11.4.2012 | 00:57
Úrkomubakki við Vesturland
Síðdegis í dag (þriðjudag 10. apríl) myndaðist úrkomubakki úti fyrir Vesturlandi. Þegar þetta er skrifað (um miðnætti) er ekki alveg ljóst hversu ágengur hann verður við landið. Spár gera helst ráð fyrir því að hann mjakist vestur og að úrkoma verði ekki mikil á landi. Á þessum árstíma geta bakkar af þessu tagi valdið snjókomu þar sem úrkomuákefðin er hvað mest.
Fyrst lítum við á bakkann eins og hann leit út í veðursjá Veðurstofunnar á Miðnesheiði (mynd af vef Veðurstofunnar).
Bakkinn myndaðist upp úr þurru nú síðdegis - sást ekki fyrr í dag. Engin venjuleg lægða- eða skilakerfi voru á svæðinu, en mjög vön augu gátu trúlega merkt að eitthvað væri á seyði. Við sjáum að ratsjársvörunin er mest á þröngu belti frá suðaustri til norðvesturs og myndar einskonar krók á Faxaflóa. Sé röð ratsjármynda skoðuð fæst sú tilfinning að kerfið sé á hreyfingu til norðvesturs.
Næst er spákort frá evrópureiknimiðstöðinni sem gildir um hádegi á miðvikudag (11. apríl).
Á kortinu eru jafnþrýstilínur dregnar með 2 hPa-bili. Það er þéttara en algengast er á veðurkortum og lægðin virðist því mun öflugri heldur en hún er í raun og veru. Í norðvesturjaðrinum eru þrýstilínurnar raunverulega þéttar - þar er spáð stormi, 20 til 25 m/s vindi. Úrkoma er táknuð með grænum og bláum litum. Í bláu blettunum er spáð meir en 10 mm úrkomu á 6 klst. Þetta nægði ábyggilega í allgóða snjókomu á landi því hitinn í 850 hPa (blástrikaðar línur) er ekki nema mínus sex stig. En kerfið er á leið vestur á bóginn þegar hér er komið sögu og að mestu stytt upp á landi rætist spáin.
En róum nú aðeins dýpra - þeir sem vilja geta stokkið í land.
Veður dagsins býður upp á að hugtakið úrstreymi sé nefnt til sögunnar. Orðið er þýðing á alþjóðaheitinu divergence sem í almennum orðabókum er þýtt sem sundurleitni. Í veðurfræði er þetta hugtak einkum notað um það að loft streymi út úr ákveðnu rými. Vissulega leitar loft þá í sundur en ritstjóra hungurdiska finnst mun einfaldara er að tala um úrstreymi lofts. Andstæða þess er ístreymi.
Þar sem loftþrýstingur fellur er úrstreymi meira heldur en ístreymi. Ein ástæða þess að loft rís er sú að úrstreymi sé í efri loftlögum - ef loftþrýstingur á ekki að falla úr öllu valdi vaknar ístreymi í neðri lögum, lóðrétt hringrás verður til og úrkoma myndast. Dragist loft að úr ólíkum áttum myndast gjarnan skilafletir - úr engu að því er virðist.
Kort sem sýna úr- og ístreymi eru mjög flókin og oftast illgreinanleg - jafnvel gerist að vanir menn fái hiksta við að líta dýrðina. En úrkomubakkinn gefur samt tilefni til að sýna lítinn hluta úr kortum af þessu tagi. Dæmið á við sama tíma og kortið að ofan, á hádegi miðvikudaginn 11. apríl. Evrópureiknimiðstöðin hefur reiknað - þökk sé henni.
Vinstri helmingur myndarinnar sýnir úrstreymi í 400 hPa fletinum, en hann er í um 7 km hæð. Þarna eru líka jafnhæðarlínur flatarins og sýna þær nokkuð skarpt lægðardrag skammt vestur af Íslandi. Rauðu skellurnar eru úrstreymið - þar er því líklega uppstreymi undir. Rauði liturinn er dekkstur vestur af Vestfjörðum
Hægra megin á myndinni má sjá úrstreymi í 850 hPa-fletinum, í um 1400 metra hæð. Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru einnig dregnar á kortið (þær sömu og á efri mynd) og vindörvar sýna vindstefnu nærri yfirborði. Styrk má marka af lengd örvanna. Hér er blái liturinn meira áberandi - hann táknar ístreymi, þar er væntanlega uppstreymi fyrir ofan.
Úrkomubakkinn er orðinn til við samspil úrstreymis í efri lögum og ístreymis í þeim neðri. Við sleppum því núna að minnast á það hver ástæða úrstreymisins í 400 hPa er að þessu sinni.
Bakkakerfið á síðan að eyðast á þann hátt að úrstreymið fer til austurs og deyr, þar með deyr ístreymið líka og lægðin veslast upp - hringrásin helst þó lifandi í einn til tvo daga í viðbót - hringhreyfingar deyja helst ekki.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 117
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 2389
- Frá upphafi: 2458628
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.