Nördamoli um úrkomu

Þegar hungurdiskar fjölluðu um afbrigðilega nóvembermánuði á dögunum var minnst á úrkomumetið einstaka sem sett var á Kollaleiru í Reyðarfirði í nóvember 2002. Þá mældist mánaðarúrkoman 971,5 mm. Þetta er mesta úrkoma sem mælst hefur í einstökum mánuði á íslenskri veðurstöð og aldrei hefur jafn hátt hlutfall meðalúrkomu ársins mælst í einum mánuði.

Sé þetta reiknað nákvæmlega kemur í ljós að úrkoma þessa einstaka mánaðar var 73% af meðalársúrkomu á Kollaleiru 1971 til 2000 (1330,2 mm).

Þetta kom fram í fyrri pistli, en þeirri spurningu var ósvarað hvort einhver annar mánuður á annarri stöð nái ámóta háu hlutfalli. Svarið er neitandi, næsta tala er talsvert lægri, eða 55% - en mánuðurinn er sá sami, nóvember 2002, staðurinn einnig á Austurlandi - handan fjalla, Grímsárvirkjun á Héraði. Þetta eru einu tilvikin þar sem meir en helmingur meðalársúrkomu hefur fallið í einum mánuði á Íslandi.

Slatti af tilvikum er á bilinu 41 til 48%, hér er listi sem miðaður er við meðaltalið 1971 til 2000:

ármánúrkársmeðhlutfallnafn
200211971,51330,273Kollaleira
200211454,0824,755Grímsárvirkjun
195112507,71055,048Hornbjargsviti
199510259,7582,645Sandur í Aðaldal
199010233,0515,845Dratthalastaðir
199311417,7946,944Hvanneyri
200211672,41511,744Hólar í Hornafirði
199510221,0515,843Dratthalastaðir
19921524,71245,042Hólar í Dýrafirði
198510525,81245,042Hólar í Dýrafirði
199510278,9668,042Grímsey
199510178,7422,942Mýri í Bárðardal
199311548,21330,241Kollaleira

Fyrstu tveir dálkarnir sýna ár og mánuð, þriðji dálkurinn sýnir úrkomuna í viðkomandi mánuði. Síðan kemur ársmeðaltalið á stöðinni 1971 til 2000. Þar fyrir aftan er það sem við erum að fjalla um, hlutfall mánaðarúrkomunnar af ársmeðaltali. Nafn stöðvarinnar er aftast.

Við sjáum að nóvember 2002 er ekki aðeins í 1. og 2. sæti heldur einnig í því sjöunda. Þar koma Hólar í Hornafirði með 44%.

Í þriðja sætinu er harla ótrúleg tala frá Hornbjargsvita í desember 1951, 507,7 mm. Þessi tala er prentuð athugasemdalaust í Veðráttunni og reiknast einnig í endurnýjuðum reikningum í gagnagrunni Veðurstofunnar. Þetta hefur verið íslandsmetið allt fram til 2002. Ég á nú von á því að ítrustu nörd hafi verið meðvituð um þessa tölu allan tímann sem hún var met. En hún hafði reyndar til þessa farið fram hjá ritstjóranum. Ef til vill er ástæða til að kanna málið betur.

Október 1995 (snjóflóðamánuðurinn mikli) á fjórfalda innkomu á listanum, Grímsey, Sand í Aðaldal Mýri í Bárðardal og Dratthalastaðir á Úthéraði. Grímsey kemur hér sérstaklega á óvart.

Úrkomumánuðurinn mikli, nóvember 1993 (mesti sunnanáttarmánuður allra tíma), kemur tvisvar, á Hvanneyri og Kollaleiru. Síðarnefndi staðurinn á því tvö sæti á listanum. Það eiga Hólar í Dýrafirði  og Dratthalastaðir líka.

Úrkoman í Æðey í nýliðnum október (2011) gæti verið mjög ofarlega í hlutfallaröðinni, en hefur ekki verið formlega staðfest og er því ekki á listanum hér að ofan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 35
 • Sl. sólarhring: 83
 • Sl. viku: 1503
 • Frá upphafi: 2356108

Annað

 • Innlit í dag: 35
 • Innlit sl. viku: 1408
 • Gestir í dag: 35
 • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband