Hve oft hefur apríl verið kaldasti mánuður ársins?

Oftast er það einhver vetrarmánaðanna, desember til mars, sem er kaldasti mánuður ársins á landinu. Í lista hungurdiska um meðalhita allra mánaða frá og með 1823 til og með 2011 eru 189 ár. Á þessu árabili hefur janúar verið kaldastur 52 sinnum (28%), febrúar 51 sinnum (27%), mars 44 sinnum (23%) og desember 30 sinnum (16%). Þá eru 12 tilvik (6%) eftir handa öðrum mánuðum.

Þeir eru reyndar aðeins tveir, nóvember og apríl. Þar af á nóvember 9 tilvik en apríl ekki nema 3 af 189. Hungurdiskar hafa reyndar minnst á þetta óeðli aprílmánaðar áður og var þá fjallað um Reykjavík eingöngu. En nú hefur samsvarandi listi verið gerður fyrir landið í heild. Hvaða aprílmánuðir skyldu þetta vera?

Fremstur í flokki er apríl 1876, þá var talið áfreðasamt nyrðra en þurrkar voru til ama sunnanlands. Kannski hefur verið þolanlegt sunnan undir vegg á Suðvesturlandi í norðanátt og sólskini. Það gerðist ekki aftur fyrr en 1922 að apríl var kaldasti mánuður ársins. Sá mánuður fékk allgóða dóma. En mjög lítill munur var á fjórum fyrstu mánuðum ársins hvað hita snerti. Næstur í röðinni er apríl 1953. Þá var mjög leiðinleg tíð með hríðarveðrum og gróður sem lifnaði á góu þennan vetur sölnaði aftur.

Síðan hefur apríl aldrei verið kaldasti mánuður ársins. Slík upplifun er ekkert sérstaklega eftirsóknarverð - eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Trausti og þökk fyrir góða pistla.

Hvar er apríl 1963 í röðinni með sitt hrikalega páskahret?

Þorvaldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 12:51

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka þér fyrir Þorvaldur. Apríl 1963 var mjög skiptur mánuður. Fyrsta vikan var óvenju hlý og einnig varð allhlýtt í nokkra daga síðar í mánuðinum. Metkuldi í nokkra daga dró hann ekki nægilega niður til þess að hann yrði kaldastur. Nóvember varð kaldasti mánuður ársins 1963 - hann er samt í huga manna eftirminnilegastur fyrir upphaf Surtseyjargossins og morðið á Kennedy bandaríkjaforseta.

Trausti Jónsson, 5.4.2012 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 81
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 2491925

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1078
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband