Veđurkortagleđi viđ áramótin 2011 / 2012

Í tilefni áramótanna skulum viđ fara á dálítiđ kortafyllerí og líta á nokkrar spár um áramótaveđriđ. Ţćr eru allar frá evrópureiknimiđstöđinni (European Centre for Medium-Range Weather Forecasts– ECMWF) og gilda allar á sama tíma – áramótin sjálf, 31.12. 2011 kl. 24 eđa ef menn vilja frekar 1.1. 2012 kl. 00. 

Ţađ skal tekiđ fram – lesendum vćntanlega til sárra vonbrigđa ađ skýringar mínar á kortunum eru allt of stuttaralegar (glćpsamlega stuttaralegar) – en vonandi endist hungurdiskum ţrek til ađ lauma kortagerđum ţessum ađ síđar og ţá međ ítarlegri skýringum. Reyniđ ţó ađ hafa gaman af (og undrast).  

Ţetta eru 11 kort – mörg  mjög óvenjuleg og munu fćstir lesendur hungurdiska hafa séđ dćmi um ţau áđur. Ţess vegna er hér í bloggpistlinum sjálfum ađeins sýnt eitt ţeirra. Allur skammturinn er hins vegar í pdf-viđhengi. Kortin eru fengin í gegnum Veđurstofu Íslands, ţau birtast flest reglulega á veđurnördasíđum víđa um heim en eru sjaldnast eins skýr og hér. Ítarlegar skýringar má oftast finna á veraldarvefnum sé vel leitađ.

w-blogg301211a

Ţetta er kort af ţví tagi sem flestir kannast viđ. Jafnţrýstilínur eru svartar, úrkomusvćđi grćn, og blálituđ, en jafnhitalínur 850 hPa flatarins eru bláar (frost) og rauđar (hiti ofan frostmarks) strikalínur (0° línan grćn). Stađan er hins vegar frekar óvenjuleg ţví ein risalćgđ breiđist um nćr allt svćđiđ frá Labrador austur til Eystrasalts og frá Norđur-Grćnlandi suđur fyrir Asóreyjar. Hún er mjög djúp, um 949 hPa í lćgđarmiđju, en jafnţrýstilínurnar eru ekki tiltakanlega ţéttar nema á fáeinum svćđum.

Furđulítiđ af lćgđardrögum er í lćgđinni. Ţó má sjá eitt fyrir norđaustan land ţar sem gćti veriđ lokuđ lćgđ. Minniháttar lćgđardrag má sjá liggja frá Bretlandseyjum og suđvestur til Asóreyja, ţví fylgja kuldaskil. Lćgđardrag er einnig suđaustur af Hvarfi á Grćnlandi, en ekki er ađ sjá neitt skilakerfi samfara ţví. Ný lćgđ sćkir inn á svćđiđ úr suđvestri – en ţađ er talsvert verk ađ breyta stöđunni og alvöruhláka ekki í augsýn á nćstunni.

Hér lýkur pistlinum - en áfram er haldiđ í viđhenginu.

Af sérstökum ástćđum verđur nú aftur nokkurra daga hlé á hungurdiskum. Eru fastir lesendur og ađrir velunnarar beđnir forláts á ţví. Gleđilegt nýtt ár, trj.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleđilegt ár Trausti og takk kćrlega fyrir skemmtilega pistla á árinu sem er ađ kveđja

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2011 kl. 23:23

2 identicon

Gleđilegt nýtt á og ţakkir fyrir gamla áriđ og allan fróđleikinn á ţví liđna.

Gunnar Sćmundsson (IP-tala skráđ) 1.1.2012 kl. 11:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (7.8.): 81
 • Sl. sólarhring: 120
 • Sl. viku: 1339
 • Frá upphafi: 1951024

Annađ

 • Innlit í dag: 72
 • Innlit sl. viku: 1131
 • Gestir í dag: 62
 • IP-tölur í dag: 62

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband