Úrkomubakki viđ Vesturland

Síđdegis í dag (ţriđjudag 10. apríl) myndađist úrkomubakki úti fyrir Vesturlandi. Ţegar ţetta er skrifađ (um miđnćtti) er ekki alveg ljóst hversu ágengur hann verđur viđ landiđ. Spár gera helst ráđ fyrir ţví ađ hann mjakist vestur og ađ úrkoma verđi ekki mikil á landi. Á ţessum árstíma geta bakkar af ţessu tagi valdiđ snjókomu ţar sem úrkomuákefđin er hvađ mest.

Fyrst lítum viđ á bakkann eins og hann leit út í veđursjá Veđurstofunnar á Miđnesheiđi (mynd af vef Veđurstofunnar).

w-blogg110412c

Bakkinn myndađist upp úr ţurru nú síđdegis - sást ekki fyrr í dag. Engin venjuleg lćgđa- eđa skilakerfi voru á svćđinu, en mjög vön augu gátu trúlega merkt ađ eitthvađ vćri á seyđi. Viđ sjáum ađ ratsjársvörunin er mest á ţröngu belti frá suđaustri til norđvesturs og myndar einskonar krók á Faxaflóa. Sé röđ ratsjármynda skođuđ fćst sú tilfinning ađ kerfiđ sé á hreyfingu til norđvesturs.

Nćst er spákort frá evrópureiknimiđstöđinni sem gildir um hádegi á miđvikudag (11. apríl).

w-blogg110412a

Á kortinu eru jafnţrýstilínur dregnar međ 2 hPa-bili. Ţađ er ţéttara en algengast er á veđurkortum og lćgđin virđist ţví mun öflugri heldur en hún er í raun og veru. Í norđvesturjađrinum eru ţrýstilínurnar raunverulega ţéttar - ţar er spáđ stormi, 20 til 25 m/s vindi. Úrkoma er táknuđ međ grćnum og bláum litum. Í bláu blettunum er spáđ meir en 10 mm úrkomu á 6 klst. Ţetta nćgđi ábyggilega í allgóđa snjókomu á landi ţví hitinn í 850 hPa (blástrikađar línur) er ekki nema mínus sex stig. En kerfiđ er á leiđ vestur á bóginn ţegar hér er komiđ sögu og ađ mestu stytt upp á landi rćtist spáin.

En róum nú ađeins dýpra - ţeir sem vilja geta stokkiđ í land.

Veđur dagsins býđur upp á ađ hugtakiđ úrstreymi sé nefnt til sögunnar. Orđiđ er ţýđing á alţjóđaheitinu „divergence“ sem í almennum orđabókum er ţýtt sem „sundurleitni“. Í veđurfrćđi er ţetta hugtak einkum notađ um ţađ ađ loft streymi út úr ákveđnu rými. Vissulega leitar loft ţá „í sundur“ en ritstjóra hungurdiska finnst mun einfaldara er ađ tala um „úrstreymi“ lofts. Andstćđa ţess er „ístreymi“.

Ţar sem loftţrýstingur fellur er úrstreymi meira heldur en ístreymi. Ein ástćđa ţess ađ loft rís er sú ađ úrstreymi sé í efri loftlögum - ef loftţrýstingur á ekki ađ falla úr öllu valdi vaknar ístreymi í neđri lögum, lóđrétt hringrás verđur til og úrkoma myndast. Dragist loft ađ úr ólíkum áttum myndast gjarnan skilafletir - úr engu ađ ţví er virđist.

Kort sem sýna úr- og ístreymi eru mjög flókin og oftast illgreinanleg - jafnvel gerist ađ vanir menn fái hiksta viđ ađ líta dýrđina. En úrkomubakkinn gefur samt tilefni til ađ sýna lítinn hluta úr kortum af ţessu tagi. Dćmiđ á viđ sama tíma og kortiđ ađ ofan, á hádegi miđvikudaginn 11. apríl. Evrópureiknimiđstöđin hefur reiknađ - ţökk sé henni.

w-blogg110412b

Vinstri helmingur myndarinnar sýnir úrstreymi í 400 hPa fletinum, en hann er í um 7 km hćđ. Ţarna eru líka jafnhćđarlínur flatarins og sýna ţćr nokkuđ skarpt lćgđardrag skammt vestur af Íslandi. Rauđu skellurnar eru úrstreymiđ - ţar er ţví líklega uppstreymi undir. Rauđi liturinn er dekkstur vestur af Vestfjörđum

Hćgra megin á myndinni má sjá úrstreymi í 850 hPa-fletinum, í um 1400 metra hćđ. Jafnţrýstilínur viđ sjávarmál eru einnig dregnar á kortiđ (ţćr sömu og á efri mynd) og vindörvar sýna vindstefnu nćrri yfirborđi. Styrk má marka af lengd örvanna. Hér er blái liturinn meira áberandi - hann táknar ístreymi, ţar er vćntanlega uppstreymi fyrir ofan.

Úrkomubakkinn er orđinn til viđ samspil úrstreymis í efri lögum og ístreymis í ţeim neđri. Viđ sleppum ţví núna ađ minnast á ţađ hver ástćđa úrstreymisins í 400 hPa er ađ ţessu sinni.

Bakkakerfiđ á síđan ađ eyđast á ţann hátt ađ úrstreymiđ fer til austurs og deyr, ţar međ deyr ístreymiđ líka og lćgđin veslast upp - hringrásin helst ţó lifandi í einn til tvo daga í viđbót - hringhreyfingar deyja helst ekki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 60
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 1204
  • Frá upphafi: 2491904

Annađ

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1059
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband