Hlýjustu febrúardagarnir

Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi í febrúar er 18.1 stig, Þetta var á Dalatanga þ. 17. árið 1998 kl. 18. Þá fór mjór hlýindahryggur framhjá landinu í háloftunum - nánast einkennilegt að þessum háa hita skuli hafa verið náð. Engin önnur stöð á sitt febrúarmet þennan dag og ekki kemur hann við sögu á lista yfir 15 hlýjustu febrúardagana, en hér er hann:

 ármándagurmeðalh.
11960278,45
219652167,58
31956287,51
420062227,48
519852287,36
61959247,33
719612227,13
820062217,13
92006247,09
101959226,99
1119652156,56
1220042146,56
131965256,55
1419632286,54
1519792246,51

Miðað við samskonar lista fyrri mánaða vekur athygli að hér einoka síðustu 12 til 15 ár ekki toppinn í febrúar. Langefstur er sá 7. árið 1960 en þá urðu skaðaflóð í asahláku bæði norðanlands og sunnan. Í atburðaskrá segir: Ölfusá flæddi inn í kjallara húsa á Selfossi og bæir á Skeiðum einangruðust. Jakaburður í Blöndu braut símastaura og á Akureyri flæddi sums staðar inn í kjallara. Mikill vatnsflaumur braust í nokkur hús á Dalvík og olli tjóni. Svarfaðardalsá rauf veginn milli Akureyrar og Dalvíkur.

Mikil hlýindi voru lengst af í febrúar 1965. Afbrigðilegt þrýstifar bar mikinn hafís að Norðurlandi og markaði upphaf hafísáranna svonefndu sem stóðu til 1971. Mánuðurinn á þrjá daga á þessum lista. Það á líka febrúar 2006. Þá varð vart við ísdreifar norður af Ströndum - en svo ekkert meir.

Á lista yfir daga hæsta meðalhámark febrúar ganga sömu dagar aftur.

 ármándagurhámark
119602710,00
220062219,76
320062229,74
420052219,53
51960289,33
619652169,25
720032169,09
819852289,08
919802239,07
1020042199,04

En ekki munar hér jafnmiklu á fyrsta og öðru sæti listans. Hlýindin 2006 þrengja sér ofar en á fyrri listanum og árin eftir 2000 eiga helming sætanna.

En hæstu meðallágmörkin?

 ármándagurlágmark
11960275,69
219652165,45
31965255,15
419852285,05
51965264,71
620082184,71
719672144,63
81965244,54
919652194,50
1020042114,42

Hér eru dagar eftir 2000 ekki nema tveir og 2006 sést ekki, en febrúar 1965 á fimm sæti í topp tíu. Minnir bara á stöðu Bítlanna á vinsældalistum vestan hafs og austan um svipað leyti.

En munum að veðrið var ekki endilega gott alla þessa hlýju febrúardaga. Á þessum ártíma þarf miklar sunnanáttir til að halda hitanum uppi hér á norðurslóðum. Mikilli sunnanátt fylgir oft mikil rigning sunnanlands og vestan. Hár hiti krefst þess að skýjahula dragi úr útgeislun því sólin gagnast ekkert - en fer nú að gera það undir lok mánaðarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 356
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 1930
  • Frá upphafi: 2350557

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband