Fyrirstöđulítiđ

Bylgjur vestanvindabeltisins ganga nú fyrirstöđulítiđ yfir Atlantshaf - misstórar ađ vísu og misţroskađar en lítiđ lát virđist á. Viđ lítum á norđurhvelsspákort frá evrópureiknimiđstöđinni og gildir ţađ um hádegi ţriđjudaginn 24. janúar.

w-blogg240112a

Rétt er ađ fara međ skýringaţuluna ađ vanda. Kortiđ sýnir megniđ af norđurhveli jarđar norđan viđ 30. breiddargráđu, norđurskaut nćrri miđju. Höfin eru blá, löndin ljósbrún. Ísland er neđan viđ miđja mynd. Bláu og rauđu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Ţví ţéttari sem línurnar eru ţví meiri er vindurinn milli ţeirra. Ţykka, rauđa línan markar 5460 metra hćđ, en ţynnri rauđar línur eru viđ 5820 metra og 5100 metra hćđ. Almennt má segja ađ ţví lćgri sem flöturinn er ţví kaldara er veđrahvolfiđ. Lćgđirnar í fletinum eru kallađar kuldapollar og hćđirnar eru hlýir hólar - sem gegna yfirleitt nafninu fyrirstöđuhćđir.

Á kortinu eru tvćr slíkar, önnur er í námunda viđ Úralfjöll og sér hún um ađ hlýindin norđur í Barentshafi og austur međ Síberíuströnd halda áfram. Hin fyrirstađan er viđ Kamtsjaka og beinir lofti úr Norđur-Íshafi suđur til Alaska. Hún hefur nú - ásamt lćgđinni yfir Alaskabugtinni valdiđ miklum illviđrum á vesturströnd Norđur-Ameríku. Eitthvađ hafa fréttir af ţví borist hingađ til lands. Um tíma var neyđarástandi lýst yfir í nokkrum sýslum Oregon- og Washingtonfylkja í Bandaríkjunum. Ótrúleg snjókoma hefur veriđ á Alaskaströndum.

Viđ Norđurpólinn stendur flöturinn tiltölulega hátt og lítiđ ţar ađ gerast í bili. Á Norđur-Atlantshafi er nokkuđ öflug bylgja - reyndar alveg lokuđ lćgđ - ađ valda leiđindaveđri hérlendis (ţriđjudagur). Sjá má nćstu bylgjur í röđ ţar fyrir vestan, samt tekur vćntanlega ţrjá daga (ţriđjudag, miđvikudag og fimmtudag) ađ hreinsa ţriđjudagslćgđina og afkomendur hennar frá Íslandssvćđinu ţannig ađ nćsta bylgja komist ađ. Of snemmt er ađ rćđa um hana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ég ţađ rétt ađ kuldapollurinn yfir Baffinslandi og hafinu vestan Grćnlands sé viđurhlutaminni núna en hann var svolítiđ fyrr í vetur?

Ţoprkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 23.1.2012 kl. 06:44

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, Baffinskuldapollurinn hefur ekki veriđ áberandi ógnandi fyrir okkur í vetur - hvađ sem síđar verđur. Ástandiđ hefur ađ ýmsu leyti veriđ óvenjulegt.

Trausti Jónsson, 24.1.2012 kl. 00:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 31
 • Sl. sólarhring: 722
 • Sl. viku: 1836
 • Frá upphafi: 1843395

Annađ

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 1612
 • Gestir í dag: 23
 • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband