24.11.2011 | 01:05
Lægðin að taka á sig mynd
Hér er vísað í lægð sem minnst var á í pistli hungurdiska í gær og var þar kölluð fyrri lægðin. Hún dýpkar nú rösklega. Á miðnætti (aðfaranótt fimmtudags 24.11.) er giskað á að þrýstingur í miðri lægðinni sé 977 hPa - en á að vera komið niður í 944 hPa eftir sólarhring, 33 hPa-dýpkun á sólarhring. Lítum á hitamynd kl. 23 á miðvikudagskvöld (23.11.). Myndin er af vef Veðurstofunnar, vedur.is.
Þeir sem þekkja landaskipan sjá að Ísland er ofan miðju myndarinnar en hún spannar svæði suður til Spánar og vestur til Nýfundnalands. Því hvítari sem fletir eru á myndinni því kaldari eru þeir. Ský eru oftast kaldari heldur en undirliggjandi haf og land og því hvítari sem þau eru því hærra eru þau á lofti.
Mest áberandi af skýjakerfunum er það í námunda við rauðu örina sem ég hef sett inn á myndina. Hún sýnir nokkurn veginn svokallað hlýtt færiband lægðarinnar. Þar er rösklegt uppstreymi. Lægðarmiðjan er þar vestan við. Kerfið er um það bil að slitna frá syðra lægðarkerfi sem sitja mun eftir ræstist spár.
Fastir lesendur hungurdiska vita að mestur gangur er í lægðarkerfinu við skarpa brún hvíta svæðisins - í vesturkanti hlýja færibandsins. Þar bendir ör á niðurstreymissvæði vestan brúnarinnar. Þar leysast ský upp. Þetta er oft kallað þurra innskotið eða rifan (bókstafurinn Þ er við hinn enda örvarinnar). Næst norðvestan við hana er skýjabogi - ívið lægri (og grárri) heldur en skýin í hlýja færibandinu. Þessi bogi er stundum kallaður kalda færibandið - en í raun þarf að liggja dálítið yfir stöðunni til að greina það. Þetta gæti líka verið það sem við viljum kalla undanskot (undan) hlýja færibandinu. Ég hallast að fyrrnefnda möguleikanum í þessu tilviki - en er ekki viss. Hef helst það fyrir mér að undanskotin verði yfirleitt ekki áberandi fyrr en greinilegri krókur hefur myndast í kringum sjálfa lægðarmiðjuna. Krókurinn er ekki kominn í ljós á þessari mynd.
Á myndinni má sjá í jaðar næstu lægðar við Nýfundnaland sem hvítan skjöld, við horfum þar á hlykkinn á hlýju færibandi hennar.
En lítum nánar á spána um stöðu lægðarinnar kl. 18 á fimmtudag (24.11.).
Kortið sýnr stöðuna kl. 18. Þá er lægðin um 950 hPa í miðju og er að valda vondu í Færeyjum. Ég hef merkt inn stöðuna á miðnætti (aðfaranótt fimmtudags) sem L innan í brúnum hring þannig að vel megi greina hversu rösklega lægðin hefur farið á 18 klst. Um sólarhring síðar verður hún þar sem merkt er S í hring vestan við Lófót í Noregi. Bókstafurinn S er valinn vegna þess að þar á lægðin að fara í slaufu sína. Riðalægðir taka oft (ekki alltaf) slaufu á braut sinni í þann mund sem þær ná mestum þroska. Þá er veðrið sem fylgir lægðinni verst (ef landaskipan truflar ekki). Mig langar til að skýra það nánar síðar.
Þegar lægðin fer hjá milli Íslands og Færeyja er hún enn á rösklegri ferð. Áður en tölvuspár náðu þeim þroska sem nú er voru lægðir sem fóru hratt hjá suðaustan við land sérstakt vandamál. Vindur í norðvesturjaðri þeirra (samsíða hreyfistefnu) er nefnilega minni heldur en þrýstibratti gefur einn til kynna, en nær sér aftur á móti upp um leið og þrýstilínurnar taka að sveigja bakvið lægðina.
Nú segja tölvuspár okkur ekki einungis um þrýstibrattann sjálfan heldur reikna þær líka út vindhraða og vindstefnu. Þeir sem lesa úr tölvuspám - og eru órólegir yfir vindi - ættu því frekar að líta á vindhraðaspána (t.d. í 925 hPa-fletinum) heldur en að treysta þrýstibrattanum einum saman til vindmats. Til viðbótar þessu misræmi í þrýstibratta og vindi við krappar hraðfara lægðir verður líka að leiðrétta fyrir sveigju þrýstilínanna. Vindur í lægðarsveigju er minni heldur en þrýstibrattinn einn segir til um.
Þegar lægðir taka slaufuna hægja þær mjög á sér og þá hverfa þau skýlandi áhrif sem hreyfingin hefur þar sem þrýstivindurinn blæs andstætt henni. (Í þessu tilviki í norðvesturjaðri lægðarinnar). Áður en nákvæmar tölvuspár komu til var mjög erfitt að meta hvar eða hvort lægðarmiðjan tæki slaufu.
En þessi texti er orðinn ansi slaufukenndur og mál að linni. Rétt er þó að minnast á framtíð seinni lægðarinnar. Nú er henni spáð þannig að hún fletjist nokkuð út á leið sinni sunnan við land (strauist) en hún taki við sér svo um munar við Skotland og þar austur af á sunnudag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 916
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3306
- Frá upphafi: 2426338
Annað
- Innlit í dag: 816
- Innlit sl. viku: 2972
- Gestir í dag: 798
- IP-tölur í dag: 734
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.