Sjávar- og jarđvegshiti međ augum reiknimiđstöđvarinnar

Til ađ nákvćm líkön af lofthjúpnum lendi ekki út í vitleysu er mikilvćgt ađ ţau viti af hita yfirborđs lands og sjávar. Hér verđur ekki fjallađ um ţađ hvernig ţessara upplýsinga er nú aflađ né heldur hvernig samskiptum lofts og sjávar er háttađ í veđurspálíkönum. Viđ skulum samt leyfa okkur ađ kíkja á hitaupplýsingar sem evrópureiknimiđstöđin notar í dag (í bókstaflegri merkingu - ţriđjudag 21. febrúar 2012). Trúlega eru sjávarhitaupplýsingarnar ekki alveg réttar og viđ vitum ađ jarđvegshitaupplýsingarnar á kortinu geta varla veriđ réttar. Vonandi er ţetta ţó ekki mjög fjarri lagi.

w-blogg220212a

Litakvarđinn sýnir yfirborđshita lands og sjávar eins og hann er notađur í líkaninu kl. 18 ţriđjudagskvöldiđ 21. febrúar. Líkanjarđvegshiti á Íslandi er um eđa rétt neđan viđ frostmark. Ţađ er ekki mjög ólíklegt, - í hláku ađ vetrarlagi er jarđvegshiti gjarnan í kringum núlliđ hér á landi. Líkaniđ veit hins vegar lítiđ um snjóalög, raka eđa raunverulegan jarđvegshita hér á landi. Vonandi er ađ eitthvađ verđi bćtt úr ţeim upplýsingaskorti á nćstu árum.

Af kortinu getum viđ ráđiđ í ţađ hvar hafísbrún er í líkaninu. Frostmark sjávar er í kringum mínus 2 stig. Ţar sem hiti er lćgri en ţađ er örugglega hafís í líkaninu og ţannig er ástandiđ međfram austurströnd Grćnlands. Ekkert er ljóst međ hafís ţar sem hiti er á bilinu 0 til mínus 2 stig en ţannig er ţví variđ á stóru svćđi norđaustur af landinu. Ţar gćtu vaxtarskilyrđi hafíss veriđ tiltölulega góđ - en hafa ber í huga ađ kortiđ segir ekkert um seltu eđa lagskiptingu sjávar. Hugsanlegt er ţó ađ líkaniđ ţykist eitthvađ vita um ţá ţćtti, rétt eins og ţađ ţykist ţekkja jarđvegshita á Íslandi - ţótt ţađ hafi engar handfastar upplýsingar um hann.

Viđ sjáum vel á kortinu hvernig sjór er hlýrri fyrir vestan land heldur en fyrir austan og hvernig tiltölulega hlýr sjór teygir sig norđur međ Vestfjörđum og í stefnu austur međ Norđurlandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (5.8.): 28
 • Sl. sólarhring: 175
 • Sl. viku: 1801
 • Frá upphafi: 1950699

Annađ

 • Innlit í dag: 26
 • Innlit sl. viku: 1557
 • Gestir í dag: 26
 • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband