Litlar breytingar

Nú fara lægðir og háloftalægðardrög til austurs fyrir sunnan land. Hingað berst loft ýmist úr norðri eða austri. Engin hlýindi eru því í kortunum - en þegar austanáttarloftið slær sér vestur um geta komið góðir og allhlýir dagar um landið sunnan- og vestanvert. Við skulum sjá þetta á 500 hPa-spánni fyrir morgundaginn 16. apríl.

w-blogg160412

Eins og venjulega eru jafnhæðarlínur svartar og heildregnar, en jafnþykktarlínur eru rauðar ög strikaðar. Þykktin er mælikvarði á hita í neðstu 5 km veðrahvolfsins. Mikill vindur er þar sem jafnhæðarlínurnar eru þéttar eins og t.d. yfir Labrador. Lægðardrögin sem koma hvert á fætur öðru úr vestri fara til austsuðausturs til Bretlandseyja. Iðan er táknuð með bleikum skellum - en við gefum henni ekki gaum að þessu sinni.

Ef við lítum nánar á þykktina má sjá að veturinn er við Jan Mayen (5100 metra jafnþykktarlínan) en sumarið (5460 metra jafnþykktarlínan) er næst okkur yfir Írlandi og alls ekkert á leið til okkar. Við megum þó sæmilega við una að hafa 5280 metra línuna yfir okkur - það er ekki svo fjarri meðallagi.

Hæðin yfir Grænlandi þokast heldur til norðurs - en endurnýjast við smáskammta af lofti úr suðaustri. Evrópureiknimiðstöðin gerir ráð fyrir því að þessir megindrættir haldist alla vikuna. Þegar háloftalægðirnar komast til Bretlands verður áttin hér norðaustlægari í bili og kalda loftið sækir að þar til vindur snýst aftur til austurs vegna næstu lægðar eða lægðardrags.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 220
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 1646
  • Frá upphafi: 2465341

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 1482
  • Gestir í dag: 205
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband