Hæsti loftþrýstingur í mars

Fyrir nokkrum dögum gekk óvenju djúp lægð yfir landið og fór loftþrýstingur þá niður fyrir 950 hPa en það hafði aðeins gerst fjórum sinnum áður svo vitað sé. Um það var fjallað í pistli þann 7. mars. Fyrst búið var að nefna lægsta marsþrýstinginn er rétt að nefna þann hæsta líka.

Loftþrýstingur hefur aðeins einu sinni mælst meiri en 1050 hPa, svo vitað sé, í mars hér á landi. Það var 6. mars 1883. Vestmannaeyjar náðu metinu sjálfu, 1051,7 hPa, en þrýstingur fór í eða yfir 1050 á öðrum stöðvum sem mældu á landinu þennan dag. Það er gaman að segja frá því að ameríska endurgreiningin hittir mjög vel á þennan atburð. Sjávarmálsþrýstingur greiningarinnar fór í 1052,4 hPa í nágrenni við landið á miðnætti aðfaranótt þess 6.

Veturinn 1882 til 1883 var almennt talinn góður og fékk einna best eftirmæli allra vetra á 9. áratug 19. aldar. Ekki er þó víst að hann hefði verið talinn sérlega hagstæður nú á tímum kröfuharðra veðurnotenda. En páskahretið skilaði sér ásamt nær árvissum stórslysum á sjó.

Næsthæsti marsþrýstingurinn mældist á Galtarvita þann fyrsta árið 1962, 1048,5 hPa. Þetta háþrýstisvæði var reyndar farið að minnka þegar hér var komið sögu en þann 26. febrúar hafði þrýstingurinn farið í 1051,7 hPa á Akureyri og jafnhátt á Dalatanga þann 25.

Í þriðja sæti á marslistanum er svo 1048,1 hPa sem mældust í Stykkishólmi þann 10. árið 1887.

Nördin eru sérstaklega upplýst um það að lægsti mánaðarháþrýstingur marsmánaðar er 1010,8 hPa sem mældust á Galtarvita þann fyrsta hinn fræga og illskeytta vetur 1989.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1050
  • Sl. sólarhring: 1113
  • Sl. viku: 3440
  • Frá upphafi: 2426472

Annað

  • Innlit í dag: 937
  • Innlit sl. viku: 3093
  • Gestir í dag: 909
  • IP-tölur í dag: 842

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband