Heldur óráđiđ framhald?

Kuldakastiđ er rétt byrjađ ţegar ţađ er búiđ. Ţykktin (eilífur mćlikvarđi hungurdiska) rétt slefađi ađ fara niđur fyrir 5100 metra - helsta viđmiđ alvöruveturs. Jú, kannski niđur í 5040 m norđaustanlands. En á 500 hPa hćđar- og ţykktarspákorti sem gildir kl. 18 laugardaginn 18. febrúar sést vel ađ hlýtt loft sćkir ađ úr vestri. Kortiđ er frá evrópureiknimiđstöđinni (ecmwf).

w-blogg180212

Heildregnar gráar línur sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar) en rauđar strikalínur ţykktina. Ţykktin er fjarlćgđin á milli 500 hPa-flatarins (sem kortiđ sýnir) og 1000 hPa bróđur hans (nćrri sjávarmáli). Ţví meiri sem ţykktin er ţví hlýrra er í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví ţéttari sem jafnhćđarlínurnar (ţćr gráu) eru ţví meiri er vindurinn. Á kortinu eru einnig bleik svćđi sem sýna hvar iđa í fletinum er mest. Viđ skulum ekki hafa áhyggjur af henni en ţeir sem sjá vel ćttu ađ greina ađ hún virđist mest í kröppum lćgđarbeygjum.

Rauđum og bláum örvum hefur veriđ komiđ fyrir á kortinu til ađ óvanir sjái betur hvernig vindurinn liggur undir horni á ţykktarlínurnar. Örvarnar liggja allar í sömu stefnu og jafnhćđarlínur á sama svćđi. Vindurinn ýtir jafnţykktarlínunum fram á viđ í stefnu sína. Örvarnar eru rauđar ţar sem ţćr bera hćrri ţykkt fram á viđ, en ţćr bláu eru dćmi um kalt loft í framsókn.

Horniđ á milli örvanna og jafnţykktarlínanna er mjög misgleitt. Gleiđast er ţađ suđur af Grćnlandi ţar sem ţykktarlínurnar eru nćr hornréttar á hćđarlínurnar. Horniđ verđur minna og minna eftir ţví sem nćr dregur Íslandi - en ţar er samt hlýtt ađstreymi.

Kortiđ segir okkur frá ţví ađ hlýtt ađstreymi ríki yfir Íslandi síđdegis á laugardag. Bylgjan suđur af Grćnlandi er heldur stutt og aumingjaleg og hún hefur ţar ađ auki öflugri bylgju í bakiđ. Hún hrađar sér ţví til norđausturs en grynnist - nái 5280 metra jafnţykktarlínan norđur á Ísland hlánar vćntanlega - heldur óráđnara er međ ţykkt á milli 5200 og 5280 metra.

Reiknimiđstöđin segir ađ 5340 metra línan eigi ađ snerta suđurströnd Íslands á sunnudagskvöld - ćtli ţađ ţýđi ekki hláku og ţar međ fer hiti aftur upp fyrir međaltal ţar sem hann hefur veriđ mestallan mánuđinn.

Eftir sunnudaginn eiga smábylgjur ađ koma hver af annarri til landsins - hver međ sína lćgđ. Hvort ţćr fara sunnan- eđa norđanviđ land er ekki vitađ. En ţótt kuldapollurinn viđ Norđvesturgrćnland sé ekki sérlega ógnandi í ţessari stöđu verđur samt ađ gefa honum gaum. Í kringum hann ganga líka hrađfara stuttbylgjur - sem vonandi láta okkur í friđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband