Heiđasti febrúardagurinn

Ţá er komiđ ađ heiđasta febrúardeginum í pistlaröđinni um heiđustu daga hvers mánađar. Myndefniđ er eins og oftast áđur úr frábćru safni móttökustöđvarinnar í Dundee í Skotlandi. Ţađ nćr aftur til haustsins 1978.

Ekki ţarf ađ leita langt aftur í tímann ađ ţessu sinni ţví heiđastur febrúardaga er sá 9. áriđ 2009 - fyrir ađeins ţremur árum.

w-blogg090212a

Hér er harla lítiđ um ský í námunda viđ landiđ, smávegis viđ Austfirđi og yfir Selvogi ađ ţví er virđist. Ţarna var heiđarleg hćđ yfir Grćnlandi og náđi hún einnig upp í háloftin og myndađi dálitla fyrirstöđu. Vindur í háloftunum var nánast af hánorđri, en norđaustanátt viđ jörđ. Ţegar vindur snýst mót sólargangi međ vaxandi hćđ yfir sjávarmáli ríkir kalt ađstreymi í neđri hluta veđrahvolfs. Nćstheiđasti febrúardagurinn var sá 15. áriđ 1987.

Viđ leitum líka ađ skýjađasta deginum. Ţar er samkeppnin mun harđari og reyndar vafasamt ađ veita einhverjum sérstökum degi titilinn. Viđ gerum ţađ samt og upp koma jafnir ţeir 19. áriđ 1958 og 13. 1953.  Ţađ kemur á óvart ađ ţrýstingur var hár báđa ţessa daga og hćđarhryggur yfir landinu í háloftunum í báđum tilvikum (krappir háloftaöldutoppar). Skýjagagnasafniđ nćr aftur til 1949.

Einnig var leitađ ađ besta skyggninu. Sú keppni er enn vafasamari - en ţar kemur 15. febrúar 1987 í fyrsta sćti, sá sami og var í öđru sćti heiđskírra daga. - Og versta međalskyggniđ var 13. febrúar 1973. Ţá geisađi mikiđ norđanillviđri á landinu međ hríđarbyl, samgöngutruflunum, rafmagnsleysi og snjóflóđum. Meira ađ segja fór heitt vatn af flestum húsum á ţjónustusvćđi Hitaveitu Reykjavíkur í rafmagnsleysinu. Ţetta veđur stóđ marga daga og ţann 11. varđ mikiđ sjóslys fyrir sunnan land. Sjálfsagt erfiđ vakt á Veđurstofunni - en ritstjóri hungurdiska var erlendis.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hćgt ađ rifja upp veđriđ ţessa daga. Á Stórhöfđa voru allt ađ 12 vindstig og talsvert frost. Hvassast varđ um kl. 8:15 ţ. 14. 87 hnútar í međalvind og mestu hviđur í 102 hnúta. Ill vist í sandbylnum í Vestmannaeyjabć ţá. Gosmökkurinn varđ láréttur og lá 1 - 2 km austur af veđurstöđinni en sjálf slapp hún viđ ţann svarta byl.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 10.2.2012 kl. 10:58

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir fróđleikinn Óskar. Ţetta var óvenjulegt veđur - samkvćmt skrám á Veđurstofunni virđist ţetta vera nćstmesti vindhrađi í norđanátt á Stórhöfđa frá ađ minnsta kosti 1949, 44,8 m/s. Ţann 2. mars 1965 er talan 46,3 m/s. Síđan kemur 19. nóvember 1977 međ 40,2 m/s. Í báđum ţessum tilvikum er getiđ um foktjón í Vestmannaeyjum. Ég man vel eftir veđrinu 1965 en í nóvember 1977 var ég erlendis eins og 1973.

Trausti Jónsson, 10.2.2012 kl. 16:51

3 identicon

Ţakka ţér upplýsingarnar Trausti.  2. mars 1965 held ég ađ 46,3 geti veriđ áćtluđ hviđa. Ţá vantađi hviđumćli og miđađ viđ reynslu síđar held ég ađ ógurleg hviđa sem gekk yfir hafi veriđ mun meiri. Mótatimbur sem búiđ var ađ negla saman í búnt hér fóru af stađ og skoppuđu langar leiđir. Veđriđ 19. nóv. 1977 stóđ stutt en náđi ađ splundra hálf byggđu húsi í Vestm.bć. Sjálfur varđ skrifari 40 ára ţennan dag. Miklu tilkomumeira veđur ţegar Jóhann Pétursson í Hornbjargsvita varđ fimmtugur í febrúar 1968.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 11.2.2012 kl. 11:37

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Óskar, ég kíki á bókina varđandi 1965-töluna.

Trausti Jónsson, 13.2.2012 kl. 00:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.8.): 96
 • Sl. sólarhring: 123
 • Sl. viku: 1354
 • Frá upphafi: 1951039

Annađ

 • Innlit í dag: 83
 • Innlit sl. viku: 1142
 • Gestir í dag: 70
 • IP-tölur í dag: 70

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband