Veđrasveiflur síđustu áratuga (7) - upphaf hlýskeiđsins mikla 1920-30

Ţađ er nú e.t.v. fulllangt gengiđ ađ fjalla um ţriđja áratug 20. aldar í flokki síđustu áratuga - en ţađ er allt afstćtt. Viđ lítum á upphaf hlýskeiđsins mikla sem hófst um 1920, náđi fyrsta hámarki sínu 1929, öđru hámarki áratug síđar, hikstađi ţá ađeins en hélst ţó fram yfir 1960.

Fyrsta myndin sýnir 12-mánađa keđjumeđaltöl hita í Reykjavík frá 1918 til 1929. Vinstri endinn á línuritinu byrjar međ tímabilinu apríl 1917 til og međ mars 1918, hćgri endinn er maí 1928 til apríl 1929.

w-blogg171111a

Ártölin á myndinni eru sett ţar sem tímabilin janúar til desember lenda, línan viđ 1920 á ţví viđ allt áriđ 1920 - ómengađ af öđrum árum. Tímabiliđ sem inniheldur ágúst 1919 til júlí 1920 á lágmarkshita línuritsins, 2,69°C. Ţetta er 0,16°C lćgra heldur en lćgsta talan á ţeim myndum sem viđ höfum séđ í fyrri pistlum, sem var 1979. Hćsta talan er lengst til vinstri inniheldur tímabilin apríl 1928 til mars 1929 og maí 1928 til apríl 1929, 6,25°C. Ţetta er ađeins 0,36 stigum lćgra heldur en hámarkiđ mikla 2002 til 2003.

Gróflega getum viđ sagt ađ á ţessu stutta tímabili sem myndin sýnir hafi hlýnađ úr 3,5 stigum upp í 5,5 - tveggja stiga hćkkun á áratug. Ekki furđa ţótt veđurfarsfrćđingar ţessa tíma hafi hrokkiđ upp af vćrum blundi. Ţađ er ekki alveg auđvelt ađ sjá nákvćmlega hvar hlýnunin byrjar (hvađa dag?), en hún er ađ vísu bröttust veturinn 1920 til 1921. Fimm stigin náđust fyrst á tímabilinu júlí 1925 til júní 1926. Ţá voru liđin 45 ár síđan ţađ gerđist síđast. En ţađ er samt fyrst frá og međ 1928 ađ hitinn fer út úr kortinu.

Í ţeirri fjarlćgđ tímans sem okkar sjónarhóll liggur eigum viđ miklu auđveldara međ ađ ramma myndina inn heldur en ţeir sem upplifđu ţetta. Viđ vitum t.d. ađ hitinn fór ekkert hćrra heldur en í toppinn viđ enda línuritsins.

En hvernig var ástandiđ í háloftunum um ţetta leyti? Í fyrri pistlum sáum viđ ađ tveir ţćttir ráđa mestu um hitafar hér á landi, annars vegar styrkur sunnanáttarinnar í háloftunum en hins vegar hćđ 500 hPa flatarins. Sunnanáttin segir til um ákefđ lćgđagangs til norđurs fyrir vestan land, en hćđ 500 hPa mćlir stöđu stóru bylgjunnar yfir N-Atlantshafi, hvort viđ erum hćđarbeygju- eđa lćgđarbeygjumegin í henni. Séum viđ hćđarbeygjumegin á sunnanáttin uppruna sinn Golfstraumsmegin Atlantshafs en séum viđ lćgđarbeygjumegin eru líkur á ađ hún eigi uppruna sinn vestra, yfir Kanada. Auk ţessa kemur vestanáttin lítillega viđ sögu hitans.

Fyrst er ţađ sunnanáttin og hitinn, háloftagögnin eru úr bandarísku endurgreiningunni sem hungurdiskar nota mikiđ - ţökk sé ţeim er ţakka ber.

w-blogg171111b

Blái ferillinn sýnir hitann, rétt eins og á fyrri mynd, en sá rauđi er sunnanáttin. Ţví hćrra sem sá ferill liggur í línuritinu ţví meiri er sunnanáttin (hafiđ ekki áhyggjur af einingunum á kvarđanum til hćgri). Viđ sjáum ađ upphafshlýindin byggja á mikilli sunnanátt ársins 1921 - enda er ţetta eitt úrkomumesta ár allra tíma um landiđ sunnanvert. Viđ sjáum líka ađ kuldakast á árinu 1924 er tengt skammvinnu sunnanáttarlágmarki. Síđan er hitanum nokkuđ sama um sunnanáttina. Hann rýkur upp á viđ hvađ sem henni líđur.

Ţá er ţađ hin myndin, sú sem sýnir hćđ 500 hPa-flatarins og hitans saman.

w-blogg171111c

Hér falla sveiflur betur saman. Hlýindaaukinn 1921 er greinilega ekki hćđarstýrđur - sunnanáttin er ein um hann. Sömuleiđis er kuldinn 1924 ekki hćđarstýrđur heldur. Topparnir 1925 til 1926 og síđan ađaltoppurinn 1929 eru greinilega hćđartengdir.

Á međan ţessu stóđ hćkkađi sjávarhiti viđ strendur landsins svo um munađi. Hćđaratburđurinn 1929 minnir talsvert á hćđaratburđ ársins 2010 og viđ munum svo vel. Hćđin 1929 var ţó ţannig stađsett ađ sunnanáttin datt ekki alveg niđur eins og 2010. Viđ getum vel hugsađ okkur ađ svona hćđaratburđir eigi sér tilviljanakennt stađ viđ N-Atlantshaf. Ţeir eru missterkir og auk ţess ekki alltaf á sama stađ. Atburđurinn 2010 var ţannig vestar heldur en 1929. Ađrir stórir atburđir hafa orđiđ enn vestar - ţá lendum viđ í ískaldri norđanáttinni viđ austurjađar hćđarinnar. Hversu heppin verđum viđ nćst?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Trausti.

Má ţá ekki líka sjá " kuldaskeiđ "  árin 1880 - 1920 ? Innan ţessa tímabils

finnast  einhver mestu harđindaár Íslandssögunnar og frostavetur. (1881 & 1918)

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 17.11.2011 kl. 18:08

2 identicon

Gaman vćri ađ vita hvor einhversstađar á norđurhveli varđ kuldaskeiđ á ţessu árabili, sambćrilegt viđ hlýindaskeiđiđ hér hjá okkur? (e.k. speglun)

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 17.11.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Óli Hilmar: Ég vonast til ađ koma fleiri tímabilum ađ síđar - e.t.v. fljótlega. Áskell: Labradorsvćđiđ sat eitthvađ og beiđ međan hlýnađi annars stađar á norđurslóđum. Ég get vonandi síđar fjallađ um hvađ gerist yfirleitt ţegar slaknar á vestanvindabeltinu yfir Norđur-Atlantshafi. Séu jákvćđ hćđarvik mikil í norđurjađri beltisins koma venjulega fram neikvćđ vik sunnar á svćđinu - ţar er ţví kaldara heldur en venjulega. Ég held ţađ hafi átt viđ um atburđinn 1927 til 1929. Hćgt er ađ spyrja endurgreininguna margnefndu um ţetta - en ţar hefur nýlega veriđ skipt yfir í 1981 til 2008 sem viđmiđunartímabil og má segja ađ öll fyrri tímabil séu kaldari á norđurhvelsvísu heldur en ţađ. Heldur óheppilegt val á tímabili hvađ hitann varđar. En ég athuga ţetta e.t.v. nákvćmlega síđar.

Trausti Jónsson, 18.11.2011 kl. 01:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 54
 • Sl. sólarhring: 93
 • Sl. viku: 1595
 • Frá upphafi: 2356052

Annađ

 • Innlit í dag: 50
 • Innlit sl. viku: 1480
 • Gestir í dag: 47
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband