17.2.2012 | 01:16
Af afbrigðilegum febrúarmánuðum - 1
Ritstjórnarskrifstofu hungurdiska hefur gengið heldur brösuglega að ná sambandi við prentsmiðjuna í kvöld og frágangur ber þess nokkur merki.
Við lítum á fastan lið um afbrigðilega mánuði og er komið að febrúar. Hverjir eru mestu norðan- og sunnanáttamánuðir sem við vitum um? Til að ákveða það notum við sömu fimm flokkunarhætti og notaðir hafa verið áður.
1. Mismunur á loftþrýstingi austanlands og vestan. Þessi röð nær sem stendur aftur til 1873. Gengið er út frá því að sé þrýstingur hærri vestanlands heldur en eystra séu norðlægar áttir ríkjandi. Líklegt er að því meiri sem munurinn er, því þrálátari hafi norðanáttin verið.
Langmest norðanátt var í febrúar 1885. Frægastur er hann fyrir snjóþyngsli og snjóflóð sem þeim fylgdu. Tuttugu og fjórir biðu bana í gríðarlegu snjóflóði sem féll á Ölduna á Seyðisfirði þann 18. Þá tók 14 hús af og alls lentu um 80 manns í flóðinu. Fyrr í mánuðinum hafði flóð fallið í Mjóafirði, brotið þar baðstofu, tvö fjárhús og hjallur barst á haf út. Fjöldi gripa fórst en mannbjörg varð, fleiri hús lentu í flóðum í Mjóafirði seinna í mánuðinum. Þá fórust þrír í snjóflóði í Naustahvammi í Norðfirði. Menn og skepnur fórust í illviðrum á Vestfjörðum. Frost var um land allt nánast allan mánuðinn.
Jafnir í öðru til þriðja sæti eru febrúarmánuðir áranna 1931 og 1960. Sá fyrrnefndi var mjög snjóþungur og snjóflóð féllu víða þó ekki yrði manntjón.
Febrúar 1883 og 1959 eru mestir sunnanáttarmánaða samkvæmt þessu tali. Frægir eru sjóskaðarnir miklu 1959 og gríðarleg illviðri, en febrúar 1883 hlaut yfirleitt góð eftirmæli þrátt fyrir sjóskaða og útsynningsbylji. Hann var einfaldlega góður miðað við veðurlag þessara ára almennt.
2. Styrkur norðanáttarinnar eins og hann kemur fram þegar reiknuð er meðalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuðum) veðurstöðvum. Þessi röð nær aðeins aftur til 1949. Í efstu sætunum eru febrúarmánuðir áranna 1957, 1990 og 1960. Mest var sunnanáttin 1959.
3. Gerðar hafa verið vindáttartalningar fyrir þær veðurstöðvar sem lengst hafa athugað samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuðvindáttir og prósentur reiknaðar. Síðan er tíðni norðvestan, norðan, og norðaustanáttar lögð saman. Þá fæst heildartala norðlægra átta. Þessi röð nær aftur til 1874. Aftur er það 1885 sem er með langmestu norðanáttina, sérkennilegt að einn mánuður skuli skilja sig svo mjög frá öðrum. Það er febrúar 1960 sem er í öðru sæti.
Sunnanáttatíðni er reiknuð með því að leggja saman tíðni áttanna suðausturs, suðurs og suðvesturs. Það er aftur 1959 sem nær fyrsta sætinu, en 1975 og 1932 í öðru og þriðja sæti. Mikil illviðri gengu í febrúar 1975, en 1932 er aftur móti sá langhlýjasti sem vitað er um.
4. Fjórði mælikvarðinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nær hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verðum við þó að taka niðurstöðum greiningarinnar með varúð. Enn er1885 með mestu norðanáttina og er reyndar mestur norðanáttarmánuður allra mánaða. Febrúar 1960 og 1931 eru í öðru og þriðja sæti. Það er einkennilegt að febrúar 1960 skuli standa sig svona vel því snemma í mánuðinum voru einstök hlýindi. Mesti sunnanáttarmánuðurinn í endurgreiningunni er 1959 og 1975 í öðru sæti.
5. Fimmti kvarðinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvað hér er reiknað í 500 hPa-fletinum. Hér bregður aðeins út af, því það eru febrúarmánuðir áranna 1901 og 1900 sem sitja í efstu norðanáttarsætunum. Þeir fengu báðir hin bestu meðmæli hér á landi. Hungurdiskar hafa fjallað um það hvernig það má vera að saman fari veðurblíða og norðanátt í háloftum - ef til vill mætti rifja það upp. Í febrúar 1901 snjóaði í Róm og menn fóru um á skíðum í Jerúsalem. Sunnanáttin í háloftunum var auðvitað mest í febrúar 1959.
Enn sem fyrr er ánægjulegt að sjá hversu vel þessum fimm greiningarháttum ber saman þótt ólíkir séu. Við heyrum síðar af austan- og vestanáttum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 64
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 2511
- Frá upphafi: 2434621
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 2231
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.