Frekar kuldalegt

Í dag lítum viđ á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um 500/1000 hPa ţykkt (heildregnar svartar línur) og 850 hPa hita (litakvarđi). Ţykktin er mćlikvarđi á hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Ţykkt er oftast tilfćrđ í dekametrum (1 dam = 10 metrar) á kortum. Međalţykkt í apríl hér viđ land er um 5280 metrar en 5340 metrar í maí. Munar 60 metrum.

w-blogg230412a

Spákortiđ gildir kl. 18 mánudaginn 23. apríl. Ná má myndinni (og ţar međ tölunum) talsvert skýrari međ ţví ađ tvísmella sig inn í hana. Sjá má ađ ţađ er einmitt 528 dekametra jafnţykktarlínan sem er yfir landinu. Ţykktin er ţví ekki fjarri međallagi árstímans.

En á kortinu er ekkert hlýtt loft nćrri, ţykktin yfir Skotlandi er ađeins sjónarmun hćrri en hér og litakvarđinn sýnir ađ hiti er alls stađar undir frostmarki í 850 hPa fletinum. Vestan viđ Grćnland er svo ískyggilega kalt loft, -20 stiga frost er i 850 hPa og ţykktin ekki nema 4980 metrar. Viđ höfum lauslega notađ ţađ viđmiđ ađ vetrarríki sé ţar sem ţykktin er minni en 5100 metrar (og sumarhiti ţar sem hún er yfir 5460 metrum).

Ađeins hlýrra er yfir Norđaustur-Grćnlandi heldur en vestan ţess, en samt var -20 stiga frost í Scoresbysundi kl. 21 i kvöld (sunnudag).

Framtíđarspár eru óljósar eftir ađ kemur fram á miđvikudag. Eins og oftast ver Grćnland okkur fyrir framsókn mesta kuldans úr vestri og viđ vonum ađ hann fari ekki ađ steypast yfir okkur úr norđri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 183
 • Sl. sólarhring: 214
 • Sl. viku: 3065
 • Frá upphafi: 1954134

Annađ

 • Innlit í dag: 152
 • Innlit sl. viku: 2693
 • Gestir í dag: 137
 • IP-tölur í dag: 133

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband