18.1.2012 | 00:45
Norðaustur með suðausturströndinni
Illviðrislægðin sem hungurdiskar hafa nú fjallað um í tvo daga er að ná fullum þroska og fer til norðausturs með suðausturströndinni í nótt (aðfaranótt miðvikudags). Myndin hér að neðan er tekin kl. 23 að kvöldi þriðjudags og sýnir lægðarmiðjuna skammt suður af landinu. Loftvog féll um 3-5 hPa á klukkustund á undan lægðinni og um tíma var mjög hvasst af austri og norðaustri syðst á landinu. Aðalillviðrið er þó sunnan við lægðarmiðjuna í því sem oft er kallað lægðarsnúður - en líka broddur eða stingur. Vonandi festist eitthvað íslenskt nafn við fyrirbrigðið um síðir.
Að sögn tölvulíkana er fárviðri sunnan lægðarmiðjunnar, meira en 32 m/s meðalvindur og vindhviður eru yfir 40 m/s, gríðarmikið yfir opnu hafi þar sem engar þvinganir svosem fjöll verða á vegi vindsins. Enn er ekki alveg ljóst hversu langt norður á bóginn þessi vindstrengur fer, en nái hann inn á land munu fjöll gera enn meir úr hviðunum. Litlu minni vindur er suðvestan lægðarinnar.
Af uppeldislegum ástæðum bendi ég sérstaklega á svæðið sem gula örin liggur yfir. Hvíti skýjabakkinn (háskýin) eru þar farin hjá, en eftir stendur grá þekja lægri skýja. Loftið sem leggst ofan á lágskýin er komið langt að ofan, jafnvel úr neðstu lögum heiðhvolfsins - það er því mjög þurrt. Fyrirbrigðið kallast oft þurra rifan. Hún er eitt af einkennum mikillar og skyndilegrar lægðadýpkunar. Hér er þróunin langt gengin.
Sunnan kerfisins eru miklir éljaflókar í köldu lofti frá Kanada. Það streymir til austurs yfir hlýjan sjó og þykktin er innan við 5160 metrar. Þetta loft sækir ekki aðeins til austurs heldur einnig til norðausturs í átt til Íslands. Skilaglaðir myndu e.t.v. segja að þar séu kuldaskil sem sækja fram, ekki fjarri bláleitu strikalínunni á myndinni. Þar er eins konar lindi milli lægðarinnar sunnan Íslands og þeirrar sem liggur við Grænlandsströnd.
Norðanmegin í lindanum er frekar hæg norðaustanátt (nema í ofsanum næst lægðarmiðjunni), en í kalda loftinu er nú vestnorðvestan rok eða ofsaveður sem þokast nær. Til allrar hamingju dofnar að mun yfir þessu veðri eftir því sem það kemur nær Íslandi, en samt er búist við því að kalda loftið falli inn Faxaflóa í fyrramálið - hér verður ekki sagt nákvæmlega hvenær. Ef snjór liggur þá á lausu (vonandi ekki) gerir snarpan byl af vestri. Fylgist með veðurspám og veðri - hungurdiskar spá ekki, munum það.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 37
- Sl. sólarhring: 235
- Sl. viku: 2335
- Frá upphafi: 2413999
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 2148
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Jú, Hungurdiskar spá ekki fyrir um veður, en ansans ári er það lærdómsríkt að fá þessar góðu skilgreiningar á veðurkerfum og þeim veðurfarsfyrirbrigðum, sem þeim fylgja. Manni finnst maður a.m.k. skrefi nær því að skilja hvað átt er við í veðurspám og þekkja veðurfyrirbrigði þegar maður sér þau. Takk fyrir aftur.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 10:37
Þakkir sömuleiðis Þorkell.
Trausti Jónsson, 19.1.2012 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.