4.12.2011 | 01:39
Kuldaframrás allt um kring
Í dag lítum við á spákort sem sýnir hita og vind í 850 hPa-fletinum yfir landinu og umhverfi þess sunnudaginn 4. desember kl 18. Kortið er fengið af flugveðurspásíðum vefs Veðurstofunnar.
Ég hef bætt nokkrum örvum og hringjum inn á kortið. Vindurinn er táknaður með hefðbundnum vindörvum sem sýna stefnu og styrk vindsins. Sterk norðvestanátt er bæði norðaustur af landinu sem og suðvestur í hafi. Norðaustanátt er á Grænlandssundi og óráðin átt á blettum suður og suðaustur af landinu. Vindörvarnar sýna að kalt aðstreymi er ríkjandi á meginhluta þess svæðis sem kortið sýnir. Það sjáum við með því að horfa á hornið á milli jafnhitalínanna (bláar strikalínur) og vindsins. Þar sem vindurinn liggur undir horni á jafnhitalínurnar frá kaldara svæði ýtir hann kalda loftinu áfram þannig að vegur þess vex.
Frostið er minnst við Skotland, þar má aðeins sjá í -5 stiga jafnhitalínuna. Gróf hjálparregla segir að sé frost meira en -5 stig í 850 hPa falli úrkoma líklega sem snjór niður undir sjávarmál. Þetta er þó ekki algilt og síst þar sem vindur blæs af hlýju hafi eða þar sem loft er sérlega vel blandað. Ekki er víst að það snjói við sjávarmál í Skotlandi - en örugglega á fjallvegum.
Eins og nefnt var að ofan leggst vindurinn í strengi á kortinu, Hvassastur er strengurinn fyrir suðvestan land þar sem vindi er spáð 25 m/s. Í hinum strengjunum er vindur á bilinu 15 til 20 m/s. Talsverður vindsniði er til beggja átta frá miðju strengjanna.
Það ætti að vera auðvelt að sjá að væru spaðahjól sett sitt hvoru megin vindstrengjanna myndu þau fara að snúast, í lægðahring (hægragrip) vinstra megin strengjanna, en í hæðarhring (vinstragrip) hægra megin. Hringirnir á kortinu og örvarnar í þeim eiga að sýna lægðahringina.
Það hlýtur því að teljast eðlilegt að lægðasveipir myndist vinstra megin strengjanna. Þetta er einna erfiðast í Grænlandssundi vegna þess hve farvegurinn er þröngur. Þess vegna er líklegast að sveipmyndun í þessari vindátt og vindstyrk hinkri aðeins þar til farvegurinn fer að víkka. (Lítil regla þó á því).
Svipað hagar til við suðurodda Grænlands, Hvarf. Þar kemur mikill vindstrengur oft úr vestri og þvingast þar í mjóa röst. Á ensku er fyrirbrigðið kallað tip jet, íslenskt nafn hefur ekki enn fest sig í sessi - kannski hornröst eða hvarfröst? Þegar loftið kemur lægðabeygjuþrungið fram hjá Hvarfi myndast gjarnan hvirflar út af ströndinni þar norður af.
Eftir að lægðasveipur hefur myndast og rifið sig lausan við upprunastaðinn fær hann valdið á nokkru svæði og hreyfist síðan gjarnan með vindum hærra uppi. Af því að aðstreymið er kalt vitum við að vindur snýst til lægri áttar með hæð - norðvestanátt verður vestlæg, austanátt norðaustlæg o.s.frv. Þegar kortið gildir er þvi líklegast að sveipir hreyfist til austurs á meginhluta svæðisins (nema í Grænlandssundi).
Undantekning er þó á hreyfifrelsi sveipanna í grennd við Íslandsstrendur. Það eru aðeins hæstu fjöll sem ná upp í 850 hPa flötinn, neðar ríkir sérstakt landloftslag. Þar kólnar loft stöðugt vegna neikvæðs geislunarjafnvægis í björtu veðri. Þetta loft streymir undan halla til sjávar og nýtt loft dregst niður í staðinn. Við vitum að niðurstreymi leysir upp ský og þar með heldur útgeislunarástandið sér sjálfkrafa við - það þarf vind og/eða öflug skýjakerfi til að breyta því.
Kalda loftið af landi hefur hins vegar í för með sér að munur á hita lofts og sjávar verður meiri en ef landloftsins nyti ekki við. Loftið yfir hlýsjónum verður óstöðugt og éljaklakkar myndast. Losun dulvarma eykur lægðahringrás (allt of langt mál er að upplýsa hér og nú hvers vegna). Ekkert munar um einstaka klakka en þeir vilja leggjast í garða utan um áhrifasvæði landloftsins. Lægðasveipirnir myndast frekar í éljagörðunum en utan þeirra - sé um eitthvað val að ræða.
Hér hefur verið stiklað á stóru um stöðu sunnudagsins. Útlit er fyrir að svipað ástand haldist næstu daga. Sannleikurinn er hins vegar sá að mjög erfitt er að spá myndun einstakra lægðasveipa og segja fyrir um samskipti land- og sjávarlofts. Sú framför hefur þó orðið á síðustu árum að nákvæmustu tölvulíkön eru farin að sjá sveipina og mynda líka sveipi - þá e.t.v. ekki á réttum stað.
Í dag - laugardaginn 3. desember komust éljabakkar aðeins inn á landið vestanvert. Skýjafar var um stund mjög athyglisvert því loft var greinilega óstöðugt um stund ofan landloftsins og mátti sjá eins konar stýfða klakka. Meir um þá síðar gefist tilefni. Landloftið var mjög grunnt og lítt blandað, t.d. var -9 til -11 stiga frost á Hvanneyri, en ekki nema -5 til -7 í 480 metra hæð í Skarðsheiði. Hefði það loft komist alveg til jarðar hefði verið frostlítið í Borgarfirði.
Já, við sjáum að -20 stiga jafnhitalínan snertir Vestfirði á spákortinu. Hirlam líkanið var á árum áður alræmt fyrir að vera of kalt að neðan - hvort svo er ennþá veit ég ekki. En óvenjulegt er að þessi jafnhitalína snerti landið. Við getum litið betur á metkulda í þessari hæð ef þessi spá reynist rétt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 64
- Sl. sólarhring: 287
- Sl. viku: 1859
- Frá upphafi: 2412879
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 1654
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.