Ţyturinn (eđa suđiđ) í vestanáttinni síđustu 60 árin

Nördalegt, já. Finnist engin marktćk tíđnihámörk í tímaröđ sem er til athugunar er talađ um ađ hún sýni ekkert nema hvítt suđ, engir litir skera sig úr. Tilviljanakennd gildi elta hvort annađ í endaleysu. Um ţađ er deilt hversu hvítar hinar fjölbreyttu tímarađir veđursins séu. Er engin langtímaregla í veđurfari?

Ţađ er ţó ekki alveg rétt ađ segja ađ veđurfariđ sé hvítt. Bćđi dćgur- og árstíđasveiflan eru fastnegldar á ákveđin tíđnibil, sólarhringinn og sólaráriđ - um ţađ deilir enginn. Menn eru síđan nokkuđ sammála um ađ svonefndir brautarţćttir jarđar (t.d. möndulhalli) marki tilvist sína inn í veđurfariđ líka. En ţar er um ađ rćđa sveiflur á tíuţúsundárakvarđa. Ţótt ţćr breytingar séu hćgfara gćtu ţćr valdiđ ţví ađ veđurfar hrökkvi stundum til - svona eftir ţví hvernig stendur á spori í öđrum ţáttum sem ţar koma viđ sögu, t.d. geislunareiginleikum lofthjúpsins eđa ţá gróđurfari og landnýtingu.

Langt er síđan fariđ var ađ greina reglulegar veđurfarssveiflur á kvarđanum ţarna á milli, milli árslengdar og tíuţúsundára. Flestir leitendur hafa fundiđ sveiflur viđ sitt hćfi - en viđ í sveifluvantrúnni látum okkur fátt um finnast - allar spár byggđar á reiknisveiflum hafa hingađ til brugđist. Líklega munu ţćr gera ţađ áfram.

En viđ vitum hins vegar ađ veđurfar sveiflast stórlega frá ári til árs og á milli áratuga og alda. Spurningin er bara hversu reglulegur breytileikinn er. Lítum á myndina.

w-blogg041111-A-comp

Hún sýnir styrk vestanáttarinnar í 500 hPa (í m/s) frá ţví 1949 til okkar daga sem 12-mánađa keđjumeđaltöl. Ţađ tímabil er valiđ í ţeirri von ađ árstíđasveiflan bćlist. Ţađ sem situr eftir eru óreglulegar (mjög óreglulegar) sveiflur. Ţćr eru reyndar mjög stórar. Á ţessu tímabili varđ vestanáttin minnst 1960, ţađ liđu síđan um 25 ár ţar til hún varđ ámóta lin (1985) en síđan hafa komiđ tvö nokkuđ myndarleg lágmörk, bćđi á ţessari öld. Ađallega góđviđrakaflar.

Mestum styrk náđi vestanáttin á fyrri hluta áttunda áratugarins, fyrstu árum ţess níunda og síđan í kringum 1990. Veđurminnugir minnast ţessa tímabila fyrir skakviđri og skít. Enga reglu er ađ sjá. Ađ vísu koma tímabil innan um ţar sem toppar og dćldir skiptast á međ nokkuđ reglulegum hćtti. Sveiflusinnar geta ef til vill fundiđ eitthvađ viđ sitt hćfi - ekki síst međ ţeirri nýjustu tćkni ađ láta sveifluţćttina sveiflast ađ styrk í misvćgum sveiflum (ţessi setning er grín eđa útúrsnúningur).

Reiknuđ leitni er örlítiđ niđur á viđ frá upphafi til enda tímabilsins. Ekki segir ţađ neitt um framtíđina frekar en venjulega - en ćtli sé samt ekki líklegt ađ vestanáttin hressist á nćstu árum og tíđni skakviđra og skíts aukist frá ţví sem veriđ hefur nćstliđin 10 ár eđa svo. Ekki má ţó treysta ţeim „spádómi“.

Mesta gagniđ sem hafa má af línuritum af ţessu tagi er ađ ţau leggja niđur stikur um ţađ hvađ er venjulegt og hvađ er óvenjulegt. Ţar međ getum viđ betur áttađ okkur á ţví hvort veđurfar er raunverulega ađ breytast eđa ekki. Viđ ţađ mat nćgir okkur varla einvíđ sýn hitafarsins eins og sér.

Vestanáttin virđist býsna stöđug í sveiflum sínum. Toppar í styrk hennar virđast ekki standa samfellt í mörg ár - alltaf dúrar á milli. Samband milli vestanáttarinnar og illviđra er ekki einhlítt. Ákveđnar tegundir ţeirra veđrast upp međ styrk hennar en önnur sćta lags og eru meira áberandi ţegar hún er lin.

Voru ţetta hálfgerđar ekki-fréttir eđa er hér um djúpan grundvallarsannleika ađ rćđa?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar vangaveltur !  en hví er ţér svona tíđrćtt um blessađa

vestanáttina og gefa henni S&S viđhengi?. Ţetta er sú átt sem Austfirđingar

elska hvađ mest og fyrir ţá  mundi S&S ţýđa " sól og sćla" .  Ég tel ađ ţađ

séu raunverulegar sveiflur í veđurfarinu og ţarmeđ náttúrufarinu. Bćđi á

míkróskala  ( áriđ) , ţar sem sólargangurinn og möndulhalli eru áhrifavaldar ,

áratugaskala ţar sem sólin er hvađ mestur áhrifavaldur međ púlserandi

geislunarsveiflu uppá 19 ár , aldaskala eđa megaskala , ţar sem hafstraumar

geimryk og fleiri ţćttir koma inn í. Svo er sjálfsagt til ţúsaldasveifla ţar sem

ísaldir og hitabeltisloftslag skiptist á. Etv. koma möndulhallabreytingar ţar viđ

sögu , pólskipti , loftsteinaárekstrar , risaeldgos , geimryk ofl.

En ef eitthvađ er til í ţessu , - ţá er ljóst ađ um mikla óreglu er ađ rćđa í

sveiflum eins og ţú segir  og sumt ekki hćgt međ vissu ađ stađfesta. En varđandi áttirnar , 

ţá ţykir mér vćnst um hćga N átt međ spegilskyggđum vötnum hér sunnan

heiđa og sól í heiđi. Ţar á eftir austanátt en bölvanlegust er suđ-vestanáttin,

einkum ef hún er köld og éljakennd. En kerlingunni fannst humáttin best.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 4.11.2011 kl. 10:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 102
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 2412687

Annađ

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 1771
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband