17.3.2012 | 01:29
Af afbrigðilegum marsmánuðum 1
Við lítum á fastan lið um afbrigðilega mánuði og er komið að mars. Hverjir eru mestu norðan- og sunnanáttamánuðir sem við vitum um? Til að ákveða það notum við sömu fimm flokkunarhætti og hungurdiskar hafa notað áður.
1. Mismunur á loftþrýstingi austanlands og vestan. Þessi röð nær sem stendur aftur til 1873. Gengið er út frá því að sé þrýstingur hærri vestanlands heldur en eystra séu norðlægar áttir ríkjandi. Líklegt er að því meiri sem munurinn er, því þrálátari hafi norðanáttin verið.
Mesti norðanáttarmars að þessu máli var 1891. Þá var mjög kalt, á landinu í heild er hann sá næstkaldasti eftir 1870 en samt talsvert hlýrri heldur en mars 1881. En það er mars 1930 sem er næstmestur norðanáttarmánaða. Í þriðja sæti er mars 1916 og mars 1962 í því fjórða. Einhverjir muna væntanlega mars 1930 og eldri veðurnörd muna vel mars 1962 - hann var afspyrnuþurr um landið sunnan- og vestanvert. Í Reykjavík féllu ekki nema 2,3 mm allan mánuðinn, mestallt á einum degi, rykið var afskaplegt.
Samkvæmt þessu tali er 1923 mesti sunnanáttarmars allra tíma enda er mánuðurinn sá þriðji hlýjasti á landinu í heild eftir 1870. Hann þótti út úr korti á sínum tíma, jafnvel talinn einstakur. En aðeins 6 árum síðar kom enn hlýrri mars, 1929. Þá féll sá fyrrnefndi óverðskuldað í hálfgerða gleymsku. Freistandi væri að segja að hlýindaskeiðið mikla hafi hafist með þessum mánuði en leit að upphafi þess stendur enn yfir. Það er hinn gríðarlega illviðrasami mars 1976 sem er í öðru sæti sunnanáttarmánaða og síðan mars 1880.
2. Styrkur norðanáttarinnar eins og hann kemur fram þegar reiknuð er meðalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuðum) veðurstöðvum. Þessi röð nær aðeins aftur til 1949.
Samkvæmt þessu máli var norðanáttin mest í mars 1999 og síðan kemur 1981. Mars 1962 er í fjórða sæti. Sunnanáttin var hins vegar mest í mars 1974 - þá var ég erlendis, innlend nörd minnast hans væntanlega með virðingu í huga.
3. Gerðar hafa verið vindáttartalningar fyrir þær veðurstöðvar sem lengst hafa athugað samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuðvindáttir og prósentur reiknaðar. Síðan er tíðni norðvestan, norðan, og norðaustanáttar lögð saman. Þá fæst heildartala norðlægra átta. Þessi röð nær aftur til 1874.
Hér nær mars 1962 fyrsta sætinu með sínu ryki og þurrki, éljagangur var norðaustanlands en úrkoma þó ekkert sérlega mikil. Mars 1999 er í öðru sæti og 1930 í því þriðja. Mest var sunnanáttin að þessu máli 1964 og 1929 er skammt þar fyrir neðan. Þetta eru tveir langhlýjustu marsmánuðirnir á landsvísu, 1929 nokkru hlýrri þó. Hlýjasti kaflinn 1964 hitti ekki alveg jafnvel í mánuðinn því eftirminnilegustu hlýindin stóðu frá því um 10. febrúar og fram yfir 20. mars.
4. Fjórði mælikvarðinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nær hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verðum við þó að taka niðurstöðum greiningarinnar með varúð.
Hér er mars 1891 með mestu norðanáttina - rétt eins og í fyrstu flokkun hér að ofan. Vel af sér vikið. Reyndar deilir hann sætinu með 1999 (einnig áður nefndur) og 1951 en síðarnefndi mánuðurinn er enn frægur fyrir óheyrileg snjóþyngsli um landið norðan- og austanvert. Svellalög voru syðra.
Sunnanáttin er mest í endurgreiningunni í mars 1923 og þar á eftir kemur 1974, báðir nefndir áður.
5. Fimmti kvarðinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvað hér er reiknað í 500 hPa-fletinum. Hér er mars 1891 enn í toppsætinu og í mars 1916 var norðanáttin næstmest. Sunnanáttin var hins vegar mest 1948 (munum hitametahrinuna í lok mánaðarins) og mars 1923 er í öðru sæti.
Lýkur nú þessari þurru tölu - sem trúlega rennur ljúflega niður hjá nördunum en aðrir bryðja rykið og koma sér yfir á einhverja aðra vefsíðu (eru auðvitað löngu búnir að því þegar hér er komið sögu).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 81
- Sl. sólarhring: 357
- Sl. viku: 1613
- Frá upphafi: 2457168
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 1476
- Gestir í dag: 68
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Spurning hvað veðurnördin gera. En ég bar þetta saman við mína veðurdagbók en mars á ég skráðann frá árinu 1987. Þar er mars 1999 skráður sem eindreginn norðanáttamánuður í Reykjavík með flesta sólardaga skráðra marsmánuða auk þess sem hann er sá hægviðrasamasti og þurrasti. Einkunnakerfið gat því ekki annað en gefið honum hæstu einkunn allra marsmánaða. Mars 1962 upplifði ég ekki en hann virðist af lýsingunni hafa verið ennþá eindregnari.
Af sunnanáttum eru marsmánuðir árin 2003 og 2004 efstir á blaði hjá mér.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2012 kl. 18:40
Emil: Sólskinsstundir í Reykjavík voru enn fleiri 1962 heldur en 1999. Þá var loftþrýstingur líka með eindæmum hár. Innan um alla björtu daganna var einn með þoku í vestanhægviðri, mikill léttir í öllum þurrkinum. En allar flokkanir eru að ég held sammála um að mars 1999 sé mesti norðanáttarmarsmánuður á þeim 25 árum sem athuganir þínar ná yfir. Það eykur á trúverðugleika gamalla athugana þótt þær séu einfaldar. Á tíma Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík (1820 til 1854) var mars 1837 mesti norðanáttamánuðurinn. Við skulum trúa því. Hann var þó líkari mars 1962 heldur en 1999, loftþrýstingur var óvenjuhár og kalt var í veðri.
Trausti Jónsson, 18.3.2012 kl. 01:02
Er mars 1979 ekki í nánd við toppinn yfir norðanáttarmánuði - e.t.v. rétt neðan við þá mánuði sem hér hafa verið nefndir? Þá var hitinn (eða öllu heldur kuldinn) í meira lagi afbrigðilegur og norðanátt lang algengust skv. Veðráttunni.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 01:22
Jú, Björn, mars 1979 er í níunda sæti samkvæmt fyrstu röðun í pistlinum og jafnvel enn ofar í öðrum röðunum. En keppnin er hörð á toppnum.
Trausti Jónsson, 19.3.2012 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.