9.1.2012 | 19:20
Síðbúin færsla um nær liðið veður
Hér kemur pistillinn sem til stóð að setja inn í gær - en tókst ekki. Hann er að nokkru úreltur og er því endurskrifaður og allmikið styttur.
Fyrst var litið á gervihnattamynd, hún var tekin í gær kl. 22 og sýnir lægðina sem nú (kl.19 á mánudagskvöldi) er rétt suðvestan við land. Í gær var hún hins vegar langt suðvestur í hafi.
Myndin sýnir dæmigerða vaxandi riðalægð. Að vísu sjást stundum öflugri kerfi en þetta en einkenni þess eru samt til staðar. Þar er fyrst að telja hlýja færibandið svonefnda. Þar er kjarni háloftarastar með vindi í stefnu rauðu örvarinnar. Hér vantar helst upp á að norðvesturbrún skýjagöndulsins sé skörp. Einnig má sjá að kerfið hefur haus - en engan sveip er enn að sjá í kerfinu (hann sést hins vegar í dag). Þó virðist vera að myndast þurr rifa á milli hauss og gönduls. Allt kerfið gengur síðan hratt í átt að éljasvæði fyrir suðvestan land.
Þetta hefði okkur á vaktinni fyrir 30 árum þótt heldur ískyggilegt - fyrir 50 árum voru varla nokkrar fréttir af skýjakerfi sem þessu. Nú er ástandið mun skárra - því nú taka tölvuspár mesta broddinn úr spennunni og þær segja að þessi lægð vaxi ekki úr öllu viti. Þegar þetta er skrifað (um kl. 19 á mánudag) dýpkar lægðin hins vegar mjög ört og vestan og sunnan við lægðarmiðjuna er mikið veður. Um það má nú lesa ágætan pistil Einars Sveinbjörnssonar og ættu áhugasamir að lesa hann.
Efnið hér að neðan er fyrst og fremst ætlað áhugasömum nemum hungurdiska - og aðrir geta sleppt því sér að skaðlausu.
Tilefni gefst til að líta á eina iðuspá - eitt furðukortanna sem tölvur nútímans sýna okkur. Vonandi getum við svo vanist þeim að eitthvað gagn verði af - en það tekur tíma og þolinmæði.
Spáin gildir í dag (mánudag) kl.18 og er frá því í gær eins og annað efni þessa pistils. Hér eru þrjú kort lögð ofan í hvert annað. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru svartar heildregnar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Þar eru kunnuglegar tölur, við sjáum 4980 metra línuna skammt úti af Vestfjörðum. Vanir menn sjá að það er óvenju lág tala.
Síðan má sjá bláar og rauðar heildregnar línur (og eina græna). Þessar línur sýna hæðarbreytingu 500 hPa-flatarins síðustu 6 klst. Blátt þýðir fallandi flöt (lægð eða lægðardrag nálgast) en rautt að flöturinn sé hækkandi. Þessar tölur eru ekki sérlega háar en framrás lægðardragsins sem lægð dagsins býr í sést mjög vel. Við sjáum líka að lægðin yfir vestanverðu Grænlandshafi dýpkar líka og færist til austurs á kortinu.
Blágráir (hæðaiða) og bleikir (lægðaiða) fletir sýna síðan svonefnda iðu. Hún segir til um vindsniða í þrýstifletinum og beygju þess. Hnútar (óreglulegar eða kringlóttar klessur) fylgja lægðum en borðar bera vott um vindsniða. Röst þar sem vindur ryðst áfram á ofsahraða býr til bæði lægða- og hæðasnúning, ímyndum okkur að spaðahjól séu sett röstinni til hvorrar handar og þá má auðveldlega sjá iðuna fyrir sér, hæðabeygju hægra megin við hreyfistefnu vindsins en lægðarbeygju til vinstri handar. Lægð dagsins og iðu hennar (merkt 1 á kortinu) ber hratt framhjá hinum hnútnum (sem merktur er 2) og þeir ná ekki alveg saman.
Horfum á þessa mynd um stund.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 880
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.