19.12.2011 | 01:07
Þrjár lægðir til jóla?
Nú má líta á norðurhvelsmyndina og sjá hvað ber fyrir augu. Hún sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins þriðjudaginn 20. desember kl. 12.
Hér átta kunnugir sig umsvifalaust. Bláu og rauðu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn milli þeirra. Þykka, rauða línan markar 5460 metra hæð, en þynnri rauðar línur sýna 5820 metra og 5100 metra.
Við sjáum að meginkuldapollur norðurhvels hefur aðsetur við Baffinsland - en þar er hans uppáhaldsbæli. Annars er frekar flatneskjulegt yfir heimskautssvæðinu sjálfu - og er það algengt á þessum árstíma, Meginrastir ólmast sunnar og má greina þær á þeim stöðum þar sem línurnar eru þéttar. Í straumnum má sjá allmargar smáar bylgjur - þær eru á leið til austurs. Ein fer yfir landið á mánudag og er að mestu komin hjá þegar kortið gildir.
Beint suður af landinu er myndarlegur, breiður hæðarhryggur og næsta bylgja - sú sem merkt er mi - fyrir miðvikudag - þarf að sækja meðfram honum til að komast til Íslands. Eindregin hæðarbeygja er á jafnhæðarlínum vestan í hæðarhryggnum og eiga bylgjan og lægð hennar töluvert erfitt uppdráttar við að snúa beygjunni yfir í hagstæðari lægðarbeygju. Undanfarna daga hafa tölvuspár átt mjög bágt með að ákveða hvort það tekst eða ekki. Ef það tekst kemur hér myndarleg lægð á miðvikudag - allmikið vestanveður verður sunnan við hana en austanáttin norðan við er meinlausari. Ef ekki tekst að breyta beygjunni - straujast lægðin framhjá án þess að vaxa fyrr en þá austan við meginbeygjuna.
Annað er það sem gerir spár fyrir miðja vikuna óvissar er hversu stutt er á milli miðvikudagsbylgjunnar (mi) og þeirrar sem vill koma hér við sögu á fimmtudag (fi á kortinu). Síðari bylgjan gæti dregið kraft úr þeirri fyrri - eða öfugt. En sem stendur er fimmtudagslægðinni spáð sunnan við land. Þá er spurningin með hana hvort snjókoma verður í austanáttinni - eða ekki.
Laugardagsbylgjan - já, aðfangadagslægðin - er á kortinu við suðvestanverðan Hudsonflóa. Örlög hennar eru alls ekki fullráðin og eins gott að tala sem minnst um þau á þessu stigi málsins. Hungurdiskar gefa málinu e.t.v. gaum næstu daga.
Já - í viðhengi er litaspjald sem sýnir kalda og hlýja mánuði í Reykjavík í tvöhundruð ár - í excel-skjali. Ofurkaldir mánuðir eru merktir með dökkbláu - en kaldir eru ljósari, Allra hlýjustu mánuðirnir eru dökkrauðir - en hlýir eru rauðbrúnir. Litirnir eru reiknaðir út miðað við tímabilið 1871 til 2010 - litir eldri mánaða eru hafðir með til gamans. Ekki er ætlast til þess að þessi leikur sé tekinn of hátíðlega.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1934
- Frá upphafi: 2412598
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir litaspjaldið Trausti.
Fróðlegt er að sjá að síðustu 10 ár, sem öll eru yfir meðaltalinu - Það er í raun lengsta samfellda tímabilið þar sem annað hvort er hlýrra eða kaldara en meðaltalið, öll þessi ár - ekki að ég ætli að vera mjög hátíðlegur í sambandi við það eða reyna að álykta hið minnsta út frá þeirri staðreynd...
En svona að lokum, verður árið í ár meðalár, þ.e. getur það þá brotið upp leitnina fyrir þetta samfellda tímabil ofan meðaltals sem verið hefur síðustu 10 árin í Reykjavík?
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 01:51
Svein Atli gleðst yfir samfelldu rauðu litunum og gengur nú léttum sporum inn í daginn, hugsandi með sér,
"Sko!, ég vissi það!"
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 08:14
Þakka þetta og ekki síst "litaspjaldið". Vekur athygli óvísindalega þenkjandi almúgamanns hversu tíminn þarna undir lok 19. aldarinnar hefur verið óskaplega kaldur í það heila tekið.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 12:07
Gaman að sjá litaspjaldið. Það er ekki minna skrautlegt en litaspjald Kjarvals! Sláandi að sjá kuldana sem komu um 1860 og áfram og svo hlýindin frá 1926 og framyfir 1960. Og merkilegt að sjá hvað svo kólnar og alveg sérstaklega á sumrin. Rauðkan á okkar öld er svo kapituli út af fyrir sig. Minnir mig reyndar á að ég ætlaði að útbúa áratöflu sem átti að fylgja hlýjustu og köldustu mánuðunum en var ekki búinn að koma því í verk, svo sjá mætti hvernig alllra mestu metmánuðurnir raðast saman eða þá sundur. En það sést þarna líka auðvitað og margt fleira.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.12.2011 kl. 12:43
Gunnar:
Ég er nú einfaldlega að benda á staðreynd, enda lengsta tímabil þar sem hiti er yfir meðallagi í töflunni - þú þarft ekkert að túlka mitt skap eða þankagang varðandi það, enda virðistu ekki mjög hæfur til þess. En þetta er reyndar dæmigerð athugasemd frá þér Gunnar...ekkert nýtt undir sólinni í þessum innihaldslausu persónulegu skotum þínum sem virðast endalaust þvælast fyrir "umræðunni" hjá þér ;)
PS. En þú ert þó hættur að kalla mig "vistkvíðasjúkling" í bili alla vega - batnandi manni er best að lifa :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.