Afbrigđilegir marsmánuđir 2 - austan og vestanáttir

Í hávađasamri umfjöllun um hita og litla ljóta bletti má ekki gleyma hinum fasta liđ um afbrigđilega mánuđi. Viđ höfum ţegar kannađ mestu sunnan- og norđanáttarmarsmánuđina og er ţví komiđ ađ austan- og vestanáttum. Viđ notum sömu flokkunarhćtti og áđur.

1. Mismunur á loftţrýstingi sunnanlands og norđan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1878. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri norđanlands heldur en syđra séu austlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi austanáttin veriđ. Reyndar er ţađ svo ađ austlćgar áttir eru mun algengari á Íslandi heldur en vestanáttin og af ţeim 133 marsmánuđum sem hér eru undir var ţrýstingur hćrri sunnanlands í ađeins 13 tilvikum.

Mestu austanáttarmánuđirnir eru flestir gamlir, sá yngsti er í fjórđa sćti, mars 1981. Mest var austanáttin í mars 1897. Ţađ ţótti fremur hagstćđur mánuđur - en ekki laus viđ hin stöđugu vertíđarsjóslys fyrri ára. Mánuđurinn í öđru sćti er hinn frćgi mars 1881 - kaldasti mánuđur hitamćlingasögunnar hér á landi. Í ţriđja sćti er mars 1903. Ţessir mánuđir eiga fátt sameiginlegt nema austanáttina ţrálátu.

Vestanáttin var mest í mars 1925, ţá var rysjótt tíđ en samt ekki talin mjög óhagstćđ. Mars 1910 er í öđru sćti sömuleiđis međ umhleypinga en mars 1929 er í ţriđja sćti. Hann er álíka frćgur fyrir hlýindi og mars 1881 er fyrir kulda.

2. Styrkur austanáttarinnar eins og hann kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ađeins aftur til 1949.

Á ţessum lista er austanáttin mest 1981 eins og fjórđa sćti hér ađ ofan gaf sterklega til kynna, en mars 1978 er í öđru sćti. Í mars 1981 var tíđ óhagstćđ og frekar snjóţung. Samgöngur voru erfiđar og talsvert tjón varđ í illviđri ţann 26.

Vestanáttin var mest í mars í fyrra, 2011. Tíđarfar var umhleypingasamt eins og einhverjir muna ennţá - alla vega menn í Árneshreppi á Ströndum. Í nćstu sćtum eru mars 1961 og 1973, í báđum ţeim tilvikum var tíđ talin góđ eystra en óhagstćđ í hafáttinni á Vesturlandi.

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđaustan-, austan og suđaustanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala austlćgra átta. Ţessi röđ nćr aftur til 1874.

Ađ ţessu máli telst mars 1963 mestur austanáttamánađa - fádćma góđur mánuđur á Vesturlandi. Mig minnir ađ flestar veđurfréttir hafi byrjađ nokkurn veginn svona: Víđáttumikiđ og hćgfara lágţrýstisvćđi langt suđur í hafi. Ţetta var ekkert sérlega spennandi fyrir upprennandi veđurnörd, lćst leiđindi eiginlega - en í baksýnisspeglinum er ekkert ađ sjá nema vorveđurblíđu - nema eina hráslagalega slyddunótt. Mars 1897 (áđur nefndur) er í öđru sćti og síđan koma mars 1978 og 1981 sem einnig hafa veriđ nefndir.

Mesti vestanáttarmars ţessarar ađferđar er 1961 og síđan koma 1929 og 1973. Allir hafa áđur veriđ nefndir.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ.

Endurgreiningin segir austanáttina hafa veriđ mesta 1897 (eins og fyrsta ađferđ hér ađ ofan) en nćstmesta 1981. Vestanáttin er mest 1948 og nćstmest 1949. Endurgreiningin nćr ekki nćr okkur í tíma en 2008 en bćti mađur viđ međ greiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar fćr 2011 toppsćtiđ. Mars 1929 er í fjórđa sćti.

5. Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Mars 1897 er enn mestur austanáttarmarsmánađa og 1963 í öđru sćti. Ţađ vekur athygli ađ austanátt er ríkjandi í ađeins fjórum marsmánuđum. Vestanátt er ríkjandi í háloftunum yfir Íslandi í mars ţótt austanátt ríki niđri.

Háloftavestanáttin var mest 1961 í endurgreiningunni - en međ framlengingu evrópureiknimiđstöđavarinnar lendir mars 2011 enn á toppnum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 71
  • Sl. sólarhring: 327
  • Sl. viku: 2838
  • Frá upphafi: 2427390

Annađ

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2541
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband