Af kuldakeppninni

Eins og margoft hefur komið fram í miðlum undanfarna daga hefur byrjun desember verið óvenjuköld, kuldarnir byrjuðu næstsíðasta dag nóvembermánaðar. Af einhverjum (tilviljanakenndum?) ástæðum hafa kaldar desemberbyrjanir ekki verið í tísku um langa hríð. Reyndar hafa kuldaköst ekki verið mörg síðari árin, hvorki í desember né öðrum mánuðum.

Aðeins ein desemberbyrjun síðustu 60 ára hefur verið kaldari í Reykjavík - það var 1961. Nú þegar er ljóst að hún dettur aftur úr - jafnvel strax á morgun (fimmtudag 8. desember). Þá er að fást við desember 1936. Hann er mun þrekmeiri, þá héldust kuldar allt fram yfir sólstöður. Kaldasti desember 20. aldar var mun lengur að taka við sér og kom ekki inn í keppnina fyrr en um miðjan mánuð.

Á Akureyri er fyrsta vika desember nú sú langkaldasta síðustu 60 árin, 2,5 stigum kaldari heldur en desemberbyrjunin 1961. Þar var mjög kalt í desember 1936 eins og í Reykjavík, m.a. fór frostið niður í -20,8 stig þann þriðja. Ég hef ekki athugað lægsta lágmark á stöðvunum þremur á Akureyri í þessari syrpu nú (Lögreglustöðin, Krossanesbraut og Akureyrarflugvöllur).

Röðin sem sýnir hita í Stykkishólmi kl. 9 á hverjum morgni 1873 til 2011 og kl. 8 1845 til 1872 er þægileg til samanburðar mjög langs tíma. Hiti fyrstu 7 dagana nú er þar í 17. sæti að neðan talið. Köldustu 10 eru:

 árhiti 7-daga
11892-6,33
21887-5,91
31936-5,81
41847-5,61
51895-5,53
61914-5,41
71856-5,33
81863-5,19
91885-4,99
101854-4,77
172011-4,01

Í Stykkishólmi er desember 1973 sá þriðji kaldasti sé meðalhitinn reiknaður á þennan hátt. Á 7-daga listanum er hann í 83. sæti og er þar með í hlýrri hluta töflunnar (mjög hlýtt var fyrstu þrjá dagana). Eftir 12 fyrstu daga desember verður hann kominn upp í 55. sætið og upp í níunda sætið þann 20. Eftir 12 fyrstu daga desember er 1936 í 15. sæti, en hækkar sig aftur og er í 10. sæti eftir 20 fyrstu dagana. Hann endaði svo í 18. sæti. Hvar skyldi desember 2011 lenda?

Allt þetta minnir mjög á langhlaup. Lítið er að marka röð keppenda í maraþonhlaupi eftir 10 kílómetra (7 daga af 31).

Enn er spáð heldur hlýnandi veðri um helgina - en engin hlýindi eru enn í kortunum. Aftur á móti er miklum illviðrum spáð á Bretlandseyjum og í Vestur-Evrópu á næstunni. Vaktbloggari dönsku veðurstofunnar orðaði þetta skemmtilega í morgun (miðvikudag - af dmi.dk):

„Det er med lidt skrækblandet interesse meteorologer i skrivende stund ser frem til fredagen“. [Veðurfræðingar líta til föstudagsins með óttablöndnum áhuga].


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 2327
  • Frá upphafi: 2413761

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2146
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband