Afbrigđilegir desembermánuđir 1

Hungurdiskar taka í dag hvíld frá kuldakastinu sem enn plagar stóran hluta landsins. Viđ víkjum ţó fljótlega aftur ađ veđurstöđunni ţví mikill atgangur verđur á Atlantshafinu nćstu viku - ţó ađ mestu sunnan viđ okkur. Spár eru ţó afskaplega óstöđugar - viđ verđum ţví ađ bíđa nánari frétta.  

Á undanförnum mánuđum hafa hungurdiskar reynt ađ búa til lista yfir ţá mánuđi sem hafa skoriđ sig úr hvađ tíđni vindátta varđar. Niđurstöđur hafa veriđ birtar í tveimur pistlum hvern mánuđ. Nú er litiđ á sunnan- og norđanáttadesembermánuđi. Síđar kemur ađ austan- og vestanáttunum. Flokkunin er gerđ eftir fimm ađferđum sem byggja á mismunandi gögnum.

1. Mismunur á loftţrýstingi austanlands og vestan. Ţessi röđ nćr sem stendur aftur til 1881. Gengiđ er út frá ţví ađ sé ţrýstingur hćrri vestanlands heldur en eystra séu norđlćgar áttir ríkjandi. Líklegt er ađ ţví meiri sem munurinn er, ţví ţrálátari hafi norđanáttin veriđ.

Ađ ţessu máli er desember 1916 mesti norđanáttarmánuđurinn. Hann var líka býsna kaldur. Ţessi eftirmćli fćr hann í hnotskurn: Ţurrviđrasöm og lengst af góđ tíđ sv-lands, en harđari međ nokkrum snjó na-lands. Kalt. Mestan sprett átti kuldinn dagana 10. til 23. Nćstmesti norđanáttardesember kom 1925. Tíđ var ţá talin hagstćđ nema á Norđausturlandi, kalt var í veđri. Nćr okkur í tíma er desember 1973 - hann er í ţriđja sćti.

Sunnanáttin var mest í desember 1953. Ritstjórinn man hann ekki - en man ţó ađ einum til tveimur áratugum síđar lifđi minning hans enn fyrir óvenjumikla umhleypinga og illviđri. Í öđru og ţriđja sćti eru desember 1881 og 1896. Ţeir fengu ekki slćma dóma ţrátt fyrir umhleypinga.

2. Styrkur átta eins og hann kemur fram ţegar reiknuđ er međalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuđum) veđurstöđvum. Ţessi röđ nćr ađeins aftur til 1949.

Norđanáttin var mest á ţessu tímabili í desember áriđ 2000. Tíđ var talin hagstćđ og góđviđrasöm. Í öđru sćti er desember 1981 og desember 2009 í ţví ţriđja. Desember 1973 er í sjöunda sćti. Sunnanáttin var mest 1953 og nćstmest 1991.

3. Gerđar hafa veriđ vindáttartalningar fyrir ţćr veđurstöđvar sem lengst hafa athugađ samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuđvindáttir og prósentur reiknađar. Síđan er tíđni norđvestan, norđan, norđaustan og austanáttar lögđ saman. Ţá fćst heildartala norđlćgra átta. Ţessi röđ nćr aftur til 1874. Sunnanáttin er metin á sama hátt.

Hér er norđanáttin mest 1916 - hún hefur greinilega veriđ óvenju mikil í ţeim mánuđi. Í öđru sćti er desember áriđ 2000 og desember 1985 í ţriđja sćti. Sunnanáttin var mest 1953 og síđan eru 1890 og 1932 í öđru sćti.

4. Fjórđi mćlikvarđinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nćr hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verđum viđ ţó ađ taka niđurstöđum greiningarinnar međ varúđ.

Enn er 1916 langmestur norđanáttardesembermánađa, 1925 er í öđru sćti og 1950 í ţví ţriđja. Mikil norđanillviđri gerđi í desember 1950. Sunnanáttin er mest í desember 1890 - síđan kemur 1933 og 1953 ţar á eftir.

5. Fimmti kvarđinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvađ hér er reiknađ í 500 hPa-fletinum. Hér er desember 1878 mestur norđanáttarmánađa og desember í fyrra, 2010 nćstefstur. Í ţessum tveimur mánuđum var loftţrýstingur einstaklega hár. Skýjahula hefur aldrei veriđ jafnlítil eđa minni í desember í Stykkishólmi frá 1873 til okkar daga eins og 1878. Heiđskírt var á öllum athugunartímum frá jóladagskvöldi til áramóta og fleiri heiđskírir dagar voru fyrr í mánuđinum - en ţađ var ansi napurt.

Sunnanáttin í 500 hPa var mest í desember 1953 og ţar á eftir koma desember 1933 og 2007.

Ćtli viđ segjum sunnanáttina ekki mesta 1953 og ađ mesta norđanáttin hafi veriđ 1916.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í 3. tek ég eftir ađ austanátt er inni í heildartölu norđlćgra átta. Ţađ loft sem hingađ berst í austanátt getur ýmist veriđ upphaflega ćttađ úr norđri eđa suđri. Ţýđir ţetta ađ algengara er ađ austanátt sé af norđlćgum uppruna?

PS Ţakkir fyrir sérlega frćđandi blogg, eitt ţađ allra besta hérlendis (a.m.k. fyrir nörda).

Björn Jónsson (IP-tala skráđ) 10.12.2011 kl. 00:16

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er rétt hjá ţér Björn ađ austanáttin er hér talin til norđlćgra átta og sömuleiđis er rétt ađ telja ţađ óheppilegt. Ég er alltaf nokkuđ hugsi yfir ţessu og breyti vonandi til síđar - ţó varla áđur en ţessari ákveđnu mánađayfirferđ er lokiđ. En hér er ţetta hliđarafurđ úr öđru verki. En ţetta er ađferđ sem gefur niđurstöđur sem verst falla ađ hinum ađferđunum fjórum. En bestu ţakkir fyrir lofiđ - ekki veitir af.

Trausti Jónsson, 10.12.2011 kl. 01:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 362
 • Sl. sólarhring: 365
 • Sl. viku: 1908
 • Frá upphafi: 2355755

Annađ

 • Innlit í dag: 338
 • Innlit sl. viku: 1762
 • Gestir í dag: 318
 • IP-tölur í dag: 317

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband