Hvoru tveggja? Austan- og vestanvið? Eða hvað?

Illa gengur spám að negla niður endanlega braut lægðarinnar sem á að fara hjá annað kvöld (þriðjudagskvöld) og aðra nótt. Hún hefur ýmist verið send til norðurs með vesturströndinni eða þá norður með austurströndinni eða jafnvel tvískipt, grynnri hlutinn vestanvið en sá krappari austanvið land. Ekki verður úr því skorið hér. En við lítum á spá grófasta Hirlam-líkansins, nú kemur Hirlam-spáin í þremur útgáfum til Veðurstofunnar. Það skal tekið fram að í þessu tilviki ber þessum þremur gerðum allvel saman. - Og evrópureiknimiðstöðin og afleiðuspár hennar eru einnig á svipuðu róli. Kortið gildir kl. 18 síðdegis á þriðjudag 17. janúar.

w-blogg170112

Kortið sýnir þrýsting við sjávarmál sem svartar heildregnar línur. Vindur er sem hefðbundnar vindörvar og lituðu svæðin sýna úrkomuákefð, blái liturinn táknar 10 til 15 mm á þremur klukkustundum.

Þegar kortið gildir er lægðin 976 hPa í miðju beint suður af landinu á leið norðnorðaustur. Hún er í foráttuvexti, á að dýpka um 18 hPa á næstu 9 klst (til kl. 3 aðfaranótt miðvikudags). Hirlam reiknar með að um það leyti verði hún yfir Meðallandinu en fari síðan norðaustur með landi til Austfjarða.

Á kortið er einnig merkt lægðardrag (með stóru X). Þessi tvö kerfi rétt missa hvort af öðru - sé að marka spána. Hefðu þau verið nákvæmlega i fasa hefði lægðin krappa farið norður með Vesturlandi, álíka öflug. Þá hefði meginillviðrið hitt á Reykjanes og Faxaflóa.

Á milli lægðarmiðjanna L og X liggur síðan eins konar naflastrengur - úrkomubakki sem ganga á inn á land á aðfaranótt miðvikudags eða undir morgun. Nú er helst útlit fyrir að snarpur hríðarbylur af vestri gæti fylgt bakkanum um suðvestanvert landið, jafnvel þótt hvorug lægðarmiðjan fari þar yfir.

Taka verður fram að í raunveruleikanum eru brautir kerfanna alls ekki fullráðnar þegar þetta er skrifað. Vel má vera að lægðin verði ekki jafnöflug og hirlam-líkanið gerir ráð fyrir, enda hefur hún varla myndast ennþá. Vissara er að fylgjast vel með veðurspám þriðjudagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 370
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 1686
  • Frá upphafi: 2350155

Annað

  • Innlit í dag: 330
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 321
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband