11.2.2012 | 01:40
Hlýjustu febrúardagarnir
Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi í febrúar er 18.1 stig, Þetta var á Dalatanga þ. 17. árið 1998 kl. 18. Þá fór mjór hlýindahryggur framhjá landinu í háloftunum - nánast einkennilegt að þessum háa hita skuli hafa verið náð. Engin önnur stöð á sitt febrúarmet þennan dag og ekki kemur hann við sögu á lista yfir 15 hlýjustu febrúardagana, en hér er hann:
ár | mán | dagur | meðalh. | ||
1 | 1960 | 2 | 7 | 8,45 | |
2 | 1965 | 2 | 16 | 7,58 | |
3 | 1956 | 2 | 8 | 7,51 | |
4 | 2006 | 2 | 22 | 7,48 | |
5 | 1985 | 2 | 28 | 7,36 | |
6 | 1959 | 2 | 4 | 7,33 | |
7 | 1961 | 2 | 22 | 7,13 | |
8 | 2006 | 2 | 21 | 7,13 | |
9 | 2006 | 2 | 4 | 7,09 | |
10 | 1959 | 2 | 2 | 6,99 | |
11 | 1965 | 2 | 15 | 6,56 | |
12 | 2004 | 2 | 14 | 6,56 | |
13 | 1965 | 2 | 5 | 6,55 | |
14 | 1963 | 2 | 28 | 6,54 | |
15 | 1979 | 2 | 24 | 6,51 |
Miðað við samskonar lista fyrri mánaða vekur athygli að hér einoka síðustu 12 til 15 ár ekki toppinn í febrúar. Langefstur er sá 7. árið 1960 en þá urðu skaðaflóð í asahláku bæði norðanlands og sunnan. Í atburðaskrá segir: Ölfusá flæddi inn í kjallara húsa á Selfossi og bæir á Skeiðum einangruðust. Jakaburður í Blöndu braut símastaura og á Akureyri flæddi sums staðar inn í kjallara. Mikill vatnsflaumur braust í nokkur hús á Dalvík og olli tjóni. Svarfaðardalsá rauf veginn milli Akureyrar og Dalvíkur.
Mikil hlýindi voru lengst af í febrúar 1965. Afbrigðilegt þrýstifar bar mikinn hafís að Norðurlandi og markaði upphaf hafísáranna svonefndu sem stóðu til 1971. Mánuðurinn á þrjá daga á þessum lista. Það á líka febrúar 2006. Þá varð vart við ísdreifar norður af Ströndum - en svo ekkert meir.
Á lista yfir daga hæsta meðalhámark febrúar ganga sömu dagar aftur.
ár | mán | dagur | hámark | ||
1 | 1960 | 2 | 7 | 10,00 | |
2 | 2006 | 2 | 21 | 9,76 | |
3 | 2006 | 2 | 22 | 9,74 | |
4 | 2005 | 2 | 21 | 9,53 | |
5 | 1960 | 2 | 8 | 9,33 | |
6 | 1965 | 2 | 16 | 9,25 | |
7 | 2003 | 2 | 16 | 9,09 | |
8 | 1985 | 2 | 28 | 9,08 | |
9 | 1980 | 2 | 23 | 9,07 | |
10 | 2004 | 2 | 19 | 9,04 |
En ekki munar hér jafnmiklu á fyrsta og öðru sæti listans. Hlýindin 2006 þrengja sér ofar en á fyrri listanum og árin eftir 2000 eiga helming sætanna.
En hæstu meðallágmörkin?
ár | mán | dagur | lágmark | ||
1 | 1960 | 2 | 7 | 5,69 | |
2 | 1965 | 2 | 16 | 5,45 | |
3 | 1965 | 2 | 5 | 5,15 | |
4 | 1985 | 2 | 28 | 5,05 | |
5 | 1965 | 2 | 6 | 4,71 | |
6 | 2008 | 2 | 18 | 4,71 | |
7 | 1967 | 2 | 14 | 4,63 | |
8 | 1965 | 2 | 4 | 4,54 | |
9 | 1965 | 2 | 19 | 4,50 | |
10 | 2004 | 2 | 11 | 4,42 |
Hér eru dagar eftir 2000 ekki nema tveir og 2006 sést ekki, en febrúar 1965 á fimm sæti í topp tíu. Minnir bara á stöðu Bítlanna á vinsældalistum vestan hafs og austan um svipað leyti.
En munum að veðrið var ekki endilega gott alla þessa hlýju febrúardaga. Á þessum ártíma þarf miklar sunnanáttir til að halda hitanum uppi hér á norðurslóðum. Mikilli sunnanátt fylgir oft mikil rigning sunnanlands og vestan. Hár hiti krefst þess að skýjahula dragi úr útgeislun því sólin gagnast ekkert - en fer nú að gera það undir lok mánaðarins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 10
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 1616
- Frá upphafi: 2457365
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1460
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.