Af hríðarveðrum í Reykjavík

Fyrir nokkrum árum (2008) setti ritstjórinn saman fróðleikspistil um hríðarveður á vef Veðurstofunnar [Tíðni hríðarveðra á árunum 1949 til 2007]. Þar var slegið fram skilgreiningu á fyrirbrigðinu þannig að hægt var að leita að því í veðurathugunum.

Lesendur hungurdiska eru auðvitað hvattir til að lesa pistilinn og kynna sér skilgreininguna. Með henni kemur m.a. fram að hríðarathuganir eru um 50% fleiri á Akureyri heldur en í Reykjavík, en fjöldi einstakra hríðarveðra er nærri því sá sami á stöðunum tveimur. Hríðar á Akureyri standa hins vegar mun lengur heldur en í höfuðborginni. Hríðarveður sem stóðu í þrjá athugunartíma samfleytt (meira en 9 klukkustundir) voru aðeins tíu í Reykjavík en 97 á Akureyri - um tíu sinnum fleiri.

Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að hríðarathugunum hefur fækkað í Reykjavík á síðustu árum - rétt eins og fólk flest hefur á tilfinningunni. Í pistlinum sem vitnað er til birtist mynd sem sýnir þessa þróun fram til ársins 2007. Spurningin er hvað hefur gerst síðan og kemur þá að atriði dagsins. Það er ný gerð af þeim hluta myndarinnar sem sýnir Reykjavíkurtölurnar.

reykjavikurhridar

Lárétti ás myndarinnar sýnir árin, en sá lóðrétti fjölda hríðarathugana á ári. Byrjað er 1949 en endað 2011. Gráu súlurnar eru einstök ár, en rauða línan er 7-ára keðjumeðaltal (sett við endaár hvers 7-ára tímabils, fyrsta gildi nær yfir 1949 til 1955).  

Við sjáum býsna mikil áraskipti, árin 1977, 1987, 2007, 2009 og 2010 eru alveg hríðarathuganalaus. Miklar hríðar voru hins vegar 1949 (20 athuganir), 1968 (18 athuganir) og 1989 (17 athuganir). Einnig sést greinileg tímabilaskipting. Tíminn frá 1998 til okkar dags er sérlega léttvægt (helst að árið 2000 skeri sig úr með 9 athuganir). Á árinu 2011 voru hríðarathuganir fimm, sú síðasta á miðnætti að kvöldi 28. desember síðastliðinn - við munum það enn. Ein athugun er komin fram á árinu 2012, kl. 15 þann 10. janúar (illviðrið í gær).

Með hliðsjón af síðasta áratug má telja eðlilegt að hríðarveður í Reykjavík komi nokkuð á óvart - því þau hafa verið svo fá - miklu færri en á áratugunum þar á undan. Það er alltént raunverulegt. Myndin segir auðvitað ekkert um framtíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 390
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 1706
  • Frá upphafi: 2350175

Annað

  • Innlit í dag: 350
  • Innlit sl. viku: 1553
  • Gestir í dag: 340
  • IP-tölur í dag: 328

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband