14.5.2012 | 00:25
Góður árangur reiknimiðstöðvarinnar og Veðurstofunnar
Hretið sem gengið hefur yfir landið í dag sást vel á tölvuspám. Á sunnudag fyrir viku var evrópureiknimiðstöðin búin að stinga upp á norðaustanstrekkingi að vísu ekki mjög slæmum eða köldum. Hretið birtist hins vegar nær fullskapað í reikningum sem gerðir voru á aðfaranótt þriðjudags 8. maí - fyrir fimm dögum. Við skulum líta á spákort frá því í reikningum síðdegis á þriðjudag sem gildir kl. 18 i dag - sunnudag eða 126 klst fram á við. Til samanburðar höfum við spá sem reiknuð var nú síðdegis og gildir á sama tíma. Líta má á seinni spána sem nokkurn veginn rétta.
Þriðjudagsspáin er til vinstri á myndinni - en spáin frá í dag er til hægri. Í báðum tilvikum er mjög hvasst yfir landinu - þrýstilínur eru þéttar. Þær eru sjónarmun þéttari yfir landinu í þriðjudagsspánni heldur en síðar varð raunin (30 hPa munur yfir landið á vinstri mynd - en 26 hPa á þeirri til hægri). Í þriðjudagsspánni er þrýstimunur yfir landinu vestanverðu mun meiri heldur en raunin varð, 9 hPa munur á Reykjavík og Bolungarvík í stað 17 hPa. Miklu munar því á spáðum þrýstivindi. Hefði spáin frá þriðjudeginum ræst hefði hann verið um 40 m/s á Faxaflóa en reyndist aðeins 20 til 25 m/s. Fyrri talan er harla ógnvænleg og gott að hún gekk ekki eftir.
Rauði krossinn á kortinu til hægri er settur þar sem lægðarmiðjunni var spáð á þriðjudaginn. Það munar rúmri lengd Íslands á staðsetningunni, sennilega um 600 km. Á þriðjudagsspánni er lægðin líka öðru vísi í laginu. Litlu munar á miðjuþrýstingi (975 á móti 972 hPa). Áttin er norðlægari í dag heldur en spáin á þriðjudaginn gerði ráð fyrir. Sé farið frekar í saumana á spánum fór lægðin hraðar yfir í raun heldur en spáð var á þriðjudaginn. Hún endar nú líf sitt langt norðaustur í hafi, en á þriðjudaginn gerði spáin ráð fyrir að hún bæri beinin yfir Bretlandseyjum.
Þó nokkru munar á úrkomumagni í spánum. Litlu dökkbláu blettirnir yfir Austurlandi í þriðjudagsspánni sýna meir en 15 mm úrkomu á 6 klst og 10 mm/6 klst (ljósblátt) nær yfir stórt svæði. Enginn blár litur sést yfir Íslandi í spánni á kortinu til hægri. Dökkgræni liturinn segir til um 5 mm til 10 mm/6 klst. En lítill blár blettur er reyndar á spákorti sem gildir á miðnætti (ekki sýnt hér).
Á kortunum eru einnig bláar strikalínur sem sýna hita í 850 hPa-fletinum. Ef við rýnum í þær má (með mjög góðum vilja) sjá að kaldara er nú yfir landinu heldur en spáð var á þriðjudaginn. Mínus 15 stiga línan snertir nú Vestfirði, en í þriðjudagsspánni er það mínus 10 stiga línan.
Þegar á allt er litið má segja að krossmessuhretinu 2012 hafi verið spáð með 5 daga fyrirvara.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 3
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 2770
- Frá upphafi: 2427322
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2491
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er sjálfsagt að halda því til haga þegar þið grísið á þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2012 kl. 09:20
Sumir eru jú alvitrir, en nóg um það. Árið 1922 gerði illræmt veður um Krossmessu þar sem fjöldi sjómanna fórst, m.a. held ég að tveir eða þrír kútterar hafi farist ásamt með mótorbát frá Siglufirði. Ef maður hefur skilið rétt, þá hefur þú, Trausti, aðgang að einhverju sem þú kallar að mig minnir endurgerð spákort frá USA, sem gætu þá sagt okkur hvort það veður sé eitthvað svipað og það sem núna gengur yfir?
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 09:42
Það er rétt Gunnar, en vel var miðað að þessu sinni. Þorkell: Fyrir nokkrum dögum birti ég svona kort að vestan sem sýndi maíhretið árið eftir (1923). Valið var ekki alveg tilviljanakennt því það hret sýndist líkara hretinu nú heldur en 1922. Ekki var það nú samt eins því þá tókst að koma niður snjó sunnanlands sem við vonandi sleppum við núna. En krossmessuhretið 1922 var enn hörmulegra því þá fórust 35 menn á 5 bátum. Flestir þeirra sukku við Vestfirði. Veðrið skall snögglega á þegar háloftalægðardrag kom yfir Grænland og bjó til krappa lægð yfir Íslandi - en þetta tók fljótt af. Þú kannast vel við vefsetrið wetterzentrale.de. Það birtir hluta af amerísku kortunum á mjög aðgengilegan hátt - mun auðveldari heldur en að ná þeim að vestan, eitt kort á dag. Slóðin er: http://www.wetterzentrale.de/topkarten/fsreaeur.html Komið er inn á valflipasíðu þar sem aðeins þarf að velja ár, mánuð og dag í flettistikum. Sé 14. maí 1922 valinn sést lægðin - og háloftalægðardragið mjög vel. Ég hef ekki athugað hversu nærri þessi greining fer því raunverulega en oftast eru þessi kort furðugóð - en reyndar verri eftir því sem lengra dregur aftur. Stöku sinnum eru þau úti að aka.
Trausti Jónsson, 15.5.2012 kl. 01:13
Takk fyrir þessa ábendingu, Trausti. Þarna er aldeilis fóður fyrir veðurnörd!
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.