Veðurkortagleði við áramótin 2011 / 2012

Í tilefni áramótanna skulum við fara á dálítið kortafyllerí og líta á nokkrar spár um áramótaveðrið. Þær eru allar frá evrópureiknimiðstöðinni (European Centre for Medium-Range Weather Forecasts– ECMWF) og gilda allar á sama tíma – áramótin sjálf, 31.12. 2011 kl. 24 eða ef menn vilja frekar 1.1. 2012 kl. 00. 

Það skal tekið fram – lesendum væntanlega til sárra vonbrigða að skýringar mínar á kortunum eru allt of stuttaralegar (glæpsamlega stuttaralegar) – en vonandi endist hungurdiskum þrek til að lauma kortagerðum þessum að síðar og þá með ítarlegri skýringum. Reynið þó að hafa gaman af (og undrast).  

Þetta eru 11 kort – mörg  mjög óvenjuleg og munu fæstir lesendur hungurdiska hafa séð dæmi um þau áður. Þess vegna er hér í bloggpistlinum sjálfum aðeins sýnt eitt þeirra. Allur skammturinn er hins vegar í pdf-viðhengi. Kortin eru fengin í gegnum Veðurstofu Íslands, þau birtast flest reglulega á veðurnördasíðum víða um heim en eru sjaldnast eins skýr og hér. Ítarlegar skýringar má oftast finna á veraldarvefnum sé vel leitað.

w-blogg301211a

Þetta er kort af því tagi sem flestir kannast við. Jafnþrýstilínur eru svartar, úrkomusvæði græn, og blálituð, en jafnhitalínur 850 hPa flatarins eru bláar (frost) og rauðar (hiti ofan frostmarks) strikalínur (0° línan græn). Staðan er hins vegar frekar óvenjuleg því ein risalægð breiðist um nær allt svæðið frá Labrador austur til Eystrasalts og frá Norður-Grænlandi suður fyrir Asóreyjar. Hún er mjög djúp, um 949 hPa í lægðarmiðju, en jafnþrýstilínurnar eru ekki tiltakanlega þéttar nema á fáeinum svæðum.

Furðulítið af lægðardrögum er í lægðinni. Þó má sjá eitt fyrir norðaustan land þar sem gæti verið lokuð lægð. Minniháttar lægðardrag má sjá liggja frá Bretlandseyjum og suðvestur til Asóreyja, því fylgja kuldaskil. Lægðardrag er einnig suðaustur af Hvarfi á Grænlandi, en ekki er að sjá neitt skilakerfi samfara því. Ný lægð sækir inn á svæðið úr suðvestri – en það er talsvert verk að breyta stöðunni og alvöruhláka ekki í augsýn á næstunni.

Hér lýkur pistlinum - en áfram er haldið í viðhenginu.

Af sérstökum ástæðum verður nú aftur nokkurra daga hlé á hungurdiskum. Eru fastir lesendur og aðrir velunnarar beðnir forláts á því. Gleðilegt nýtt ár, trj.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðilegt ár Trausti og takk kærlega fyrir skemmtilega pistla á árinu sem er að kveðja

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2011 kl. 23:23

2 identicon

Gleðilegt nýtt á og þakkir fyrir gamla árið og allan fróðleikinn á því liðna.

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1955
  • Frá upphafi: 2412619

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband