9.2.2012 | 00:48
Heiðasti febrúardagurinn
Þá er komið að heiðasta febrúardeginum í pistlaröðinni um heiðustu daga hvers mánaðar. Myndefnið er eins og oftast áður úr frábæru safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi. Það nær aftur til haustsins 1978.
Ekki þarf að leita langt aftur í tímann að þessu sinni því heiðastur febrúardaga er sá 9. árið 2009 - fyrir aðeins þremur árum.
Hér er harla lítið um ský í námunda við landið, smávegis við Austfirði og yfir Selvogi að því er virðist. Þarna var heiðarleg hæð yfir Grænlandi og náði hún einnig upp í háloftin og myndaði dálitla fyrirstöðu. Vindur í háloftunum var nánast af hánorðri, en norðaustanátt við jörð. Þegar vindur snýst mót sólargangi með vaxandi hæð yfir sjávarmáli ríkir kalt aðstreymi í neðri hluta veðrahvolfs. Næstheiðasti febrúardagurinn var sá 15. árið 1987.
Við leitum líka að skýjaðasta deginum. Þar er samkeppnin mun harðari og reyndar vafasamt að veita einhverjum sérstökum degi titilinn. Við gerum það samt og upp koma jafnir þeir 19. árið 1958 og 13. 1953. Það kemur á óvart að þrýstingur var hár báða þessa daga og hæðarhryggur yfir landinu í háloftunum í báðum tilvikum (krappir háloftaöldutoppar). Skýjagagnasafnið nær aftur til 1949.
Einnig var leitað að besta skyggninu. Sú keppni er enn vafasamari - en þar kemur 15. febrúar 1987 í fyrsta sæti, sá sami og var í öðru sæti heiðskírra daga. - Og versta meðalskyggnið var 13. febrúar 1973. Þá geisaði mikið norðanillviðri á landinu með hríðarbyl, samgöngutruflunum, rafmagnsleysi og snjóflóðum. Meira að segja fór heitt vatn af flestum húsum á þjónustusvæði Hitaveitu Reykjavíkur í rafmagnsleysinu. Þetta veður stóð marga daga og þann 11. varð mikið sjóslys fyrir sunnan land. Sjálfsagt erfið vakt á Veðurstofunni - en ritstjóri hungurdiska var erlendis.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 61
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 2508
- Frá upphafi: 2434618
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 2228
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Hægt að rifja upp veðrið þessa daga. Á Stórhöfða voru allt að 12 vindstig og talsvert frost. Hvassast varð um kl. 8:15 þ. 14. 87 hnútar í meðalvind og mestu hviður í 102 hnúta. Ill vist í sandbylnum í Vestmannaeyjabæ þá. Gosmökkurinn varð láréttur og lá 1 - 2 km austur af veðurstöðinni en sjálf slapp hún við þann svarta byl.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 10:58
Þakka þér fyrir fróðleikinn Óskar. Þetta var óvenjulegt veður - samkvæmt skrám á Veðurstofunni virðist þetta vera næstmesti vindhraði í norðanátt á Stórhöfða frá að minnsta kosti 1949, 44,8 m/s. Þann 2. mars 1965 er talan 46,3 m/s. Síðan kemur 19. nóvember 1977 með 40,2 m/s. Í báðum þessum tilvikum er getið um foktjón í Vestmannaeyjum. Ég man vel eftir veðrinu 1965 en í nóvember 1977 var ég erlendis eins og 1973.
Trausti Jónsson, 10.2.2012 kl. 16:51
Þakka þér upplýsingarnar Trausti. 2. mars 1965 held ég að 46,3 geti verið áætluð hviða. Þá vantaði hviðumæli og miðað við reynslu síðar held ég að ógurleg hviða sem gekk yfir hafi verið mun meiri. Mótatimbur sem búið var að negla saman í búnt hér fóru af stað og skoppuðu langar leiðir. Veðrið 19. nóv. 1977 stóð stutt en náði að splundra hálf byggðu húsi í Vestm.bæ. Sjálfur varð skrifari 40 ára þennan dag. Miklu tilkomumeira veður þegar Jóhann Pétursson í Hornbjargsvita varð fimmtugur í febrúar 1968.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 11:37
Óskar, ég kíki á bókina varðandi 1965-töluna.
Trausti Jónsson, 13.2.2012 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.