir vćntanlega ţrumuveđrum og skúradembum. Hitabylgjur liggja í loftinu á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum, jafnvel í Suđur-Noregi en ţćr eru ţó ámóta óvissar og hlýindi hér á landi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hér eystra hafa nokkrir tugir Sádi Araba veriđ í starfskynningu undanfarnar vikur í álveri Alcoa á Reyđarfirđi. Alcoa er ađ byggja stćrsta álver veraldar í heimalandi ţeirra en ţar er notast viđ gas viđ rafmagnsframleiđsluna.

 Ég keyrđi einn ţessara Sáda í gćr og sagđist hann vera á heimleiđ í nćstu viku. Honum hryllti viđ tilhugsunina vegna veđurfarsins en ţar hefur hitinn veriđ um 45 gráđur undanfariđ. Í júlí og ágúst sagđi hann ađ hitinn vćri oft um og yfir 50 gráđur en ţá sćist ekki nokkur mađur á ferli undir beru lofti.

Honum hugnađist betur kuldakastiđ á Íslandi en bakarofninn heima hjá honum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.5.2012 kl. 16:16

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţykktin sló í 5880 metra yfir Arabíu í dag - og sennilega verđur hún enn meiri flesta daga í sumar. Viđ strönd Persaflóa er ţar ađ auki oftast rakt og heitt ađ nóttu - en eitthvađ skárra undir morgun inni í landi ţar sem er gríđarleg dćgursveifla í heiđríkjunni.

Trausti Jónsson, 20.5.2012 kl. 01:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 28
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1496
 • Frá upphafi: 2356101

Annađ

 • Innlit í dag: 28
 • Innlit sl. viku: 1401
 • Gestir í dag: 28
 • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband