Hlýjustu apríldagarnir

Þá er að líta á hlýjustu apríldagana á landinu í heild á tímabilinu 1949 til 2011. Reiknaður er meðalhiti allra mannaðra stöðva (á láglendi), meðalhámark og meðallágmark. Því næst er gerður listi yfir hlýjustu dagana í hverjum flokki. Ámóta pistlar hafa birst áður á þessum vettvangi fyrir flesta aðra almanaksmánuði - þó eru maí, júní og júlí enn eftir - og koma vonandi síðar. Fyrir nokkrum dögum litum við á köldustu dagana. Á kuldalistunum var yngsti dagurinn frá 1990 en nú ber öðru vísi við.

Fyrst er það meðalhiti sólarhringsins.

röðármándagurhæsti meðalhiti
1200341811,08
2200742910,76
3200742810,39
420074309,26
520034179,00
620034168,98
719844258,87
819744248,77
919844268,74
1020064288,60
1119724248,55
1220074278,54
132011498,49
1419764218,34
1519554178,28

Eins og við er að búast er meirihluti dagana úr síðari hluta mánaðarins - meðalhiti hækkar ört á þessum árstíma. Tuttugasta og fyrsta öldin á níu daga af fimmtán, þar af sex efstu. Það eru þó einkum tveir dagaklasar sem skera sig úr, 16. til 18. apríl 2003 og 27. til 30. apríl 2007. Einn dagur úr fyrri hluta mánaðarins er á blaði, 9. apríl í fyrra, 2011. Apríl 1984 á tvo daga en 1974 ekki nema einn. Maður hefði fyrirfram e.t.v. búist við fleiri fulltrúum þess afbragðsgóða mánaðar, langhlýjasta aprílmánaðar frá upphafi mælinga hér á landi. Elsti fulltrúinn á listanum er 17. apríl 1955. Um það leyti féllu skæðar skriður víða um land í leysingum.

Meðalhámarkið var hæst eftirtalda daga:

röðármándagurhæsta m.hámark
1200742915,04
2200742814,73
3200743014,61
4200341813,96
5200341912,82
6200542012,69
7200642812,63
8200341712,42
9196242812,17
10200341612,12

Hitabylgjan í lok apríl 2007 er öflug og hún á hæsta hámark mánaðarins, 23,0 stig sem mældust í Ásbyrgi þann 29. Aðeins einn dagur frá fyrri öld er á listanum, 28. apríl 1962 - hver mann þann dag nú? Ritstjórinn ætti að muna hann vel, en gerir það samt ekki. Greinilega hið versta mál.

Að lokum hæsta meðallágmarkið - hlýjasta nóttin vilji menn skýrara orðalag.

röðármándagurhæsta m. lágmark
120034187,46
219744247,22
320074287,18
419844266,86
520034176,78
620074306,42
719804306,32
82011496,29
919744206,11
1020074296,09

Hér á apríl 1974 tvo fulltrúa, þann 20. og þann 24. Hitabylgjurnar 2003 og 2007 eru enn áberandi en enginn dagur er hér eldri en 1974.

Af eldri dögum líklegum til afreka má helst nefna 29. apríl 1942 en fáein aprílhitamet þess dags standa enn, m.a. hæsti hiti aprílmánaðar í Reykjavík, 15,2 stig. Þetta er lægri tala en tilfinning segir að ætti að vera hæsti Reykjavíkurhitinn, það væru frekar 16 til 17 stig. Kannski kemur að því að þetta met falli með braki þegar loksins kemur að því.

Þessi sami dagur átti lengi hæsta aprílhitann á landinu, 19,9 stig en þau mældust á Lambavatni á Rauðasandi. Þetta met hlaut þó aldrei almenna viðurkenningu. Ein hærri eldri tala fannst við lúsaleit fyrir nokkrum árum, 21,4 stig sem mældust á Seyðisfirði þann 16. apríl 1908. Einnig mætti setja út á trúverðugleika þeirrar mælingar - en við látum það vera að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 2343266

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband