16.11.2011 | 00:46
Af afbrigðilegum nóvembermánuðum (jæja)
Í pistli dagsins er enn róið á mið hins afbrigðilega í veðri. Fyrir nokkrum dögum var lagt fyrir óvenjulegum sunnan- og norðanáttum - það veiðist alltaf eitthvað - en nú er haldið hornrétt á lengdarbauga og lögð út tól til að veiða breiddarbundnu áttirnar - austur og vestur. Sömu veiðiaðferðir eru notaðar og áður og skýringartextar eru því gömul tugga. En lítum á:
1. Mismunur á loftþrýstingi sunnanlands og norðan. Þessi röð nær sem stendur aftur til 1881. Gengið er út frá því að sé þrýstingur hærri norðanlands heldur en sunnan séu austlægar áttir ríkjandi. Líklegt er að því meiri sem munurinn er, því þrálátari hafi austanáttin verið. Minna má á að við jörð eru austlægar áttir mun algengari á Íslandi heldur en þær vestlægu.
Mesti austanáttarmánuður með þessu tali er nóvember 2002 - frægur fyrir hlýindi - en enn frægari fyrir rigningarnar austanlands. Aldrei hefur jafn mikil úrkoma mælst í einum mánuði hér á landi heldur en á Kollaleiru við Reyðarfjörð þennan mánuð, 971,5 mm. Ársmeðalúrkoma á Kollaleiru 1971 til 2000 er 1373 mm þannig að 70% meðalúrkomu féllu í þessum merka mánuði. Þetta er ámóta og að 560 mm féllu í Reykjavík á einum mánuði (miðað við ársmeðaltal). Þar hafa hins vegar aldrei mælst meira en 260 mm á þeim tíma.
Næstmestur austanáttarmánaða er nóvember 1960, Hlýr og hagstæður mánuður - líka eystra, í þriðja sæti er 2009.
Mest varð vestanáttin í nóvember 2001, þá var talað um rysjótta tíð. Óvenjuöflugt vestanillviðri gerði í kringum þann 10. og sá dagur reyndar með mestu nóvembervestanátt allra tíma við Ísland í amerísku endurgreiningunni, en hún nær aftur til 1871. Næstmest var vestanáttin í nóvember 1942 og 1956 er í þriðja sæti.
Þessi áttgreiningaraðferð tekur til 130 ára og það gerist aðeins 15 sinnum að loftþrýstingur er hærri á Suðurlandi heldur en fyrir norðan.
2. Styrkur austanáttarinnar eins og hann kemur fram þegar reiknuð er meðalstefna og styrkur allra vindathugana á öllum (mönnuðum) veðurstöðvum. Þessi röð nær aðeins aftur til 1949.
Röð mestu austanáttarmánaðanna er sú sama og í fyrstu aðferð, þ.e. 2002 er austanáttin mest, en síðan koma 1960 og 2009. Gaman að góðu samkomulagi. Vestanáttin var hins vegar mest 1956 og síðan kemur 2001 í öðru sæti og 1967 í því þriðja (1942 er utan tímabilsins).
3. Gerðar hafa verið vindáttartalningar fyrir þær veðurstöðvar sem lengst hafa athugað samfellt og vindathugunum skipt á 8 höfuðvindáttir og prósentur reiknaðar. Síðan er tíðni norðaustan-, austan- suðaustan- og sunnanáttar lögð saman. Þá fæst heildartala austlægra átta. Þessi röð nær aftur til 1874. Vestanáttin er metin á sambærilegan hátt.
Hér koma aðrir mánuðir inn, nóvember 1876 í fyrsta sæti austanáttar og 1968 í því öðru. Nóvember 2002 er síðan í þriðja sæti. Tíð var talin hagstæð í nóvember 1876 og unnið var að jarðabótum syðra, við sem munum nóvember 1968 gefum honum einnig góða einkunn, þá sprungu blóm út í görðum (eins og nú).
Vestanáttin samkvæmt þessu tali var mest í nóvember 1893, síðan kemur kunninginn 2001 og 1937 í þriðja sæti. Tíð var hagstæð eystra 1893 en lakari vestanlands - eins og vindáttin bendir til.
4. Fjórði mælikvarðinn er fenginn úr endurgreiningunni amerísku og nær hann aftur til 1871. Fyrstu 20 til 30 árin verðum við þó að taka niðurstöðum greiningarinnar með varúð.
Hér er 2002 en á austanáttartoppnum og nóvember 1960 í öðru sæti, 1997 er í því þriðja. Ekki mikil tíðindi. Vestanáttin er mest 2001, næstmest 1956 og 1942 er í þriðja sæti, þetta er sama röð og í fyrstu aðferð.
5. Fimmti kvarðinn er einnig úr endurgreiningunni nema hvað hér er reiknað í 500 hPa-fletinum.
Enn er 2002 í efsta austanáttarsætinu og telst því greinilega mesti austanáttarmánuður allra tíma, 1960 er í öðru sæti og síðan koma 1984 (ekki sést áður) og 2009 í því fjórða. Og 2001 er enn í efsta vestanáttarsætinu - mesti vestanáttarmánuður allra tíma, síðan kemur 1942 og þar næst 1922, sá mánuður sást ekki hér að ofan. Í báðum síðastnefndu mánuðunum var úrkomutíð vestanlands en skárra eystra. Af 140 mánuðum greiningarinnar var austanátt ríkjandi í aðeins sjö. Við Ísland er austanátt niðri en vestanátt uppi - munum það. Við segjum að austanáttin stingi sér undir vestanvindabelti háloftanna.
Þetta var ekki mjög erfitt - furðugott samkomulag aðferðanna fimm sér fyrir því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 49
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1970
- Frá upphafi: 2412634
Annað
- Innlit í dag: 49
- Innlit sl. viku: 1723
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.