Átök vors og veturs

Eftir hlýindin í dag (mánudaginn 26. mars) er gott ađ huga ađ norđurhvelsstöđunni. Mikill rembingur verđur í háloftum yfir Íslandi nćstu daga og takast hlýja vorloftiđ sem reynir ađ helga sér land og veturinn sjálfur í bćli sínu norđurundan fast á.

w-blogg270312a

Trúlega ţurfa flestir ađ stara smástund á kortiđ til ađ átta sig. Ísland er neđan viđ miđja mynd sem annars nćr yfir stóran hluta norđurhvels norđan 30. breiddarstigs. Alaska er undir hvíta L-inu sem efst er og heldur vinstra megin á kortinu. Kanaríeyjar og Afríkuströnd eru neđst á myndinni.

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar og heildregnar en litafletir sýna ţykktina. Ţví ţéttari sem jafnhćđarlínurnar eru, ţví meiri er vindurinn en hann blćs samsíđa hćđarlínum. Spáin gildir á hádegi miđvikudaginn 28. mars.

Gríđarleg hćđ sunnan Íslands sker sig mjög úr á kortinu. Ţar reynir voriđ ađ negla sig niđur. Ţađ gengur auđvitađ ekki til lengdar - en er á međan er. Innsta jafnhćđarlínan sýnir 5760 metra - langt yfir međallagi. Meginkuldapollur norđurhvels (Stóri-Boli) er í eđlilegri stöđu yfir kanadísku heimskautaeyjunum, innsta jafnhćđarlína hans er 4920 metrar - svipađ og algengt er á ţessum árstíma. Hann ţrjóskast eitthvađ viđ áfram en lćtur illa ţegar hlýja loftiđ klórar honum á kviđnum eins og nú er.

Mikill vindstrengur er á milli hćđar og lćgđar í námunda viđ Ísland, hann sést líka á ţykktarsviđinu (litirnir). Á ţessum árstíma er međalţykktin yfir Íslandi í kringum 5300 metrar, hér er hún 100 metrum hćrri. Á miđvikudaginn verđur ţví enn hlýtt yfir landinu. Viđ sjáum líka ađ greinileg hćđarbeygja er á jafnhćđarlinum. Erfitt er fyrir kalda loftiđ ađ ná taki á henni ţannig ađ hún snúist yfir í lćgđarbeygju. Norđvestanlćgđarbeygjur eru afskaplega leiđinlegar á öllum tímum árs en ekki síst á vorin ţví ţeim fylgja norđanáhlaup og hret.

Spár undanfarna daga hafa gefiđ til kynna ađ kalda loftiđ kćmist yfir okkur fyrir eđa um helgina og hćđin hrykki undan. En ţegar ţetta er skrifađ (á mánudagskvöldi) eru ţćr ekki jafnvissar um ţađ og áđur. Evrópureiknimiđstöđin lćtur grunna lćgđarbeygju fara hér hjá á ađfaranótt föstudags. Ţá er hugsanlegt ađ köld sletta komi úr norđri inn yfir landiđ, en nái ekki taki og hćđarbeygjan taki aftur viđ. Lćgđardragiđ á síđan ađ renna suđur til Danmerkur og valda ţar skammvinnu kuldakasti um helgina.

Ţegar vindátt í háloftunum er jafn vestlćg og kortiđ sýnir ţarf mjög lítiđ til ađ kalt loft ađ norđan fleygist undir ţađ hlýja ţannig ađ hitaspár út frá ţykktinni einni gefa hćrri hita viđ sjávarmál heldur en síđan verđur. Á ađfaranótt fimmtudags (29. mars) á 5500 metra jafnţykktarlínan ađ strjúka suđurströndina. Ţessarar óvenjulegu ţykktar gćtir varla í hitanum á jörđu niđri - en metasinnar geta svosem vonađ. Ţá er helst ađ einblína á stađi eins og Kvísker í Örćfum, vindur verđur varla nćgilega norđvestanstćđur til ţess ađ Eyjafjöllin skjóti inn háum tölum ađ ţessu sinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 243
 • Sl. sólarhring: 439
 • Sl. viku: 2007
 • Frá upphafi: 2349520

Annađ

 • Innlit í dag: 224
 • Innlit sl. viku: 1816
 • Gestir í dag: 220
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband