Heiðasti apríldagurinn

Þá er komið að heiðasta apríldeginum í pistlaröðinni um heiðustu daga hvers mánaðar. Myndefnið er sem oftast fyrr úr safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi. Það nær aftur til haustsins 1978. Keppnin nær hins vegar aftur til 1949.

Heiðastur er föstudagurinn langi, 2. apríl 1999, og er reyndar heiðasti dagur síðustu 63 ára allra á landinu sé eitthvað að marka þennan reikning (sem er óvíst). Hann er því skör merkari en aðrir heiðustu dagar sem við höfum fjallað um. Næstheiðastur apríldaga er 21. dagur sama mánaðar, 1999, og 1. apríl sama árs í þriðja sæti. Vel af sér vikið apríl 1999.  

w-blogg170412a

Myndin er ekki skýr og batnar lítið við stækkun. Þarna sést landið allt, hugsanlega eru einhver ský við annes á Austfjörðum. Gott ef ekki glittir í autt Öskjuvatn (nei, reyndar ekki). Myndin er tekin í sýnilega hluta litrófsins en á innrauðri mynd á sama tíma er einhver einkennileg móska yfir landinu. 

Háþrýstisvæði var yfir landinu - einnig í háloftunum og stóð það væntanlega fyrir niðurstreyminu sem komið hefur í veg fyrir skýjamyndun. En ekki var um nein met að ræða í því sambandi.

Einnig var leitað að skýjaðasta deginum. Sú keppni er mjög hörð og varla rétt að gera svo mjög upp á milli keppenda. En við gerum það samt og finnum 5. apríl 1956 (aftur í fornöld - þegar rokkið var að læra að ganga). Þetta var víst á fimmtudag í vikunni eftir páska. Mikið norðanáhlaup var í undirbúningi (rétt einu sinni).

Einnig var leitað að besta og versta aprílskyggninu - en höfum í huga að ekki er mikið að marka þá reikninga. Í ljós kemur að skyggið var best 1. apríl 1999 - daginn á undan deginum heiðasta og verst var það 16. apríl 1951. Þá segir í fréttum að óvenju þungfært hafi verið suðvestanlands. Reyndar snjóaði mun meira fyrir norðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En gætu verið veðurfarslegar skýringar á því að Öskjuvatn er nú íslaust. Mér finnst annars einkennilegt að talað er um að vatnið sé ekki heitara en venjulega í apríl en þá sé hitinn í því 1 stig. Vatnið er víst venjulega íslagt í apríl. Ég hélt hins vegar að vatn frysi ekki við eitt stig í plús en kannski á þetta að vera -1 stig þó í öllum netfréttum standi raunar greinilega 1 stig.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2012 kl. 12:28

2 identicon

Nú leiðist mér Norð-Austan átt alveg óbærilega mikið.. Það virðist vera dottið í Norð-Austan á öllum kortum svo langt sem spár ná..

Síðustu sumur hafa verið óbærileg vegna sólskins, þurrka og vindbelgings.. Mér líst ekkert á þetta..

Óðinn (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 01:08

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég hef nú harla lítið vit á Öskjuvatni - en mælingar ættu að komast í hús fljótlega. Annað mál er að tíminn frá áramótum er einhver sá hlýjasti sem vitað er um á þessum slóðum. Fyrir hálfum mánuði var hann örugglega sá hlýjasti frá 1964. Þá var hins vegar veðurlag með nokkuð öðrum hætti heldur en nú, sömuleiðis í ámóta hlýindum 1929. Ætli veðurfarið þarna í vetur sé ekki bara einstakt. Hvort ísleysið hefur eitthvað með þetta að gera er annað mál. Á gervihnattamyndum er að sjá sem alautt sé á afmörkuðu svæði norðan Dyngjujökuls í átt til Öskju. Ég þekki ekki nægilega mikið til gerðar myndanna til að gera við þær gáfulegar athugasemdir - en verð að læra meira.

Óðinn, þetta er mesti norðaustanáttartími ársins - hann stendur að meðaltali frá því um þetta leyti og í rúmar þrjár vikur. En því miður segir meðaltalið ekkert handfast um veðurlag á næstunni.

Trausti Jónsson, 18.4.2012 kl. 01:29

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Voru síðustu sumur ''óbærileg''? Hvar þá? Sumrin síðasta áratug hafa yfirleitt verið með þeim bestu sem vitað er um. Aðeins júni í fyrra sker sig verulega úr. Ef þessu sumur voru óbærileg hvað þá með önnur og  lakari sumur eftur flestum eða öllum hugsanlegum mælikvörðum? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2012 kl. 17:21

5 identicon

Á Vesturlandinu.. Jújú eflaust finnst það flestum. En "best" er vítt og margbreytilegt hugtak, einum finnst þetta og öðrum hitt.. Alveg eins og skoðanir eru misjafnar. Gleymdi víst að taka það fram að veiðiár og vötn hafa verið ansi þurr og stanslaust sólskin hjálpar víst ekki með það.

Þetta var nú bara smá röfl í mér..

Óðinn (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 00:32

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Þó veður hafi verið óvenju blíð og hagstæð suðvestan- og vestanlands undanfarin ár hafa þurrkar víða valdið vandræðum. Vatnsból hafa brugðist og þurft hefur að aka vatni milli bæja í tankbílum og sendin tún hafa brunnið - það er ekki skrýtið að menn kvarti undan því þegar það gerist ár eftir ár hvað sem sólskininu og hitanum líður.

Trausti Jónsson, 19.4.2012 kl. 00:59

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En nú fáum við vonandi rigningarsumarið alræmda 2012!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.4.2012 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband