Þurrt (og veðurlaust) á athugunartíma

Fyrir nokkrum dögum litum við á aukna tíðni úrkomu í grennd (án ábyrgðar). Í sama pistli var einnig fjallað um það að veðurathugunarmönnum er gert að flokka veður á athugunartíma í hundrað mismunandi „tegundir“. Þetta kann að virðast mikið en oftast er lítill vafi á flokkuninni þannig hún er ekki mjög erfið í reynd.

Fjórir fyrstu flokkarnir, 0, 1, 2 og 3 eru notaðir þegar þurrt er á athugunartíma, skyggni gott og engin úrkoma hefur fallið síðustu klukkustund og þá klukkustund hefur heldur ekki orðið vart við þoku eða þrumur. Hver um sig greina tölurnar fjórar frá mismunandi breytingum á skýjahulu. Við höfum engar áhyggjur af því.

Hér er rétt að benda á að þótt þurrt sé getur verið hvasst og hvassviðri er sjaldan veðurleysa. Sé mjög hvasst fer að verða líklegt að skyggni sé takmarkað, t.d. vegna misturs eða skafrennings - þótt úrkoma hafi ekki fallið síðustu klukkustund. Um leið og skyggni versnar má ekki nota tölurnar 0 til 4.

Það er fróðlegt að athuga hversu oft lykiltölurnar 0 til 3 eru notaðar í athugunum hér á landi. Í ljós kemur að „veðurleysan“ er langalgengasta veður á Íslandi, á árunum 1961 til 1990 kom hún við sögu í 63,9 prósentum allra athugana. 

Á landinu í heild eru hins vegar um 55% allra daga úrkomudagar. Í sameiningu þýða þessar tölur að úrkoma fellur með köflum hér á landi - oft, en ekki lengi í einu og þurru stundirnar eru talsvert fleiri heldur en þær „votu“.

Nokkur breytileiki er frá ári til árs - „veðurleysa“ var algengust árið þurra 1952 (gögn ná aftur til 1949), þá náði tíðnin 70%. Fátíðust var hún árið 1975 rétt tæp 60% athugana. Árið 1975 er í hópi illviðrasömustu ára þessa tímabils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti.

Mér finnst á skorta að Veðurstofan leiðbeini athugunarmönnum ef greiningu þeirra á hinum ýmsu veðurþáttun er ábótavant, einkum byrjendum. Hins vegar er ótækt að kontóristi við Bústaðaveginn sé að breyta veðurbókum án þess að athugunarmanni sé gerð grein fyrir hvað er talið ábótavant. Ef rýnt er í synop í brunni V.Í. sýnist mér að hægt sé að gera betur.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 22:03

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Óska r. Það er rétt að oft skortir á leiðbeiningar. Ástæður þess eru ýmsar og gagnvirk tengsl veðurathuganamanna og Veðurstofu mættu vera betri. Langt er síðan hætt var að kenna veðurfræðinemum veðurathuganir á kerfisbundinn hátt í skóla. En eins og fram hefur komið í pistlum hungurdiska stefnir í að mannaðar athuganir verði alveg lagðar af innan fárra ára - því miður.

Trausti Jónsson, 1.5.2012 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband