16.3.2012 | 00:24
Kuldapollur við Norðaustur-Grænland
Nú fer gengur snarpur kuldapollur frá Norðaustur-Grænlandi til austsuðausturs fyrir norðan land. Hans mun lítið gæta hér á landi en við lítum samt á fyrirbrigðið á tveimur spákortum frá evrópureiknimiðstöðinni. Það fyrra gildir á miðnætti á föstudagskvöld (16. mars) en það síðara 24 stundum síðar, á laugardagskvöld.
Á kortinu er Ísland neðarlega fyrir miðju, Grænland teygir sig yfir mestallan vesturhluta kortsins og við brúnina til hægri sést í strönd Noregs. Það er eftirtektarvert að stór hluti þessa svæðis sést nær aldrei á sjónvarpskortum - jafnvel þótt sitthvað athyglisvert berist hingað að norðan.
Heildregnu (daufu) gráleitu línurnar sýna þrýsting við sjávarmál. Við sjáum grunna lægð við norðurströnd Íslands, 997 hPa í lægðarmiðju, öflugri lægð er utan við Mæri í Noregi. Sú þriðja er milli Noregs og Svalbarða og sú fjórða vestan Grænlands. Hæð er hér sett yfir Grænlandi - en ekki er víst að hún sé raunveruleg.
Lituðu svæðin sýna hæð 500 hPa-flatarins. Mörkin á grænu og bláu eru við 5280 metrana - en það er ekki fjarri meðalhæð á þessum árstíma hér á landi. Á fjólubláa svæðinu er hæðin innan við 4920 metra. Þar er miðja kuldapollsins sem myndar lokaða háloftalægð, rétt eins og bogfimiskotskífa.
Það er 1008 hPa jafnþrýstilínan sem gengur þvert í gegnum miðju pollsins - 8 hPa jafngilda rúmum 60 metrum. Þegar við vitum það getum við auðveldlega reiknað þykktina í miðju kuldapollsins án þess að horfa á þykktarkort. Ælti hæð 500 hPa í miðjunni sé ekki við 4900 metra, við drögum 60 metra frá því og fáum út þykktina 4840 metra. Það er ískyggilega lágt, aðeins 100 metrum meira en ísaldarþykktin sem hungurdiskar nefna svo.
Um leið (og þá alveg um leið) og kuldinn kemur út yfir auðan sjó byrjar að sjóða í pollinum og þykktin hækkar óðfluga. Spáin segir að þykktaraukningin verði 30 metrar á hverjum 6 klukkustundum. Það eru um 120 metrar á sólarhring, sem samsvarar nokkurn veginn 6 stiga hlýnun. Reiknilíkanið gerir ráð fyrir því að 20 stiga hitamunur sé á sjávaryfirborði og hita í 600 metra hæð rétt utan við ísröndina. Úr þessu verður mikill lofthrærigrautur.
En berum nú saman hringrás kuldapollsins (vindur fylgir jafnhæðarlínum) og þrýstikerfa við sjávarmál. Á kortinu virðist sem sjávarmálskerfin hafi hreinlega ekki frétt af ástandinu í 5 km hæð - þetta minnir á það sem hungurdiskar hafa kallað þverskorna kuldapolla. Reyndar er þetta vægt dæmi um slíkt.
Við megum taka eftir því að efri hringrásin er við það að grípa lægðina við Norðurland, ofan við hana er komin suðvestanátt. Enda mun hún flækjast í netinu. Kortið að neðan gildir sólarhring síðar, en táknmálið er það sama.
Nú ber svo við að lægðin er komin inn undir miðju pollsins og er orðin 971 hPa í miðju. Hefur dýpkað um 26 hPa á einum sólarhring og sé að marka spána er vindur í kringum hana meiri en 25 m/s og hviður í 40 m/s. Auk þess er blindhríð í skýjasveip sem hringar sig um lægðarmiðjuna.
Kuldapollurinn er það stór að tölvuspár ná því að spá fyrir um hreyfingar hans tvo daga fram í tímann. Ótrúlegt er að þær nái þróun lægðarinnar litlu nákvæmlega - og hún verði í raun einmitt svona. Séu nokkrar tölvuspár bornar saman kemur í ljós að sögurnar sem þær segja eru ekki nákvæmlega eins. Bæði gfs-spáin ameríska og kanadíska spáin láta lægðina ekki dýpka eins mikið og reiknimiðstöðin gerir auk þess verði hún aðeins austar en sýnt var að ofan. Hirlam-spáin fer með lægðina austar en kortin en þar er farið niður í 967 hPa í miðju lægðarinnar, ótrúlegt!
Við bíðum auðvitað spennt eftir því hvað gerist. Það er 5060 metra jafnþykktarlínan sem á að sleikja Norðausturland síðdegis á laugardag. Það er varla að það dugi í -20 stiga frost í innsveitum - fer auðvitað eftir skýjafari líka.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 7
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 1613
- Frá upphafi: 2457362
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1457
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.