Hæsti og lægsti meðalhiti árið 2011?

Meðalhiti ársins 2011 í Reykjavík var 5,4 stig (eða 5,36 stig með ímyndaðri tveggja aukastafa nákvæmni), á Akureyri var meðalhitinn 4,08 stig (eða 4,1). En hvað með sjálfvirku stöðvarnar á stöðunum? Meðalhitinn við Krossanesbrautina á Akureyri var 4,10 stig - alveg sá sami og við Lögreglustöðina.

Á Veðurstofutúninu eru tvær sjálfstæðar stöðvar, venjuleg sjálfvirk og önnur sem kallast Reykjavík-búveðurstöð til aðgreiningar frá hinni. Meðalhitinn á túnstöðinni var 5,41 stig, en 5,33 stig á búveðurstöðinni. Ekki munar miklu - hefðbundna stöðin er nærri meðaltali hinna tveggja. Á Reykjavíkurflugvelli var aðeins hlýrra eða 5,54 stig. Munurinn er trúlega marktækur - á ársgrundvelli er lítillega hlýrra á flugvellinum.

Ekki voru nema sex sjálfvirkar stöðvar á landinu hlýrri en Reykjavíkurflugvöllur árið 2011. Skiptum nú yfir í töflu til að sjá hvaða stöðvar það voru:

röðmhitihámarklágmnafn
16,5816,6-9,7Surtsey
26,2916,5-10,6Vestmannaeyjabær
36,2616,8-10,4Garðskagaviti
45,8819,6-10Kvísker sjálfvirk stöð
55,6515,5-11,3Stórhöfði sjálfvirk stöð
65,6118,9-16,3Grindavík
75,5420,7-12,8Reykjavíkurflugvöllur
 

Meðalhiti ársins er í öðrum dálki - síðan er hámarkshiti ársins og þar næst lágmarkshitinn. Nafn stöðvarinnar er í aftasta dálknum.

Surtsey var hlýjasta stöð ársins, rúmu stigi hlýrri en Reykjavíkurflugvöllur en Vestmannaeyjabær er í öðru sæti. Allur listinn er í viðhengi - ásamt meðalhita á flestum Vegagerðarstöðvunum. Taka verður fram að á listanum eru einungis þær stöðvar sem vantar minna af athugunum heldur en 60 klukkustundir. Þetta veldur því að fáeinar hlýjar stöðvar sýna sig ekki - t.d. Vatnsskarðshólar. Á Vegagerðarlistann vantar Eyjafjallastöðvarnar báðar, Steina og Hvamm.

Hlýjasta Vegagerðarstöðin var sú í Öræfum (6,28 stig) og Markarfljótsstöðin i öðru sæti (5,91 stig). Neðsti hluti listans er (athugið að allur listinn er í viðhenginu):

röðmhitihámarklágmnafn
112-0,4216,3-22,5Hágöngur
113-0,7216,2-20,3Brúaröræfi
114-1,0316,3-22,9Sáta
115-1,5417,3-22,0Sandbúðir
116-1,7712,6-18,2Þverfjall
117-1,8314,0-18,2Gagnheiði
118-2,099,7-26,0Brúarjökull B10

Stöðin á Brúarjökli er sú kaldasta og Gagnheiði er næstköldust. Hiti fór aldrei í 10 stig á Brúarjökli. Steingrímsfjarðarheiði var köldust Vegagerðarstöðvanna með -0,29 stig.

Nú geta þeir sem vilja límt töfluna í viðhenginu inn í töflureikni og raðað að vild, t.d . eftir röð hæsta hámarks eða lægsta lágmarks - já - eða í stafrófsröð. Þá geta menn séð að á fjórum stöðvum fór frostið aldrei í -10 stig. Hver skyldi vera sú stöð sem á hæstan árslágmarkshita? Skyldi hún vera í nágrenni við þá Vegagerðarstöð sem merkir sig á sama hátt í sínum lista? Hvaða stöðvar eru hlýjastar í hverjum landshluta - hvar mældist hæstur hiti á Vestfjörðum?

Gögnin eru úr gagnagrunni Veðurstofunnar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Smá forvitni í mér hér, en erum við þá að tala um þrjár stöðvar? "Venjulega" sjálfvirka, búveðurstöð (líka sjálfvirka) og eina "hefðbundna" kvikasilfurstöð?

Og hver er staða kvikasilfurstöðvarinnar í dag? Er hún notuð til annars en viðmiðunar? Fara menn ennþá út á tún á þriggja tíma fresti og taka veðrið. Ef ég ek þarna framhjá á veðurathugunartímum sé ég aldrei neinn út á túni. Allavega engan alveg út á túni.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.1.2012 kl. 00:24

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú er Veðráttan orðin ein fimm ár á eftir tímanum. Þar var hægt að sjá mánaðarmeðalhita ýmissa sjálfvirkra stöðva frá 2001 minnir mig. Skil ekki hvers vegna Veðurstofan birtir ekki á veðfsíðu sinni meðalhita þeirra frá þeim tíma sem Veðráttuna sleppir. Hvergi er hægt að sjá þetta. Annars er Veðráttan orðin meira á efti timanum e var á verstu árunum í gamla daga. Ársyfilitið hefur ekki komið í ein tíu ár. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2012 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef séð menn gjöra þarna veðurathuganir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2012 kl. 00:30

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Kvikasilfursstöðin lifir enn góðu lífi - nákvæmlega eftir bókinni á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Hversu lengi það verður veit enginn. Vonandi verður gagnaaðgengi í framtíðinni betra en verið hefur.

Trausti Jónsson, 4.1.2012 kl. 00:59

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvers vegna tvær sjálfvirkar stöðvar á Veðurstofutúnini, fremur en ein,  og hvað er langt á milli þeirra? Það hefur komið fyrir að þær eru með býsna ólíkar mælitölur á hita á sama mælitíma og svo kvikasilfrið með þá þriðju, ég er þá að tala um nokkuð stóran mun ekki en ekki einhver brot úr stigi. Þetta hefur stndum komið fyrir, man eftir einu pínlegu dæmi þegar Einar Sveinbjörnsson nefndi tilvikið sem dæmi um að ekki væri alltaf gott að hafa margar mælistöðvar á sama stað. Hver er annars heildarhugsunin á bak við það að hafa tvær sjálfvirkar með einhverra metra millibil? Tek fram að ég trúi best á kvikasilfrið og vill helst ekki taka mark á sjálfvirka hitanum ef kvikasilfur er í boði og gildir það um allar stöðvar. Svo detta út kvikasilfurstöðvarnar ein af annarri en sjálfvirkar á sama stað halda áfram og maður veit eftir það aldrei hvort met er slegið. Ég hef séð, bara þó nokkuð oft,  mun á hámarki og lágmarki milli kvikasilfus og sjálfvirks mælis á sömu stöð jafnvel upp á þrjú stig. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2012 kl. 13:24

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Hitaskynjarinn á Reykjavík-bú-bú er inni í hefðbundnu skýli - en ekki sá á hinni sjálfvirku stöðinni. Kvikasilfursmælirinn er í öðru hefðbundnu skýli. Skýlin standa hlið við hlið en eru opnuð misoft.

Trausti Jónsson, 4.1.2012 kl. 14:56

7 identicon

Var að leita að meðalhita desembermánaðar í http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Stod_001_Reykjavik.ManMedal.txt , finn hann ekki en með þínu meðaltali yfir árið og hina 11 mánuðina reikna ég í flýti að hann hafi verið -1.9 , passar það?

Ari (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 15:33

8 Smámynd: Trausti Jónsson

Meðalhita desember í Reykjavík og fleiri stöðva má finna í yfirliti desembermánaðar:

http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2419

Hann var reyndar -1,95°C (veldu -1,9 eða -2,0)

Trausti Jónsson, 4.1.2012 kl. 16:29

9 identicon

Þakka. (maður villist stundum á vedur.is og finnur ekki stundum það sem maður ætlar sér ;)  )

Ari (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 17:38

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þess vegna finnst mér skynsamlegra að nota bú-bú sjálfvirku stöðina en ekki hina sem mætti þá kalla bö-bö þegar ég lendi í sérvisku vandræðum með hámörk og lágmörk á kvikasilfrinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.1.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 195
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 2350756

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 1806
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband