Köldustu febrúardagarnir

Við lítum nú á köldustu febrúardaga á landinu frá og með árinu 1949. Þar reynist febrúar 1969 vera áberandi. Gríðarleg kuldaköst veturinn 1968 til 1969, þá var mikill hafís við land. Sé reynt að líta á landið í heild var hann næstkaldasti febrúar 20. aldarinnar - ívið kaldara var í febrúar 1935 og febrúar 1907 var ámóta kaldur. Einn mjög kaldur febrúar hefur komið á nýrri öld, 2002. 

En lítum á lista yfir daga lægsta meðalhita á öllu landinu.

 ármándagurmeðalh.
1196926-16,04
2196927-13,78
3196921-13,06
41998228-12,14
51968212-11,90
62002224-10,90
71950223-10,78
81968214-10,63
9200821-10,44
101990228-10,30
111968215-10,19
121973224-10,15
13199527-10,15

Dagar í febrúar 1969 sitja í fyrsta, öðru og þriðja sæti - sá 6. er langkaldastur. Í fjórða sæti er síðan 28. febrúar 1998. Kuldakastið í lok febrúar og byrjun mars 1998 er það mesta á síðari árum (ef hægt er að tala um tíma fyrir 14 árum með því orðalagi). Febrúar 1968, hafísmánuður eins og 1969, á fimmta, áttunda og 11. sæti. Tveir dagar á nýrri öld eru á meðal efstu tíu. Það er nokkuð vel af sér vikið í öllum hlýindunum.

Meðallágmarkslistinn er svona:

 ármándagurmeðallágm
1196927-18,10
2196926-17,67
3196922-15,35
4196921-14,88
51968213-14,58
6196928-14,58
71968215-14,03
81981210-13,88
9196822-13,67
101950223-13,38

Hér er febrúar 1969 með fjóra efstu og að auki daginn í sjötta sæti, febrúar 1968 á þrjá - aðeins tvö önnur ár komast á blað, með 10. febrúar 1981 og 23. febrúar 1950.

Dagar með lægstan meðalhámarkshita (tungubrjótur) eru:

 ármándagurmeðalhám
1196921-11,54
2196927-11,43
3196926-11,23
41998228-9,12
52002224-8,82
61968215-8,66
7198521-8,33
81990228-7,63
9199528-7,62
101960217-7,56

Þetta eru óskaplega kaldir dagar. Þeir köldustu eru enn úr safni febrúarmánaðar 1969. Rétt er að benda á 17. febrúar 1960 í tíunda sæti, sá ágæti febrúar á daga bæði á hlýrra- og kaldradagalistum, 7. febrúar - aðeins tíu dögum áður - er hlýjasti febrúardagur alls þess tímabils sem hér er lagt undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilefni til upprifjunar. 6. feb. 1969 var fádæma kaldur sólarhrigur á Stórhöfða. Meðal hiti sólarhringsins - 15.0 stig. Þá lagði gufu upp úr Trölladyngju. Þrátt fyrir nafnið er bara hola ofan í jörðina skammt NV af vitanum. Þar blæs upp þegar vindur blæs af noðri. Hafði heyrt að gufa hafi sést upp af Trölladyngju í kuldanum 1918. Þarna sá ég það með eigin augum. Tók mér sjávarhitamælinn í hönd og mældi hitann í uppstreyminu og mældist hann 5,4 stig en á sama tíma var lofthitinn - 15,5 stig. Mynnist ekki að hafa séð það fyrr né síðar

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 10:49

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Óskar: Ég þakka enn fyrir fróðleikinn. Það er skemmtilegt að sjá að hitinn sem þú mældir í uppstreyminu er mjög nærri því að vera sá sami og meðalhiti ársins á Stórhöfða - sem líklega er hitinn inni í höfðanum. Ekki kann ég örugga skýringu á því hvers vegna svona mikið frost þurfi til þess að gufa sjáist - en gæti giskað.

Trausti Jónsson, 22.2.2012 kl. 01:25

3 identicon

Þakk fyrir Trausti.  Ég giska að vindur hafi verið hæfilega hægur. Oft héla kringum opið. Hef minnst á ársmeðalhita í sambandi við gustinn upp úr opinu sbr. Árbók F.Í 2009 bls. 109.

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.2.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband