Frekar kuldalegt

Í dag lítum við á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um 500/1000 hPa þykkt (heildregnar svartar línur) og 850 hPa hita (litakvarði). Þykktin er mælikvarði á hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Þykkt er oftast tilfærð í dekametrum (1 dam = 10 metrar) á kortum. Meðalþykkt í apríl hér við land er um 5280 metrar en 5340 metrar í maí. Munar 60 metrum.

w-blogg230412a

Spákortið gildir kl. 18 mánudaginn 23. apríl. Ná má myndinni (og þar með tölunum) talsvert skýrari með því að tvísmella sig inn í hana. Sjá má að það er einmitt 528 dekametra jafnþykktarlínan sem er yfir landinu. Þykktin er því ekki fjarri meðallagi árstímans.

En á kortinu er ekkert hlýtt loft nærri, þykktin yfir Skotlandi er aðeins sjónarmun hærri en hér og litakvarðinn sýnir að hiti er alls staðar undir frostmarki í 850 hPa fletinum. Vestan við Grænland er svo ískyggilega kalt loft, -20 stiga frost er i 850 hPa og þykktin ekki nema 4980 metrar. Við höfum lauslega notað það viðmið að vetrarríki sé þar sem þykktin er minni en 5100 metrar (og sumarhiti þar sem hún er yfir 5460 metrum).

Aðeins hlýrra er yfir Norðaustur-Grænlandi heldur en vestan þess, en samt var -20 stiga frost í Scoresbysundi kl. 21 i kvöld (sunnudag).

Framtíðarspár eru óljósar eftir að kemur fram á miðvikudag. Eins og oftast ver Grænland okkur fyrir framsókn mesta kuldans úr vestri og við vonum að hann fari ekki að steypast yfir okkur úr norðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1034
  • Sl. sólarhring: 1115
  • Sl. viku: 3424
  • Frá upphafi: 2426456

Annað

  • Innlit í dag: 922
  • Innlit sl. viku: 3078
  • Gestir í dag: 895
  • IP-tölur í dag: 828

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband