12.3.2012 | 01:19
Hæðarbratti - þykktarbratti
Þessi pistill kann að vera í erfiðara lagi fyrir flesta lesendur. Er beðist velvirðingar á því - vonandi verða þeir næstu léttari.
Í dag (sunnudag 11. mars) er mikil háloftavindröst yfir landinu (sjá blogg Einars Sveinbjörnssonar þar um). Hún var svipuð í gær og þessa tvo daga var lengi vel mjög hvass vindur víða á landinu en er þegar þetta er skrifað (um miðnæturbil) er farið að lægja. Stundum fer saman mikill vindur í háloftunum og stormur nærri jörð - en stundum verður varla vart við háloftavindana þótt þeir blási sem aldrei fyrr. Við jörð er vindur þá hægur.
Hér skiptir öllu máli hvernig þykktarbratta er háttað undir röstinni. Já, hungurdiskar hafa bent á þetta áður - en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Lítum nú á greiningarkort frá evrópureiknimiðstöðinni í dag (sunnudag) kl. 12. Málefnisins vegna er hér aðeins sýndur hluti af stærra korti. Það kann að hafa komið aðeins niður á upplausninni.
Eins og venjulega eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar og svartar, en jafnþykktarlínur eru rauðar og strikaðar. Allar tölur eru í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Bleikgráu svæðin (ef eitthvað er til sem heitir bleikgrár litur) sýna iðuna í fletinum - en við látum hana alveg liggja á milli hluta.
Flöturinn er mjög brattur, það er 5760 metra jafnhæðarlínan sem liggur yfir Suðureyjar við Skotland (fremur óvenjulegt á þessum árstíma svo norðarlega), en sú lægsta sýnir 4980 metra (yfir Grænlandi). Munurinn er 780 metrar og nægir í að búa til 75 m/s í 500 hPa þar sem línurnar eru hvað þéttastar yfir Íslandi norðvestanverðu.
Þykktarbrattinn er líka mikill, 5460 metra jafnþykktarlínan liggur við Færeyjar og þykktin er yfir 5500 metrum yfir Bretlandi. Það er 5040 metra jafnþykktarlínan sem sker 4980 metra jafnhæðarlínuna yfir austurströnd Grænlands. Þykktarsviðið hallast sum sé um (5500-5040=) 460 metra.
Hæðarsviðið hallast því meira heldur en þykktarsviðið og það er einmitt það sem fræðsla dagsins bendir á. Við lítum því nánar á sviðin tvö yfir Íslandi. Til að gera það hafa tveir punktar verið lauslega merktir á kortið með bókstöfunum X og Y. Svo þægilega vill til að við X-ið eru bæði hæð og þykkt merkt sömu tölu, 5160 metrum, mismunurinn er núll. Við Y-ið er hæðin orðin meiri heldur en þykktin, við reiknum muninn út; hæðin er 5460 metrar en þykktin 5340 metrar, munurinn er 120 metrar. [Hér verður líklega að benda á það að mikil sveigja er á 5340 metra jafnþykktarlínunni í námunda við Vatnajökul.] Við getum líka tekið eftir því að 5 jafnhæðarlínur eru á móti 3 jafnþykktarlínum á bilinu milli punktanna.
Hæðarsviðið hækkar 120 metrum meira heldur en þykktin á milli bókstafapunktanna. Og hvað þýðir það? Við rifjum upp að þykktin er skilgreind svo: Hæð 500 hPa mínus hæð 1000 hPa = þykkt. Það munar því 120 metrum á hæð 1000 hPa-flatarins í X og Y.
Lítum á annað kort - mun kunnuglegra. Venjulegt þrýstikort af Íslandi þar sem jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar.
Kortið gildir á hádegi, sama tíma og efra kortið. Punktarnir X og Y eru settir nokkurn veginn þar sem þeir eru á hinu kortinu (sennilega eru réttir staðir alveg í jaðri kortsins). Nú má telja jafnþrýstilínur á milli punktanna. Þær eru 15 (sé linan undir X-inu talin með). Þrýstisviðið hallast um 15 hPa á þessu bili. Nú fellur þrýstingur um það bil um 1 hPa á hverja 8 metra lóðrétt, 15 hPa jafngilda því 120 metrum.
Þetta eru auðvitað sömu 120 metrarnir á báðum kortunum. Nú ættu lesendur að sjá að hefðu jafnþykktarlínurnar verið jafnþéttar og jafnhæðarlínurnar væri enginn munur á sjávarmálsþrýstingi á milli punktanna X og Y. Háloftaröstin hefði farið alveg framhjá öllum nema æstustu veðurnördum og fáeinum flugmönnum. Hefði hins vegar engin jafnþykktarlína legið á milli punktanna hefði háloftaröstin náð til jarðar. Þá hefði þrýstimunurinn verið 300 metrar - það eru víst 38 þrýstilínur. Ekki skemmtilegt veður það.
Svo vill til að jafnþykktarlínur eru oftast nokkuð þéttar undir háloftaröstum og létta því á áhrifum rastanna við jörð - en ekki þarf brattinn að vera mjög misjafn til að illa fari. Í framhaldi af þessu geta komið fleiri spurningar. Þær mest knýjandi er auðvitað þessar: Hvað gerist ef það eru jafnþykktarlínurnar sem eru þéttari heldur en jafnhæðarlínurnar? Hvað ef þær liggja alls ekki samsíða?
Svörin hafa reyndar birst á hungurdiskum áður - en við bíðum raunverulegra dæma til frekari umfjöllunar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1072
- Sl. sólarhring: 1106
- Sl. viku: 3462
- Frá upphafi: 2426494
Annað
- Innlit í dag: 959
- Innlit sl. viku: 3115
- Gestir í dag: 928
- IP-tölur í dag: 860
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér þykir ritstjóri Hungurdiska ansi brattur í dag!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.3.2012 kl. 19:09
Brattur, brattari, brattastur í brekku
Trausti Jónsson, 14.3.2012 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.