2.1.2012 | 20:30
Hlýju ári lokið
Árið 2011 var hlýtt - í Reykjavík það 18. hlýjasta frá upphafi samfelldra mælinga 1871. Heldur kaldara var nyrðra, á Akureyri er meðalhiti ársins í 31. sæti af 130. Nú hafa sextán ár í röð verið hlýrri en meðaltalið 1961 til 1990 í Reykjavík og þrettán í röð á Akureyri. Íhaldssamir vilja sumir að miðað sé við hið óvenju hlýja tímabil 1931 til 1960. Í Reykjavík hafa nú tíu ár í röð verið ofan við meðalhita þeirra ára og sex í röð á Akureyri. Þar var 2005 rétt við meðaltal hlýju áranna.
En meðalhitinn í Reykjavík árið 2011 var lítillega undir meðaltali áranna 2001 til 2010. Mjög hlýtt var í nágrannalöndunum austan við okkur. Langhlýjast þó að tiltölu í norðanverðri Skandinavíu þar sem árið var sums staðar það hlýjasta sem vitað er um. Sömuleiðis var hitinn einnig nærri hæstu hæðum á Bretlandseyjum. Ekki hefur enn frést af uppgjöri frá Grænlandi, en sennilega hefur árið ekki verið sérlega hlýtt þar.
En lítum á árshitann í Reykjavík frá 1871 til 2011. Þetta línurit eða önnur ámóta hafa komið oft við sögu á hungurdiskum áður og varla ástæða til að tyggja aðalatriðin enn og aftur.
Heldur verður að teljast ólíklegt að hitinn haldi áfram að rjúka jafnhratt upp á við og hann hefur gert síðustu 30 árin. Þótt hlýjustu árin upp á síðkastið (2003 og 2010) séu ekki marktækt hlýrri heldur en 1939 og 1941 er samt áberandi á myndinni hversu hlýr síðasti áratugur hefur verið - hvert einasta ár. Slíkt og þvílíkt höfum við ekki upplifað áður. Norðaustanlands á enn eftir að koma ár sem er hlýrra heldur en 1933.
Þrátt fyrir að hafa verið hlýtt í heild var hitinn á árinu 2011 fremur öfgakenndur. Tvö mikil kuldaköst gerði - en þau voru bæði styttri og rýrari heldur en hitabylgjurnar.
Frá árinu 2009 til 2010 hækkaði loftþrýstingur meira en vitað var um áður milli ára (ekki munar þó miklu). Nú bregður svo við að þrýstingur lækkaði meira á milli áranna 2010 og 2011 heldur en dæmi eru um áður. Þrýstingur var með hæsta móti 2010 en með því lægsta árið 2011. Mánaðarmeðalþrýstingur var undir 1000 hPa alla mánuðina september til desember - það gerðist síðast 1863 en meðalþrýstingur allra mánaðanna saman er þó lægri nú en var haustið 1863.
Mikið los er greinilega á stóru bylgjunum í vestanvindabeltinu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 55
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 1976
- Frá upphafi: 2412640
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1729
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.