Óvenjuhlýtt loft nálgast landiđ (en nćr ţví varla)

Mikil sunnanátt austur af Nýfundnalandi og sunnan Grćnlands ber nú mjög hlýtt loft langt til norđurs. Ţađ kemst nćrri ţví til Íslands - grátlega nćrri. Lítum á ţykktarspá sem sýna á ástandiđ eftir sólarhring (um miđnćtti mánudagskvölds).

w-blogg130212

Eins og sjá má er stórt svćđi vestur af landinu ţar sem ţykktin er meiri en 5480 metrar, en sú ţykkt getur viđ bestu skilyrđi dugađ í 20 stig ađ sumarlagi. En nú er ekki sumar - enginn sólarylur og ţar ađ auki vetrarkaldur sjór og enn kaldara land ţar sem yfirborđiđ er nćrri frostmarki. En ţar sem vindur er nćgilega mikill viđ brött fjöll geta samt komiđ hitaskot - ţannig ađ veđurnörd fylgjast međ hámarksmćlum međan ţetta ástand varir.

Líkaniđ sem býr til ţessa spá sér hálendi Íslands en ekki einstök fjöll eđa brattar hlíđar. Ţar sem hvass vindur stendur af ţeim fjöllum sem líkaniđ ţó sér má sjá einkennileg ţykktarhámörk eđa lágmörk. Eitt slíkt hámark er í norđvestanáttinni viđ suđurhlíđar Vatnajökuls ţar sem greina má 5500 metra jafnţykktarlínuna og töluna 8 sem táknar ađ 8 stiga hita sé ađ vćnta í 850 hPa hćđ. Smáóskhyggjusamlagning gefur ţá nćr ónefnanlega tölu sem hita viđ sjávarmál.

Enn betra gerir samt austurströnd Grćnlands en norđaustan viđ Ammasalik má sjá örlítinn 5580 metra hring. Viđ tökum ţessum smáhringjum mátulega alvarlega - en mun trúlegra er stóra 5480 metra teppiđ. Ţađ sem truflar ţessa fögru mynd er dálítill kuldapollur sem bent er á međ ör á myndinni. Kaldasta loftiđ í kuldapollinum er reyndar mjög hlýtt miđađ viđ árstíma, innsti hringurinn er 5380 metrar, en ţarna er kalt miđađ viđ umhverfiđ. Pollurinn stefnir til Íslands og spillir ţykktarhámarkinu.

Ekki má gleyma ađ benda á gríđarlegan ţykktarbratta norđur eftir kortinu. Ţar má sjá glitta í 4960 metra jafnţykktarlínuna sem minnir okkur harkarlega á ađ veturinn er aldrei langt undan á ţorranum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1927
  • Frá upphafi: 2350796

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1721
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband