12.2.2012 | 01:32
Stormdagatíðni
Líkur eru mestar á stormum hér á landi á tímabilinu frá því snemma í janúar til miðs febrúar. Hungurdiskar hafa fjallað um árstíðasveiflu illviðra fyrir löngu og við látum bíða að endurtaka það.
Hér er hins vegar litið á stormatíðni síðustu 60 ára rúmra og breytileika hennar. Mörg vandamál koma upp við talningar á stormum. Veðurstöðvakerfið hefur tekið miklum breytingum - ekki síst á síðustu árum og sömuleiðis er ekkert sjálfsagt mál hvernig á að skilgreina stormdag. En við skulum að þessu sinni gleyma öllum áhyggjum og ímynda okkur að allt sé í lagi með allt.
Við lítum fyrst á daga þar sem 10-mínútna vindhraði á fjórðungi stöðva hefur náð 20 m/s eða meira. Þetta er nokkuð hörð skilgreining enda er algengt að tjón verði í fleiri en einum landshluta þegar veður af þessari gerð gengur yfir landið.
Lárétti kvarðinn sýnir árin en sá lóðrétti er fjöldi stormdaga á ári. Hvert ár á einn punkt en mýkri lína dregur fram aðalatriði. Við Sjáum mikinn áramun og einnig tímabilaskiptingu en engin leitni er áberandi. Meðalfjöldi stormdaga á tímabilinu er 11,3 á ári.
Við erum núna á tiltölulega hægu tímabili síðustu miklu stormaárin eru 2000 og 2001. En mest er árið 1975 en þá voru að þessum hætti 23 stormdagar - það er mjög mikið. Árið 1960 var stormafæð og einnig var árið 1977 mjög rólegt hvað þetta varðar. Það þýðir þó ekki að stormar hafi engu tjóni valdið þessi ár heldur hafa illviðri þessara ára verið bundin við einstaka landshluta og ná ekki upp í þá skilgreiningu sem hér er notuð.
Sé þess krafist að 10-mínútna vindhraði hafi náð 20 m/s á 45% stöðva fækkar dögunum mjög, meðaltalið er 2,2 á ári. Sum þessara veðra hafa valdið gríðarlegu tjóni - en ekki þó öll.
Hér er sennilega engin marktæk leitni - síðasti áratugur er þó mjög rýr. Það er merkilegt að árið 2000 sem átti 21 dag í fyrri flokknum á engan hér. Þegar mörg ár eru tekin saman (mjúka línan) sést að hámörkin eru á svipuðum slóðum og á efri myndinni.
Rétt er að taka fram að séu notaðar aðrar flokkunaraðferðir virðist stormatíðni fara minnkandi síðustu 60 árin. Við lítum e.t.v. á þau mál síðar. Um framtíðina segja myndirnar ekkert.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 123
- Sl. sólarhring: 212
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 2457210
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 1506
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 92
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Athyglisvert að sjá hvernig tíðnin jókst í lok níunda áratugarins vegna þess að það rímar við viðtal, sem ég átti við Hún Snædal flugumferðarstjóra á Akureyri um miðjan tíunda árartuginn þar sem hann taldi veðurlag á Akureyri hafa breyst mikið frá því sem var meira en tíu ár þar á undan, - mun stormasamara en áður var.
Ómar Ragnarsson, 12.2.2012 kl. 20:47
Tíðni storma á Akureyri hefur verið býsna köflótt í áranna rás. Þar var t.d. mjög illviðrasamt þá vetur sem ég dvaldi þar (1966 til 1970). Mun minna hins vegar árin þar á undan.
Trausti Jónsson, 13.2.2012 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.