16.12.2011 | 01:20
Nærri 10 ár frá ámóta köldum mánuði?
Reyndar er alltof snemmt ennþá að fullyrða um meðalhita í desember - en fyrri hlutinn hefur verið óvenjukaldur - sá kaldasti í Reykjavík síðan í desember 1950 (það er staðan í augnablikinu). Á Akureyri hefur núverandi desember aðeins vinninginn í kulda miðað við 1950.
Ef kuldinn helst verður spurt hversu langt er síðan ámóta kalt hefur verið í einhverjum mánuði. Til að meta það er tvennt til ráða. Annars vegar er að athuga vik frá meðalhita mánaðar og bera saman alla mánuði. Það truflar samanburð þann samanburð að vik á vetrum eru mun stærri heldur en að sumarlagi. Hægt er að fela þetta aðeins með því að leiðrétta fyrir árstíðabundnum breytileika. Hér er það gert með því að reikna staðalvik hitans í hverjum mánuði yfir langt tímabil og nota það til leiðréttingar. Staðalvik að sumarlagi er innan við helmingur þess sem er í vetrarmánuðunum.
Hér að neðan er mynd sem sýnir niðurstöður slíkra reikninga. Á hana er settur litakvarði. Ef rýnt er í myndina má sjá að dökkrautt sýnir þá mánuði sem hitinn hefur verið meira en 1,8 staðalvik ofan við meðallag. Dökkblátt sýnir þá mánuði sem hafa verið 1,8 staðalvik eða meira undir meðallagi. Mörk ljósari lita eru sett við 0,9 staðalvik.
Til gamans hefur núlíðandi desember verið settur í dökkbláa flokkinn. En alls ekki er víst að hann nái því að verða svo kaldur. Taflan sýnir að dökkblátt hefur ekki sést á sveimi síðan í febrúar 2002 - fyrir nærri 10 árum. Þar áður gerðist það í nóvember 1996. Síðan kemur milliblár litur aðeins tvisvar fyrir á nýju öldinni, síðast í október 2008, fyrir rétt rúmum þremur árum. Enginn mánuður ársins 2011 hefur verið undir meðallagi í Reykjavík til þessa nema mars.
Greinilega sést hvernig sumarið hefur staðið sig betur í hlýindum á tímabilinu sem hér er til umfjöllunar heldur en aðrir árstímar, dökkrauðu blettirnir eru mjög áberandi. Febrúar er oft bláleitur og október bregður til beggja átta. Ekki er mikla reglu að sjá á myndinni - ekki einu sinni ef maður tekur ofan gleraugun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 99
- Sl. sólarhring: 243
- Sl. viku: 1064
- Frá upphafi: 2420948
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 940
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Skýr og skemmtileg tafla sem þú setur upp þarna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 04:23
Þakkir fyrir greinagóða töflu. Hún sýnir svo ekki verður um villst að það er að kólna á Íslandi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 07:30
Áhugavert og mjög sjónrænt. Ef horft er á töfluna, þá er greinilegt að flestir mánuðir sýna leitni í átt til hlýnunar og meðaltal áranna líka (samt of stuttur tími til að vera marktækt gæti ég trúað). Skil því ekki hvers konar óskhyggja/bölmóður eða sjónskekkja verður til þess að Hilmar sér kólnun út úr þessari töflu.
Höskuldur Búi Jónsson, 16.12.2011 kl. 08:00
Taflan er reyndar í meira lagi rauð, Hilmar
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 10:44
...en það er rétt hjá þér, síðasti mánuðurinn er blár
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 10:45
Þessi tafla á eftir að blána verulega á næstu árum og áratugum. Sanniði til!
Forvitinn (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:24
Frekar rauð tafla, annars "byrjaði" líka kólnun í febrúar 2002, en eitthvað virðist nú hafa orðið hik í þeirri kólnun þá...eins og gerist öðru hvoru, eins og virðist ætla að verða í desember í ár líka (virðist vera frekar langt á milli bláu rammanna þó)... En alla vega þá er veðrið skemmtilegt :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 15:04
Já það er byrjað að kólna. En ef ekki er byrjað að kólna þá er allavega alveg að fara að byrja kólna. Og ef ekki er alveg að fara að byrja að kólna þá er kannski hugsanlega bráðum alveg að fara að byrja kólna.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.12.2011 kl. 15:08
Emil, ef það væri "like" takki við athugasemdir, þá hefði ég smellt á hann núna við þína...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 15:33
Ekki gleyma því samt að viðmiðunartímabilið er í kaldara lagi
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 15:46
Gunnar, viðmiðunartímabilið er það sama í allri töflunni...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 15:59
Sæll Trausti.
Splunkuný og heit grein (eða kannski ísköld?):
Solar activity and Svalbard temperatures
Ágúst H Bjarnason, 16.12.2011 kl. 16:15
Krækjan á greinina virkaði ekki. Prófa aftur að smella hér.
Ágúst H Bjarnason, 16.12.2011 kl. 16:17
Ágúst - heldurðu áfram að vísa í Ole Humlum..?
Í eftirfarandi tengli má lesa um vinnubrögð hans, ekkert til að hrópa húrra fyrir, sjá Humlum is at it again
Uppáhalds kaflinn minn er nefndur; Cherry-picking and inventing data - sem virðist vera uppáhald hans og annarra "efasemdamanna" um loftslagsvísindin. Það verður að vera einhver trúverðugleiki hjá rannsóknaraðilum, ekki síst þegar það er verið að gera svona spár eins og þeir félagar gera varðandi hitastigið við Svalbarða... sem ekki eru í samræmi við aðrar rannsóknir (nema kannski annarra kunnra "efasemdamanna")... Jæja, sagan endalausa heldur áfram hvað sem líður þeirri staðreynd að hitastig í heiminum hækkar - færðu ekki leið á að spá þessum kuldakastum Ágúst - búin að vera að síðan 1998 (hið minnsta) og ekkert bólar á þeim ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 16:42
Sveinn Atli, meðalhitinn er miðaður við 1961-1990. Það tímabil er tiltölulega kalt. (það var ekki búið að finna upp Global Warming þá) Vertu ekkert að gúggla það, það ruglar þig bara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 17:46
Sveinn Atli
Mikið óskaplega þykja mér þessi ummæli þín um prófessor Ole Humlum kjánaleg og þér til mikillar minnkunar. Hvers vegna í ósköpunum grípur þú alltaf til þess að ráðast á manninn og beita Ad Hominem aðdróttunum? Veistu ekki að það er allra lægsta stig rökfræðinnar og þeim til minnkunar er beitir þeirri aðferð?
Annars beindi ég orðum mínum til Trausta en ekki þín...
Ole Humlum er prófessor við Oslóarháskóla. Hér getur þú séð lista yfir greinar hans:
http://www.climate4you.com/Text/BIBLIOGRAPHY%20OLE%20HUMLUM.pdf
og vefsíða hans hjá háskólanum: http://www.mn.uio.no/geo/
Hann heldur úti einstaklega góðri vefsíðu sem margir kunna að meta: www.climate4you.com
.
Aðalhöfundur greinarinnar sem ég vísaði á og þú hefur vonandi kynnt þér er
Professor Jan-Erik Solheim við stofnun fræðilegrar eðlisfræði við Oslóarháskóla.
Listi yfir greinar hans eru hér: http://www.mn.uio.no/astro/personer/vit/janeso/
.
Sveinn Atli, ég held bara að þú hafir fullvissað mig um að skammt er milli vísinda og trúarbragða í loftslagsfræðunum
Ágúst H Bjarnason, 16.12.2011 kl. 17:57
Ole Humlum hefur verið staðin að óvönduðum vinnubrögðum og það er nú bara í stakasta lagi að minnast á það Ágúst. Það er nefnilega mikilvægt að viðkomandi séu trúverðugir (ekki síst þeir sem spá 6°C lækkun hitastigs að vetrum á Svalbarða) - mitt álit er það (byggt á gögnum og fleiru sem ég hef skoðað) að Ole Humlum sé ekki trúverðugur. Það virðist nú ekki mega minnast á hversu kjánaleg vinnubrögð svokallaðir sjálfskipaðir "efasemdamenn" beita, án þess að aðrir sjálfskipaðir "efasemdamenn" kalli það Ad Hominem. En hvað um það, hinir sjálfskipuðu "efasemdamenn" hafa oftar en ekki verið gripnir við óvönduð vinnubrögð og það er í mínum huga ekki til að auka trúverðugleika þeirra, svona svipað og tala um kólnun síðan 1998, sem ekkert ber á (nefnum engin nöfn)...
Þú hefur áður talað um að þér finnist loftslagsvísindi vera trúarbrögð...en afhverju stoppa þar - væri ekki alveg eins hægt að tala um að vísindamenn almennt vinni í anda trúarbragða...hvað með þróunarkenninguna, er hún kannski bara trúarbrögð í þínum huga? Kjánaleg "röksemd" að spyrða vísindi (hvaða nafni sem þau kunna að vera) við trúarbrögð...hef reyndar skrifað um það, sjá Mýtan um trúarbrögð í loftslagsvísindum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 18:40
Gunnar, já tímabilið á undan var kaldara en nú...ertu að reyna að segja eitthvað sérstakt með því að nefna þá staðreynd? Eða er hnattræn hlýnun bara rugl í þínum huga vegna þess að nú er heitara en áður - eða hvernig ber að skilja athugasemd þína?
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 18:42
Gaman að segja frá því að RealClimate (loftslagsvísindamenn sem skrifa þar - væntanlega trúarbrögð ef marka má Ágúst) skrifa um einmitt þessa grein sem Ágúst vísar til. Ánægjulegt að RealClimate nær að taka svona "efasemdagrein" til skoðunar strax - enda virðast "efasemdamenn" strax vera farnir að oftúlka þessa grein án frekari gagnrýni í hugsun, sjá t.d. WUWT - Ágúst er duglegur að finna efni þar (varasöm heimild).
En alla vega til að koma sér að efninu, þá skrifa vísindamennirnir á RealClimate um þessa grein þeirra Ole Humlum og félaga:
Curve-fitting and natural cycles: The best part
They claim to present a new technique to identify the character of natural climate variations, and from this, to produce a testable forecast of future climate. They project that
However, their claims of novelty are overblown, and their projection is demonstrably unsound.
First, the claim of presenting “a new technique to identify the character of natural climate variations” is odd, as the techniques Humlum et al. use — Fourier transforms and wavelet analysis — have have been around for a long time. It is commonplace to apply them to climate data.
Using these methods, the authors conclude that “the investigated Svalbard and Greenland temperature records show high natural variability and exhibit long-term persistence, although on different time scales”. No kidding! Again, it is not really a surprise that local records have high levels of variability, and the “long-term persistent” character of climate records has been reported before and is even seen in climate models.
The most problematic aspect of the paper concerns the Greenland temperature from GISP2 and their claim that they can “produce testable forecasts of future climate” from extending their statistical fit.
Of course, these forecasts are testable – we just have to wait for the data to come in.
Nánar Curve-fitting and natural cycles: The best part
Merkilegt að þeir fullyrði um nýjar aðferðir, þegar þær eru það ekki - segir kannski eitthvað um það hversu mikið þeir hafa kynnt sér málin ýkja vel og þekki ekki þá aðferðafræði sem er í gangi varðandi loftslagsfræðin...
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 19:55
Ágætu félagar (og Trausti). Þar sem ég telst vera hlutlaus aðili í þessum hávísindalegu umræðum legg ég til að deiluaðilar semji kolefniskirkjutrúarlegan jólafrið. Málið verður svo tekið upp að nýju á nýársdag 2012 og þá kemur endanlega í ljós að ég hef að sjálfsögðu rétt fyrir mér (samkvæmt venju): Það er að kólna á Íslandi.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 20:45
Mér finns mjög merkilegt að þú skulir ekki skilja athugasemd mína, Svein Atli, ... ég verð að segja það
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 20:48
Nú Gunnar - geturðu þá ekki bara sagt okkur hvað þú meinar, ég skal rifja upp hvað þú sagðir, svona svo við höfum það á hreinu :)
En þú getur kannski sagt okkur hvað þú meinar...ertu að tala um að vegna þess að hitastig hafi hækkað síðan á kaldara tímabilinu, þá hafi ekki verið að búið að "finna upp" hnattræna hlýnun og kannski þar af leiðandi ekkert að marka loftslagsvísindin (trúarbrögð ef við spyrjum Ágúst)...og hvað skiptir það máli hvort ég ruglist eða ekki... Annars er þetta óttalega kjánaleg athugasemd hjá þér, að mínu mati og segir ekkert hvað þú meinar, nema þetta sé bara eitthvað kjánaskot á mig - það kæmi mér ekkert á óvart ;)
Mér finnst reyndar merkilegt að þið "efasemdamennirnir" viljið ekki ræða þennan greinarstúf sem Ágúst vísar á...og virðist ekki vera mikils metin grein meðal loftslagsvísindamanna (trúarbrögð samkvæmt Ágústi), sem rökstyðja það nú nokkuð vel, afhverju greinin er ekki góð.
PS. Hilmar - þú ert ekki hlutlaus í þessari umræðu, enda með mjög afdráttarlausar skoðanir og afneitar loftslagsvísindum á ákveðin hátt :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 21:12
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 21:12: Friður, virðing og ást félagi, á ísjökulkaldri Aðventu. Ég er svo hlutlaus í augnablikinu að ég get einungis vísað í nýlegt blogg eftir Hilmar Þór Hafsteinsson um meintan þátt sólar í svonefndri 'hnatthlýnun.'
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 21:31
Hilmar: Hin manngerða loftslagsbreyting samanborin við hina náttúrulegu
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 22:00
Sveinn Atli Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 22:00: Signs Of Strengthening Global Cooling
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 23:38
Mér hitnar nú í hamsi við þessar umræður og verð að fara að kæla mig niður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2011 kl. 00:37
Sigurður - þú gætir skroppið út fyrir (mjög kalt í augnablikinu) - Svalbarði ku líka verða kaldur á næstunni, en það eru reyndar framtíðar órar ;)
Hilmar - Að efast um BEST
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 00:52
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 00:52: Félagi Svatli - The Gore Effect
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 01:14
Ætli sé rétt að birta alla myndina en ekki bara bútinn frá 1995 til 2011? Svo vill til að tímabilið 1961 til 1990 er nokkuð dæmigert fyrirallt mælitímabilið - nema í febrúar og september. Þau veðurnörd sem eru dýpst sokkin ættu að vita hvers vegna. Auðvitað er hugsanlegt að einhver muni einhvern tíma finna eitthvað handfast samband milli hitafars á jörð og þeirra sveiflna sem við þekkjum á sólinni. En löng saga slíkra tilrauna er svo hrakleg að það þarf eitthvað alveg sérstakt til að horft sé til þeirrar áttaþúsundustu með jávæðu hugarfari. Maður segir bara, jæja heldurðu það væni minn, og klappar höfundi vinalega á öxlina.
Trausti Jónsson, 17.12.2011 kl. 02:04
Svainn Atli, ef þessi ár í töflunni væru miðuð við 1931-1960, en ekki 1961-1990, þá væri taflan ekki alveg svona rauð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 04:28
Trausti - góður punktur með sólina og meint bein tengsl hennar við hitafar... Mér finnst reyndar stórmerkilegt að einhver sem vill láta taka sig trúanlega spái 6°C falli í hitastigi á næsta áratug (áratugum) staðbundið og notar (að því er virðist) aðeins sveiflur sólarinnar sem helstu röksemd - en eins og þú nefnir - þá er ekkert nýtt í þess háttar fullyrðingum...
Gunnar - Mér er kunnugt um það...en þú gleymdir að útskýra hvers vegna þú talaðir um hnattræna hlýnun og hvaða máli skipti hvort eða hvenær hún var "fundin upp" og hvers vegna ég ætti að ruglast eitthvað við að gúggla það... Það er bara útfærslu atriði varðandi staðbundið hitastig á Íslandi og lit á þessum kössum hvernig við tökum meðaltalið (Trausti tala um að tímabilið 1961-1990 sé dæmigert), hefur svo sem sáralítið með hnattrænt hitastig að gera...svo það er hálf kjánalegt að nefna það í sambandi við þessa töflu, Gunnar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 12:36
Ég er sennilega ekki nógu djúpt sokkið veðurnörd því ég átta mig ekki alveg á hvað meint er með því að árin 1961-1990 séu dæmigerð fyrir allt tímabilið. Það tímabil var hins vegar kaldara en 30 ára tímabilið á undan og því ætti taflan, ef ég skil hana rétt, ekki að vera eins rauð ef miðað væri við árin 1931-1960.
Svo held ég að megi alveg hafa í huga að síðustu 10 ár hafa verið það hlý á okkar slóðum að það er varla hægt að gera ráð fyrir meiri hlýnun í bili, hvað sem líður hnattrænni hlýnun. Það kæmi mér reyndar ekki á óvart ef næstu 10-20 ár verði jafnvel kaldari á Íslandi (og Svalbarða) heldur en fyrstu 10 ár þessarar aldar.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.12.2011 kl. 13:20
Emil,
Það er alveg rétt hjá þér, það gæti svo sem alveg kólnað (eða hitastig gæti staðið í stað) staðbundið, t.d. á Íslandi, þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Það er í sjálfu sér ekkert í fræðunum (að því ég best veit), sem mælir gegn því. Það má finna svæði á Jörðinni þar sem ekki hefur hlýnað, jafnvel kólnað - en við þurfum alltaf að skoða heildina.
En staðbundið hitastig er er þó alls ekki það sama og hin hnattræna hlýnun (sem gæti reyndar líka staðið í stað eða kólnað til einhvers tíma - þó ekki sé hægt að segja að hafi gerst, enn sem komið er alla vega) - og það má ekki rugla því tvennu saman eins og einhverjir gera í athugasemdum hér.
Mér þykja glannalegar spár þar sem litið er til eins þáttar (sólarinnar) og spáð er u.þ.b. 6°C lækkun hitastigs mjög gagnrýniverðar (ég er ekki einn um það - t.d. líka vísindamennirnir sem skrifa á RealClimate). Það hafa þó einhverjir verið duglegir (í mörg ár) að spá mikilli hnattrænni kólnun sem ekkert bólar á...og sumir tekið t.d. staðbundin kuldaköst á Íslandi (eða annars staðar) sem dæmi um það...sem er líka mjög gagnrýnivert og ekki dæmi um góð vinnubrögð...
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.12.2011 kl. 17:41
Trausti Jónsson, 17.12.2011 kl. 02:04: 'Jæja, heldurðu það væni minn!'
http://www.youtube.com/watch?v=tPH23RMkegw
http://www.forbes.com/sites/larrybell/2011/09/20/sorry-but-with-global-warming-its-the-sun-stupid/
http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2003824/Earth-facing-mini-Ice-Age-years-rare-drop-sunspot-activity.html
http://joannenova.com.au/2011/06/study-finds-global-warming-over-past-400-years-was-due-to-increased-solar-activity/
http://pattyinglishms.hubpages.com/hub/Sun-Spots
http://www.globalpost.com/dispatch/news/business-tech/science/110615/science-news-solar-flares-sunspots-global-warming
http://www.publicserviceeurope.com/article/782/global-warming-its-the-sun-stupid
http://www.forbes.com/sites/warrenmeyer/2011/08/25/did-cloud-just-rain-on-the-global-warming-parade/
http://www.idealtaxes.com/post3425.shtml
http://wattsupwiththat.com/2011/06/14/the-major-aas-solar-announcement-suns-fading-spots-signal-big-drop-in-solar-activity/
http://www.lunarplanner.com/SolarCycles.html
http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2003824/Earth-facing-mini-Ice-Age-years-rare-drop-sunspot-activity.html
http://projectavalon.net/forum4/showthread.php?30233-CERN-Study-indicating-Solar-Activity-plays-Larger-Role-than-Global-Warming-..-
http://www.guardian.co.uk/science/2011/jun/16/sun-astronomy
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 20:22
Það er alltaf varhugavert að nota staðbundin hita/kulda og ætla að það segi eitthvað um hnattrænan hita/kulda... fyrst þarf að safna saman ansi mörgum staðbundnum sveiflum áður en hægt er að álykta um hina hnattrænu. Þetta er bara svona almenn athugasemd.
Höskuldur Búi Jónsson, 17.12.2011 kl. 21:04
Emil. Orðalagið hjá mér, allt tímabilið, var nokkuð ónákvæmt hjá mér. Átt var við allt tímabilið 1871 til 2011. Á því tímabili var ársmeðalhiti aðeins 0,1 stigi hærri heldur en 61-90. Febrúar var áberandi hlýrri 61-90 heldur en að meðallagi allt tímabilið, en september og nóvember áberandi kaldari. Júní og júlí voru einnig kaldari. Fyrir langflesta mánuði skiptir ekki máli hvor viðmiðunin er notuð - nema að með þessum hætti er "auðveldara" fyrir febrúar að verða blár heldur en september og nóvember. - Nóvember 1996 varð samt blár. Tímabilið sem notað var til ákvörðunar staðalviks var 1871 til 2000. Staðalvik fyrir tímabilið allt er ívið stærra heldur en fyrir 61-90 fyrir flesta mánuði nema í janúar þar er það hið sama. Hægt er að setja fram upplýsingar af þessu tagi á fjölmarga vegu. Ég gerði svona litatöflu í fyrsta sinn fyrir um 35 árum - fyrir Stykkishólm að vísu - og ekki með sömu mörkum en þá var desember 1973 eini blái mánuðurinn á minni tíð og markaði þannig ákveðin tímamót. Ég veit ekkert um það hvort næstu tveir áratugir verða hlýrri eða kaldari en sá fyrsti á nýju öldinni - en það væri samt með nokkrum ólíkindum ef hlýnunin héldi áfram - en veðrið sjálft hlustar ekki á spár - því hefur sífellt tekist að koma á óvart.
Trausti Jónsson, 18.12.2011 kl. 01:53
Fyrirgefið þið mér félagar, Höski og Trausti, að ég trufli þetta innvígða sanntrúarspjall ykkar kirkjuhöfðingjanna en næstu tveir áratugir verða sannarlega kaldari en sá fyrsti á nýju öldinni - þó ekki væri nema bara fyrir þessa vísindalegu staðreynd.
Líkt og veðrið hlustið þið ekki á spár, KKK-félagar - en vísindin láta ekki að sér hæða.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 02:07
Gaman væri að sjá svona kort alveg frá 1871.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2011 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.