13.11.2011 | 01:18
Veðrasveiflur síðustu áratuga (6) - breytileiki meðalvindhraða
Meðalvindhraði mannaðra veðurstöðva hefur síðustu 60 árin sveiflast á milli 4,5 og 6,5 m/s. Þótt þetta virðist ekki háar tölur vita þeir sem hafa reynt breytileikann á eigin skinni að þessi munur er mikill. Kannski rifjast það upp við að líta á myndina hér að neðan.
Lárétti ásinn sýnir ártöl og sá lóðrétti meðalvindhraða 12-mánaða í m/s. Fyrsta meðaltalið á við allt árið 1949 (janúar til desember) og það síðasta allt árið 2010 (janúar til desember). Við sjáum að síðustu árin, allt frá 1996, hafa verið frekar róleg í langtímasamhengi en eru þó ekki rólegustu árin þegar litið er til tímabilsins í heild. Rólegust voru árin 1960 til 1964 - já, sumir muna þau enn.
Frá og með 1966 rís vindhraðinn mjög og nær hámarki 1971 til 1976. Annað hámark er upp úr 1980 en eftir frekar róleg ár 1984 til 1985 vex hann aftur og nær sinni hæstu stöðu um og upp úr 1990.
Nú er það svo að gögnin eru ekki alveg samkynja allt tímabilið, stöðvar hafa lifnað og dáið auk þess sem vindhraðamælum hefur fjölgað. Ekki er þó sérstök ástæða til að efast um meginlinur ritsins.
En hvers vegna stendur á þessum stóru sveiflum? Ein ástæðan er þyturinn í vestanvindabeltinu (sjá síðasta veðrasveiflupistil). Breytileiki heimskautarastarinnar ræður miklu, meðalvindhraði hefur tilhneigingu til að vera meiri þegar háloftavindar eru stríðir. Þegar svo háttar fara fleiri lægðakerfi yfir landið en annars. Samband er því milli meðalvindhraðans annar vegar og bæði loftþrýstings og loftþrýstiflökts hins vegar.
Ekki sjást nein merki þess að vindhraði sé að verða minni eða meiri síðustu áratugina. Leitnin upp á við er þó marktæk, reiknast tæplega 0,5 m/s yfir tímabilið allt. Við förum þó ekki að æsa okkur yfir því - minnug þess að upp úr 1990 reiknaðist hún miklu meiri. Haldið bara hendi yfir síðustu 15 árin til að sjá það.
Hins lága loftþrýstings og lægðagangsins um 1990 sá auðvitað stað um allt Norður-Atlantshaf og í Evrópu. NAO-talan var þá í hæstu hæðum. Þá skall á skriða reikninga sem tengdu saman hnattræna hlýnun og lágþrýstinginn - í baksýnisspeglinum er þetta heldur klaufalegt allt saman.
Erfiðara er að reikna meðalvindhraða lengra aftur í tímann. Það er vegna þess að fyrir 1949 eru aðeins mánaðarmeðaltöl vindhraða á lausu og þá birt í vindstigum. Álitamál er hvernig varpa á meðalvindstigum yfir í metra á sekúndu. Jú, jú, ég hef gert það og e.t.v. verða þeir reikningar sýndir síðar hér á hungurdiskum.
Eftir að sjálfvirkar stöðvar komu til sögunnar á árunum um og upp úr 1995 hafa vindhraðamælingar hér á landi batnað mikið. Munur á meðalvindhraða sjálfvirkra og mannaðra stöðva fyrir landið í heild á sameiginlega tímabilinu er ekki mikill (til allrar hamingju), mun minni heldur en sá breytileiki sem við sjáum á myndinni hér að ofan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Þetta er óhemju upplýsingamagn sem þú hefur tekið þarna saman og það er
fróðlegt að sjá hvaða " meðalgola" hefur verið að kyssa kinn á sl. áratugum.
En hvernig ætli þessi " vindavísitala" sé hjá öðrum þjóðum ? ( td. hinum Norðurlandaþjóðunum?) . Ég hef séð viðtöl við hermenn , bæði breska og
bandaríska sem þjónuðu hér í seinni heimstyrjöldinni. Og hvað skyldi nú
hafa verið þessum heiðursmönnum efst í huga ? ( fyrir utan náttúrlega fegurð
íslenskra kvenna ) , - það var ekki heimstyrjöldin og lífsháskinn , það var ekki
söknuður til ættingja og fósturjaraðar. Nei , það var hinn sífelldi vindsperringur
sem feykti öllu um koll og aldrei tók sér frí . Í raun er stórfurðulegt að við
skulum ekki hafa nýtt okkur þessa auðlind, - sem er risavaxin , til raforkuframleiðslu.
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 18:34
Þótt það sé í raun hungudiskum og umfjöllunarefni þeirra óviðkomandi, þá er þetta athyglisvert innslag hjá Óla Hilmari. Ekki er ólíklegt að við og íbúar annarra landa með viðlíka veðurfar verði að skoða þetta í náinni framtíð. Það kom fram hjá forstjóra Landsvirkjunar fyrir skömmu að við værum þegar búin að virkja helming virkjanlegrar orku á Íslandi, þannig að það sem eftir er, er þá væntanlega ekki hagkvæmustu kostirnir. Við þurfum að huga að því að innan til tölulega skamms tíma verður jarðefnaeldsneyti bæði dýrt og torfengið og þá þurfum við að eiga einhverja orku eftir ónýtta til að knýja samgöngur á landi.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 21:09
Óli Hilmar: það er ekki stórfurðulegt að Íslendingar skuli ekki nýta vindinn til raforkuframleiðslu; aðrar leiðir hafa hingað til verið miklu hagkvæmari og öruggari.
Þorkell: það er hægur vandi að framleiða hér á landi allt það eldsneyti sem Íslendingar gætu þurft á að halda (á minna en 3% af flatarmáli landsins og á afar hagstæðu verði í samanburði við jarðefnaeldsneyti meðan olíuverð helst nálægt $100 fyrir tunnuna eða hærra).
Birnuson, 13.11.2011 kl. 23:19
Nágrannaþjóðirnar hafa legið talsvert yfir vindhraðameðaltölum en það hefur reynst erfitt rétt eins og hér að ná lengri tímabilum heldur en því sem hér var lagt undir. Flest bendir þó til þess að á árunum 1890 til 1900 hafi vindur á þeim slóðum verið meiri heldur en síðar. Þegar það kom í ljós sló nokkuð á ótta manna um að hinn mikli vindhraði í kringum 1990 væri tengdur hnattrænum umhverfisbreytingum af manna völdum.
Stóri ókosturinn við vindorkuna er hversu ójöfn hún er í tíma. Mjög hægir vindar eru furðualgengir á Íslandi. Mér skilst þó að nú sé loks verið að athuga í alvöru hvort/hvernig nýta megi vindorku hér á landi í stórum stíl.
Trausti Jónsson, 14.11.2011 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.