Sjávar- og jarðvegshiti með augum reiknimiðstöðvarinnar

Til að nákvæm líkön af lofthjúpnum lendi ekki út í vitleysu er mikilvægt að þau viti af hita yfirborðs lands og sjávar. Hér verður ekki fjallað um það hvernig þessara upplýsinga er nú aflað né heldur hvernig samskiptum lofts og sjávar er háttað í veðurspálíkönum. Við skulum samt leyfa okkur að kíkja á hitaupplýsingar sem evrópureiknimiðstöðin notar í dag (í bókstaflegri merkingu - þriðjudag 21. febrúar 2012). Trúlega eru sjávarhitaupplýsingarnar ekki alveg réttar og við vitum að jarðvegshitaupplýsingarnar á kortinu geta varla verið réttar. Vonandi er þetta þó ekki mjög fjarri lagi.

w-blogg220212a

Litakvarðinn sýnir yfirborðshita lands og sjávar eins og hann er notaður í líkaninu kl. 18 þriðjudagskvöldið 21. febrúar. Líkanjarðvegshiti á Íslandi er um eða rétt neðan við frostmark. Það er ekki mjög ólíklegt, - í hláku að vetrarlagi er jarðvegshiti gjarnan í kringum núllið hér á landi. Líkanið veit hins vegar lítið um snjóalög, raka eða raunverulegan jarðvegshita hér á landi. Vonandi er að eitthvað verði bætt úr þeim upplýsingaskorti á næstu árum.

Af kortinu getum við ráðið í það hvar hafísbrún er í líkaninu. Frostmark sjávar er í kringum mínus 2 stig. Þar sem hiti er lægri en það er örugglega hafís í líkaninu og þannig er ástandið meðfram austurströnd Grænlands. Ekkert er ljóst með hafís þar sem hiti er á bilinu 0 til mínus 2 stig en þannig er því varið á stóru svæði norðaustur af landinu. Þar gætu vaxtarskilyrði hafíss verið tiltölulega góð - en hafa ber í huga að kortið segir ekkert um seltu eða lagskiptingu sjávar. Hugsanlegt er þó að líkanið þykist eitthvað vita um þá þætti, rétt eins og það þykist þekkja jarðvegshita á Íslandi - þótt það hafi engar handfastar upplýsingar um hann.

Við sjáum vel á kortinu hvernig sjór er hlýrri fyrir vestan land heldur en fyrir austan og hvernig tiltölulega hlýr sjór teygir sig norður með Vestfjörðum og í stefnu austur með Norðurlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband