Köldustu dagar desembermánađar 1949 til 2010

í Tilefni af kuldanum ţessa dagana er rétt ađ fara yfir köldustu desemberdaga síđustu áratuga. Hér er ađeins miđađ viđ međaltal stöđva í byggđ.

Lćgsti međalhiti

ármándagur (°C)
19731217-13,42
19731218-12,90
19611228-12,68
20041223-11,86
19731213-11,72
19771219-11,57
19611227-11,32
19891220-11,32
19761231-11,29
19771218-11,15
19881224-10,95
19801218-10,86
19651226-10,82

Ekki er neinn dagur á listanum eftir 1989 nema Ţorláksmessa áriđ 2004 (er virkilega svo langt síđan). Von ađ menn séu orđnir óvanir kuldum í desember. Efstu tvö sćtin (ţađ er varla hćgt ađ segja verma) eru í höndum desember 1973 og einnig dagurinn í fimmta sćti. Ţađ var eftirminnilegur mánuđur. Sá sem skrifar kom einmitt heim í jólafrí frá Noregi ţann 17. Ţar sátu menn í hálfgerđu losti yfir olíukreppunni sem lamađi umferđ og jafnvel húsahitun. Hér gćtti olíukreppunnar ekki á ţann hátt - verđiđ bara hćkkađi. Bćđi nóvember og desember 1973 voru mjög kaldir og ýttu undir hugmyndir um yfirvofandi ísöld. Fádćma illviđri plöguđu Vestur-Noreg og nýja olíuborpalla í Norđursjó. Mér er til efs ađ jafn hvassviđrasamir mánuđir hafi komiđ ţar síđan - en ég veit ţađ ţó ekki.

Í ţriđja sćti er óskaplega kaldur dagur milli jóla og nýjárs 1961. Einnig mjög eftirminnilegur í Borgarnesi. Ţá sá ritstjórinn einmitt hungurdiska í fyrsta skipti um sína daga og gleymir ţeirri sjón og frostreyknum mikla á firđinum ekki. Ţá var -16,8 stiga frost í Reykjavík.

Ţvínćst eru ţeir dagar sem eiga lćgstan međallágmarkshita á landinu.

ármándagur (°C)
19731218-16,24
19771219-15,75
19731214-15,22
19611228-15,20
19741222-14,96
19731217-14,66
19611229-14,27
20041223-14,24
19691211-14,06
19891220-13,83
19761231-13,79
1949129-13,74

Hér er 18. desember 1973 í fyrsta sćtinu, en sá 19. áriđ 1977 tređur sér í annađ sćti - en var í sjötta sćti međalhitalistans. Ţorláksmessa 2004 stendur sig enn best daga á nýju öldinni.

Í desember skiptir sólargangurinn nánast engu máli fyrir hitann. Á öđrum árstímum er hámarkshitinn oftast lćgstur í hvössum norđanvindi. Listi yfir lćgsta hámarkshita er ţví ekki mjög ólíkur hinum. En samt bregđur ţar fyrir öđrum dögum.

ármándagur (°C)
19731218-11,32
19611228-10,88
19771219-10,49
19761231-9,17
1967127-8,68
19651227-8,52
19891220-8,44
19881224-8,24
19681218-8,15
19951222-8,11
19951226-8,08
19651226-8,01
19661224-8,01

Enn er 18. desember 1973 í heiđurssćtinu og sá 28. 1961 er nú í öđru sćti. Dagar frá nýrri öld sjást ekki. Ţeir sem eru nćst okkur í tíma sýndu sig um jólaleytiđ 1995, sá 22. og 26.

Fyrir ţykktarnördin (ţau eru vonandi orđin nokkur) er ţađ 28. desember 1961 sem á minnstu ţykktina í ţeim punkti amerísku endurgreiningarinnar sem nćstur liggur háloftastöđinni á Keflavíkurflugvelli. Hún var ţá 4920 metrar. Dagarnir köldu 1973 eru skammt undan.

Hungurdiskar hafa einnig leitađ uppi lćgstu ţykkt í fleiri punktum í námunda viđ Ísland og allra lćgsta gildiđ er einnig frá sama degi 1961, 4882 metrar, á 66°N og 14°V. Greiningin nćr aftur til 1871 - en viđ höfum ekki allt of mikla trú á ţykktarmáli hennar á 19. öld - hvađ metalista varđar.

Ţá vitum viđ ţađ. Síđar kemur listinn međ lćgstu lágmörkum veđurstöđvanna í desember. Spár gera ráđ fyrir ţví ađ ţykktin nćstu daga eigi ađ fara niđur fyrir 5000 metra norđantil á landinu, en ţađ lćgsta sem ég hef séđ á spákortum nćstu daga yfír Keflavíkurflugvelli er 5020 metrar - 100 metrum meira en hungurdiskadaginn 28. desember 1961 (hálf öld ţađ).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guđmundsson

Ţađ hefur kannski komiđ fram hér áđur en geturđu útskýrt hvađ „hungurdiskar" eru?

Ég hélt ţetta vćri tilvitnun í kvćđi eftir Matthías, „hungurdiskum hendandi yfir gráđ". Íslenskukennari í menntaskóla tók ţetta fyrir og taldi lélegan skáldskap hjá Matthíasi, ef ţetta er heiti á einhverju veđurfyrirbrigđi hefur hann haft skáldiđ fyrir rangri sök.

Hólmgeir Guđmundsson, 3.12.2011 kl. 12:51

2 identicon

Hólmgeir, ég ţykist vita ađ Trausti svari ţessu í kvöld, en ţangađ til, ţá eru hungurdiskar nokkurnveginn hringlaga "diskar" úr ís, sem myndast á straumvötnum og sjó ţegar slíkt tekur ađ frjósa.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 3.12.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Hólmgeir: Ađeins eitt dćmi er um hungurdiska í ritmálssafni orđabókar HÍ - úr kvćđi Matthíaar. Ţar á hann viđ - ađ ég held - hafísjaka yfirleitt. Jón Eyţórsson tók orđiđ upp í myndartexta (og gćsalöppum) í ţýđingu sinni á bókinni ‘Blandt sel og björn’ eftir Nansen. Ţýđingin nefnist Hjá selum og hvítabjörnum útgefandi er Ísafoldarprentsmiđja, Reykjavík, 1967. Myndina hef ég notađ nokkrum sinnum - ţar á međal sem höfundarmynd á feisbúkksíđu minni - hún heitir hungurdiskar. Rétt er ađ taka fram ađ ég nota hana nćrri ţví ekki neitt - en vel má verđa ađ ég geri ţađ síđar. Á myndinni sést ţađ sem yfirleitt er kallađ íslummur - ţokkalegt orđ - alla vega skárra en enska hráţýđingin pönnukökuís. Hungurdiskar er hins vegar miklu betra heiti og ber ađ ţakka Matthíasi fyrir ţađ - jafnvel ţótt hann hafi haft almennari merkingu í huga og kvćđiđ allt kunni ađ vera leirskotiđ međ köflum.

Trausti Jónsson, 3.12.2011 kl. 16:24

4 identicon

Ţađ er hér í nágrenni viđ mig,á Kálfhóli á Skeiđum, nýleg veđurathugunarstöđ.  Hún hefur ţó nokkuđ oft mćlt lćgsta hita yfir landiđ (og stundum reynda ţann hćsta líka). Hefđi ţessi stöđ ekki veriđ ţá hefđu veriđ notuđ gögn frá ţeirri nćstlćgstu m.ö.o. verđur ekki ađ vara sig á slíkum skekkjum ţegar horft er aftur í tímann til ađ meta hćstu og lćgstu gildi hita?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 3.12.2011 kl. 17:40

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Merkingaruppástunga Ţorkels er rétt. Bjarni, besta leiđin til ađ forđast vandrćđi í međaltölum međ ţví ađ stöđvarnar séu nćgilega margar. Ég hef ekki enn gert kerfisbundinn samanburđ á landsmeđaltölum sjálfvirkra og mannađra stöđva en í slíku međaltali munar mjög lítiđ um köldustu eđa hlýjustu stöđina eina og sér. Veđurstöđvar á landinu hafa veriđ nćgilega margar til samanburđar međaltala eins og gerđur er í ţessum pistli allt frá ţví um 1930 til 1940. Fyrir ţann tíma er erfiđara um vik, t.d. voru hámarksmćlingar óvíđa gerđar. En Kálfhóll er góđ veđurstöđ - ţar er t.d. loftvog en ţćr eru á miklum minnihluta stöđvanna.

Trausti Jónsson, 4.12.2011 kl. 01:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 201
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 2122
  • Frá upphafi: 2412786

Annađ

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 1864
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband